Nýtt efni

HönnunarMars: Uppspretta hugarflugsins
Þemað þetta árið í Hönnunarmars, hátíð hönnunar og arkítektúrs, er „uppspretta“. Heimildin ræðir við tvo þátttakendur. Tómas Þórsson starfaði á litlu húsgagnaverkstæði á Ítalíu, þar sem hann skildi ekki tungumál eigandans, og Unndór Egill Jónsson nær í hráefni í íslenskum skógum.

Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
The President, Prime Minister, Foreign Minister, Minister of Justice, Minister of Social Affairs and Housing, Minister of Industry, Minister of Health, Speaker of Alþingi, Parliamentary Ombudsman, Mayor of Reykjavík, Bishop, Rector, Attorney General, Director of Public Prosecutions, National Commissioner of the Icelandic Police, Police Commissioner in the Capital Region, Director of Health and Ombudsman for Children: In the Year of Women 2025, it became historic news that all these positions are held by women.

Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
Forseti, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, atvinnuvegaráðherra, heilbrigðisráðherra, forseti Alþingis, umboðsmaður Alþingis, borgarstjóri, biskup, rektor, ríkislögmaður, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, landlæknir og umboðsmaður barna: Kvennaárið 2025 urðu þau sögulegu tíðindi að allar þessar stöður eru skipaðar konum.

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
Sigrún E. Unnsteinsdóttir, stjórnarmaður í Vorstjörnunni, segir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fara með raunverulega stjórn félagsins. Sjálf viti hún ekkert hvað fari fram innan þess. „Þetta er sjóræningjastjórn,“ segir hún. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir ekkert annarlegt í gangi.


Sif Sigmarsdóttir
Sultugerðarmenn, varið ykkur
Sif Sigmarsdóttir segir að stærsti skaðinn sem yfirstandandi þjófnaðaralda í Bretlandi valdi sé ekki fjárhagslegur heldur sé það sú eyðilegging sem stuldur fyrir allra augum veldur grunnstoð samfélagsins: Trú á leikreglur þess, skráðar og óskráðar.

Sigrún Guðmundsdóttir
Flytjum fjöll
Sterkar líkur eru á því að heilu fjöllin verði flutt úr landi í náinni framtíð, skrifar Sigrún Guðmundsdóttir umhverfis- og auðlindafræðingur. Hvernig það er gert hefur áhrif á þjóðarbúið til góðs eða vansa. Mikilvægt er að draga verulega úr koldíoxíðlosun. Góð leið til þess í byggingariðnaði, er að þróa, og síðan nota nýja tegund sements.

Telur sönginn ekki hafa haft úrslitaáhrif
Tillaga borgarfulltrúa Viðreisnar um að finna skuli flugi einkaþotna og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli var samþykkt í borgarstjórn í vikunni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir telur það að hún hafi sungið í pontu ekki hafa haft mikil áhrif á niðurstöðuna.

Búið að birta Írisi Selfoss-leiðina
Írisi Helgu Jónatansdóttur hefur verið birt ígildi nálgunarbanns sem er kennt við Selfoss þegar kemur að einum af mönnunum sem hafa kært hana fyrir umsáturseinelti.


Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Þversagnir í íslenskri paradís: Um virði og stöðu kvenna
Hér mælist jafnrétti meira en annars staðar. Hvers vegna missa konur þá heilsuna fyrr en karlar?

Carbfix einskis virði í bókum Orkuveitunnar
Carbfix virðist standa frammi fyrir talsverðum fjárhagsvanda; dótturfélagið er metið verðlaust og tap hefur margfaldast. Félagið er háð fjárstuðningi Orkuveitunnar, sem hefur þegar lánað milljarða. ESB-styrkur og framtíðaráform eru í óvissu.

Aldrei hitt valdakonu sem ekki hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist enn ekki hafa hitt konu í valdastöðu í heiminum sem ekki hafi orðið fyrir einhverri tegund kynbundins ofbeldis. Íslendingar slái ýmis met hvað varði kynjajafnrétti en séu „ekkert betri en aðrar þjóðir þegar kemur að kynbundnu ofbeldi“.

Hef áhyggjur af öryggi vina minna
Veroniku Tjörva Henry Ránardóttur hefur alltaf fundist skýin á Íslandi falleg og ætlar að búa á Íslandi á meðan óvissan í heiminum eykst. Hún hefur áhyggjur af öryggi vina sinna í Bandaríkjunum í kjölfar tilskipana Bandaríkjaforseta um réttindi trans fólks.

Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi
Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálastefnu ESB, sérstakur sendiherra Íslands í norðurslóðamálum og skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu Íslands eru meðal þeirra sem taka þátt í málþingi um evrópsk öryggis- og varnarmál. Hér er beint streymi frá viðburðinum.

Tímamót í alþjóðaviðskiptum – Tollar Trump skekja heimsbyggðina
Tímamót urðu alþjóðaviðskiptum í gær þegar Donald Trump kynnti 10% tolla á öll lönd og 20% tolla á Evrópusambandið. Allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna bera 10% toll frá og með 5. apríl. Trump kynnti aðgerðirnar í Hvíta húsinu í gær og sagði þetta vera „einn mikilvægasta dag í sögu Bandaríkjanna“.