Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Sérstaða Íslands“

Frá því að Eið­ur Guðna­son, þá­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra, skrif­aði und­ir fyrsta al­þjóð­lega lofts­lags­samn­ing­inn hef­ur Ís­lands ít­rek­að reynt að und­an­þág­ur frá al­þjóð­leg­um skuld­bind­ing­um vegna „sér­stöðu sinn­ar“. Það kem­ur hvað best fram í við­ræð­um Ís­lands varð­andi Kyotó-bók­un­ina þar sem við bein­lín­is báð­um um að fá að menga meira en aðr­ir vegna þess hve sér­stök við vor­um.

„Sérstaða Íslands“
Ríó 92' Hópurinn í Ríó. Frá vinstri: Tómas Tómasson, Jón Gunnar Ottóson, Eiður Guðnason, Árni Mathiesen, Guðmundur Eiríksson, Magnús Jóhannesson, Kristín Einarsdóttur, Gunnar Schram, Hjörleifur Guttormsson,Tom Mark Ringset og Vigdís Finnbogadóttir. Mynd: Úr einkasafni

Hvar er best að byrja þegar segja á sögu Íslands í loftslagsmálum í alþjóðlegu samhengi? Samhengið, stóra myndin, veltur nefnilega kannski á því hvar sagan byrjar, eða veltur á þeirri ákvörðun hvar best sé að byrja söguna. 

Þessi saga byrjar á Svía. Svíinn sem um ræðir heitir Svante Arrhenius og fær að marka upphaf þessarar sögu fyrir þær sakir að árið 1896 birtist eftir hann vísindagrein þar sem fram kom að styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu gæti haft áhrif á hitastig jarðar. Svíinn Svante sagði að áhrif koldíoxíðs í andrúmsloftinu gæti bæði haft áhrif til hlýnunar og kólnunar og tók nú reyndar fram í því samhengi að ef það hefði þau áhrif að það myndi hlýna kæmi það sér einkar vel fyrir lönd í Skandinavíu þar sem alla jafna væri svolítið svalt. En nóg um það. Svante benti einnig á í grein sinni að ástæða þess að styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu