Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi

Fé­lags­efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar Covid-krepp­unn­ar hafa snert þús­und­ir lands­manna und­an­far­ið ár. Í vax­andi at­vinnu­leysi stend­ur náms­fólk ut­an þess ör­ygg­is­nets sem aðr­ir sam­fé­lags­hóp­ar geta stól­að á.

Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi

Íslenskt námsfólk er ekki tryggt fyrir atvinnuleysi og efnahagsþrengingum þrátt fyrir að gjöld af vinnuframlagi þeirra renni í atvinnuleysistryggingasjóð. Einstaklingur sem vinnur 100% starf með námi á ekki rétt á greiðslum úr atvinnuleysistryggingasjóði missi hann skyndilega vinnuna. Á sama tíma hefur námslánakerfið verið gagnrýnt fyrir takmarkaða framfærslu, lágt frítekjumark og engan sveigjanleika. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við stúdenta sem berast í bökkum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Þrjár þeirra segja efnahagslegan veruleika námsins hafa gert þær fjárhagslega háðar mökum sínum.

Réttarleysi stúdenta í efnahagshremmingum 

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, spurði út í stöðu stúdenta í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í vikunni. „Það sem er kannski merki­leg­ast er að það kemur fram hjá stúd­entum að frá 1. jan­úar 2010 hafa stúd­ent­ar, með lögum um atvinnu­leys­is­bóta­rétt, greitt 4 millj­arða í atvinnu­leys­is­trygg­inga­gjöld án nokk­urs bóta­rétt­ar, 4 millj­arðar er nið­ur­staða útreikn­inga og þess vegna gera stúd­entar skýrar kröfur um sann­gjörn og viðun­andi kjör hjá Mennta­sjóði náms­manna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu