Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu

Tania Korolen­ko er ein þeirra rúm­lega þús­und ein­stak­linga sem kom­ið hafa til Ís­lands í leit að skjóli und­an sprengjuregni rúss­neska inn­rás­ar­hers­ins eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu. Heima starf­rækti hún sum­ar­búð­ir fyr­ir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyr­ir ekki margt löngu út smá­sagna­safn. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína og dvöl á Ís­landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fylgj­ast með kynn­um flótta­konu af landi og þjóð.

Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu

„Mig hefur alltaf langað til Íslands,“ segir Tania Korolenko, sem er nú komin til Íslands, þó vissulega hefði hún kosið að ferðast hingað við allt aðrar aðstæður en þær sem fylgja því að flýja heimili sitt. 

Hún er fædd og uppalin í litlum smábæ, í 200 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Kænugarði, en hefur búið í úthverfi borgarinnar öll sín fullorðinsár.

„Upphaflega ætlaði ég að vera í borginni og þreyja þannig innrásina. Mig langaði einhvern veginn ekki að fara, heldur að upplifa þetta,“ segir Tania sem er einhleyp en á foreldra sem enn búa í heimabæ hennar, sem enn sem komið er hefur sloppið tiltölulega vel frá rússnesku innrásinni. Foreldrar hennar óttuðust eðlilega um hana eftir því sem frá leið og árásir Rússa færðust nær Kænugarði. Hún fór því til foreldra sinna en ákvað svo að leita til Evrópu. Fyrst til Belgíu, þar sem hún flakkaði milli hótela í bið eftir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
  Vonandi hefur hún fundið sér almennilega skó.
  0
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Jæja þá fær Tania þessa ósk sína uppfylta.
  "Mig langar að sjá hraun gusast úr eldfjalli."
  0
 • RE
  Regína Eiríksdóttir skrifaði
  Þetta er spennandi, verður hún á ákveðnum dögum?
  4
 • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
  Þetta reddast er oft þýtt rangt. (Stundum af ungum Íslendingum sem þekkja það lítið.)

  Við finnum lausn á þessu. Er rétt þýðing. Hugsuð sem huggun í örvæntingu.

  Ég hef hitt tugi Útlendinga sem halda að það þíði......... mañana Eða seinna, algert kæruleysi.
  Sérstaklega fólk frá Ameríku suður og norður.
  Höldum sjó, þetta reddast.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár