***
Aukaspurning 1:
Unga konan á myndinni hér að ofan er tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn í ... hverju?
***
Aðalspurningar:
1. Konráð og Erlendur. Hvaða menn eru það?
2. Emil Nielsen var maður danskur en var fyrsti framkvæmdastjóri íslensks fyrirtækis, sem var sannkallaður burðarás samfélagsins á sínum tíma, og jafnvel að einhverju leyti enn. Hvaða félag var það?
3. 27. apríl 2014 rann maður til á hálu grasi suður á Englandi. Hver er maðurinn?
4. Hver skrifaði Heimskringlu?
5. Hver gekk gjarnan undir nafninu Blái engillinn?
6. Hvar er Doggerbanki?
7. Hvaða Íslendingur erfði flugvöll í útlöndum?
8. Evrópusambandslöndin eru nú 27 eftir að Bretland gekk á dyr. Hve mörg þeirra hafa konu í valdamesta pólitíska embætti ríkisins?
9. Hvað hét hinn eineygði höfuðguð norrænna manna?
10. Hery Martial Rajaonarimampianina Rakotoarimanana var forseti í býsna stóru landi í Afríku frá 2014 ti 2018. Hann bauð sig svo fram að nýju, en komst ekki í síðari umferð forsetakosninganna í landinu, þar sem á endanum var kosið milli Marc Ravalomanana og Andry Nirina Rajoelina. Þeir höfðu reyndar báðir gegnt forsetaembættinu áður. Andry Nirina Rajoelina bar sigur úr býtum og er nú forseti landsins. Hvaða land er þetta?
***
Aukaspurning 2:
Hvað heitir karlinn sem heldur hér á dagblaði?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Lögreglumenn, aðalpersónur í glæpasögum Arnaldar Indriðasonar. Auðvitað er eflaust víða hægt að finna bæði Konráð og Erlend, en þetta er samt eina rétta svarið.
2. Eimskipafélag Íslands.
3. Steven Gerrard.
4. Snorri Sturluson.
5. Marlene Dietrich.
6. Í Norðursjó.
7. Guðbergur Bergsson.
8. Fimm — Danmörk, Eistland, Finnland, Litháen og Þýskaland. Litháen er talið hér með þótt forseti þar í landi sé allvaldamikill og þar sitji karlmaður. Í Slóvakíu er kona forseti en það embætti er valdalítið, líkt og forsetaembættið á Íslandi.
9. Óðinn.
10. Madagaskar.
***
Svör við aukaspurningum:
Hún Anya Taylor-Joy er tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn í sjónvarpsseríunni Drottningarbragði — The Queen's Gambit.
Og það var að sjálfsögðu Truman Bandaríkjaforseti sem heldur sigri hrósandi á blaðinu, þar sem tilkynnt var (ranglega) að hann hefði beðið lægri hlut í forsetakosningum vestanhafs gegn Thomasi Dewey.

Athugasemdir