Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Martröðin á Júllanum

Tíma­lína at­burða í kring­um smit og veik­indi skip­verja um borð í Júlí­usi Geir­munds­syni ÍS haust­ið 2020.

Stundin hefur undanfarna mánuði farið í gegnum mikið magn gagna og rætt við á fjórða tug einstaklinga í því skyni að fá gleggri mynd af veiðiferð frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS haustið 2020, þar sem 22 af 25 manna áhöfn smituðust og veiktust af COVID.

Sú skoðun sýnir að margir úr áhöfninni eiga enn langt í land með að jafna sig á afleiðingum veikindanna um borð og að almenn óánægja sé meðal skipverjanna um hvernig úr málinu hafi spilast, bæði hvað varðar dóm yfir skipstjóranum í málinu og svo þeirri staðreynd að svo virðist sem lagaleg ábyrgð forsvarsmanna útgerðar togarans hafi aldrei verið rannsökuð.

Framburðir framkvæmda- og útgerðarstjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar hjá lögreglu, gefa til kynna að þeir hafi báðir átt dagleg samskipti við skipstjórann, fengið upplýsingar um veikindi og aðgerðir vegna þeirra um borð, og því mátt vera full meðvitaðir um ástand mannskapsins um borð, í þær þrjár vikur …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Martröðin á Júllanum

Opnaði sig um Covid-túr og hætti í mótmælaskyni
ViðtalMartröðin á Júllanum

Opn­aði sig um Covid-túr og hætti í mót­mæla­skyni

Sjón­varps­við­tal við Arn­ar Gunn­ar Hilm­ars­son, skip­verja á Júlí­usi Geir­munds­syni ÍS, vakti mikla at­hygli fyr­ir tveim­ur ár­um. Hann lýsti þar nöt­ur­legri mán­að­ar­langri sjó­ferð áhafn­ar­inn­ar, veikri af Covid. Arn­ar sagði upp störf­um í mót­mæla­skyni við fram­göngu út­gerð­ar­inn­ar stuttu seinna. Hann seg­ir nýj­ar upp­lýs­ing­ar styrkja sig í þeirri trú að áhöfn­in hafi ver­ið mis­not­uð af út­gerð­inni.
„Útgerðin ætlaði að gera mig ábyrga“
FréttirMartröðin á Júllanum

„Út­gerð­in ætl­aði að gera mig ábyrga“

Sús­anna Ást­valds­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á Heil­brigð­is­stofn­un Vest­fjarða, seg­ir það hafa ver­ið sér áfall að málsvörn skip­stjóra og út­gerð­ar Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS hafi fal­ist í því að gera hana ábyrga fyr­ir mál­inu. Far­ið hafi ver­ið fram á að hún skrif­aði und­ir yf­ir­lýs­ingu með HG þar sem ætl­un­in var að hún axl­aði ábyrgð. Fyr­ir­tæk­ið hafi reynt að grafa und­an trausti á henni og sam­fé­lag­inu fyr­ir vest­an.
„Enn í þessum helvítis túr“
ÚttektMartröðin á Júllanum

„Enn í þess­um hel­vít­is túr“

Þrír fyrr­ver­andi skip­verja af Júlí­usi Geir­munds­syni und­ir­búa nú mál­sókn á hend­ur út­gerð og skip­stjóra vegna af­leið­inga Covid-smits og veik­inda sem fengu að grass­era um borð haust­ið 2020. Þeir glíma enn við eftir­köst­in. Út­gerð­in sögð hafa slopp­ið bil­l­ega og skip­stjór­inn tek­ið á sig sök­ina eft­ir að hafa sagt skip­verj­um að hann hafi ekki ráð­ið för.
„Þeir lugu að okkur í mánuð“
ÚttektMartröðin á Júllanum

„Þeir lugu að okk­ur í mán­uð“

Tveim­ur ár­um eft­ir al­ræmd­an Covid-túr frysti­tog­ar­ans Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS glíma marg­ir úr áhöfn­inni enn við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Lög­reglu­skýrsl­ur, sjó­próf og sam­töl Stund­ar­inn­ar við fjölda skip­verja varpa ljósi á hvernig áhöfn­inni var ít­rek­að sagt ósatt með þeim af­leið­ing­um að mun fleiri veikt­ust. Gögn­in vekja líka spurn­ing­ar um hvers vegna dag­leg og ít­ar­leg sam­skipti skip­stjór­ans við út­gerð­ina voru ekki rann­sök­uð frek­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár