Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Vill Alþingi stríð?

Vill Alþingi stríð?

Hugmyndin að baki svokallaðri rammaáætlun var að innan hennar yrði virkjanakostum á Íslandi raðað í flokka eftir því hvort þeir teldust fýsilegir og hagkvæmir án verulegra náttúruspjalla eða hvort rétt væri að vernda þá vegna sérstöðu sinnar í þágu komandi kynslóða.

Um þetta ferli hefur ríkt nokkuð góð sátt í nokkur ár þótt stjórnmálin hafi alltaf tekist á við vísindin um röðun í flokkana og gengur þar sök nokkuð jafnt yfir þá flokka sem ráðið hafa hverju sinni.

Eitt kjarnaatriði þessa vinnulags voru þó allir sammála um. Nefnilega það að áður en virkjunarkostum yrði skipað í flokk merktan bið, nýting eða verndun þá yrði að vera lokið tilteknum grunnrannsóknum og meðferð hjá stjórn rammaáætlunar.

Þetta samkomulag hefur atvinnuveganefnd Alþingis nú rofið með því að leggja til færslu tveggja virkjanakosta úr biðflokki í nýtingarflokk án þess að tilskildar rannsóknir hafi farið fram. Þeir staðir sem þarna um ræðir eru annars vegar Skrokkölduvirkjun sunnarlega á Sprengisandi og hinsvegar Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls.

Báðir þessir staðir tilheyra hálendi Íslands. Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að 60% aðspurðra studdu hugmyndina um þjóðgarð sem tæki til alls hálendis Íslands. Þær auðnir og víðerni sem þar er að finna eru ótvírætt sterkasti segullinn sem dregur sífellt fleiri ferðamenn til landsins. Þeir koma til þess að upplifa ósnortnar víðáttur, ógrónar auðnir og þann framandleika og smæð sem flestir upplifa þegar þeir standa andspænis einhverju sem er eins stórt og náttúran sjálf.

Undir merkjum Landverndar hefur myndast breiðfylking náttúruverndarfólks sem berst fyrir friðun hálendisins. Þar sameinast margvísleg félög útivistarfólks og ferðamanna og hafa fundið þann kraft sem felst í sameinuðum her frekar en dreif fámennra flokka.

Ferðaþjónustan hefur ákaft hvatt til þess að hálendisins verði gætt sérstaklega til þess að ekki spillist sú góða ímynd sem landið hefur haft í þessum efnum til þess. Svo er að sjá að augu margra hafi opnast fyrir því að villt land og ósnortið er dýrmætara en virkjað.

Ekkert er eins hættulegt íslenskri náttúru og duglegir menn. Duglegir menn hafa grafið fram mýrar, virkjað ár, lagt háspennulínur og búið til vegi og slóða hvert sem þeim sýnist í íslenskri náttúru. Þeir vilja gjarnan halda áfram að böðlast áfram í stjórnlausu uppbyggingaræði og brjóta náttúruna undir sig í þeirri blekkingu að þannig séu þeir að vinna þjóð sinni gagn.

Svo er ekki. 

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis vinnur ekki með þjóðarhag að leiðarljósi. Þeir vinna fyrir þá sem hafa greitt í flokkssjóðinn og vilja nú fá eitthvað í staðinn. Við þurfum að sýna þessum mönnum að það er hvorki vilji þjóðarinnar né hagur að leyfa huldumönnum með djúpa vasa að byggja virkjanir á hálendi Íslands. Við höfum rödd- við skulum kalla svo hátt að þeir heyri. 

Mótmæli verða á Austurvelli í dag og þar gefst tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

„Það er nýtt Ísland að vaxa þarna undir“
Úttekt

„Það er nýtt Ís­land að vaxa þarna und­ir“

Stjórn­andi hjá vísi­sjóði seg­ir að ef þeir sem stýra mál­um í fyr­ir­tækja­heim­in­um fari ekki að átta sig á því að eins­leit teymi séu ekki rétta leið­in, þá muni þeir senni­lega tapa. Þetta sé ein­fald­lega ekki góð­ur bis­ness.
Þvöl depurð nýhyggjunar
GagnrýniLónið

Þvöl dep­urð ný­hyggj­un­ar

„Heim­ur versn­andi fer en nýja kyn­slóð­in vek­ur von.“ Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Lón­ið í Tjarn­ar­bíói.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Stórkostlegt verkefni tónlistarfólks, nema og fólks í endurhæfingu
Gagnrýni

Stór­kost­legt verk­efni tón­listar­fólks, nema og fólks í end­ur­hæf­ingu

Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir skrif­ar um Kor­du Sam­fón­íu sem er skip­uð fag­legu tón­listar­fólki, nem­end­um úr Lista­há­skóla Ís­lands og fólki sem lent hef­ur í ým­iss kon­ar áföll­um og er á mis­mun­andi stöð­um í end­ur­hæf­ing­ar­ferli.
Dómari reif í sig málatilbúnað í umsáturseineltismáli Örnu McClure
Fréttir

Dóm­ari reif í sig mála­til­bún­að í umsát­ur­seinelt­is­máli Örnu McClure

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Páls Stein­gríms­son­ar, úr Skæru­liða­deild Sam­herja, var sýkn­uð af því að hafa beitt Örnu McClure, einnig úr Skæru­liða­deild Sam­herja, umsát­urs­ástandi. Dóm­ari í mál­inu átaldi lög­reglu fyr­ir rann­sókn­ina og sagði grun­semd­ir um að kon­an hefði byrl­að Páli ólyfjan „get­gát­ur“ hans og Örnu. Dóm­ur­inn var ekki birt­ur fyrr en 23 dög­um eft­ir að hann féll og þá eft­ir fyr­ir­spurn­ir Heim­ild­ar­inn­ar.
Mun mannkynið tortíma sjálfu sér?
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Mun mann­kyn­ið tor­tíma sjálfu sér?

Guð­mund­ur Guð­munds­son fer yf­ir þró­un­ina í lofts­lags­breyt­ing­um og verk­efn­in fram und­an. „Ef ná skal sett­um, al­þjóð­leg­um mark­mið­um í lofts­lags­mál­um verða fjár­veit­ing­ar til hvoru­tveggja að­lög­un­ar­að­gerða og for­varna að aukast marg­falt.“
„Hvert erum við að stefna í loftslags- og umhverfismálum?“
Fréttir

„Hvert er­um við að stefna í lofts­lags- og um­hverf­is­mál­um?“

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra svar­aði fyr­ir­spurn þing­manns í dag er varð­ar stöðu Ís­lands í um­hverf­is­mál­um. Guð­laug­ur Þór Þórs­son sagði að enn væri mik­ið verk að vinna.
Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt
Fréttir

Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur verði ekki fram­lengt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra sagði á Al­þingi í dag að ekki væri mik­ill sómi að því að bráða­birgði­á­kvæði um toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur yrði ekki fram­lengt fyr­ir þinglok. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn furða sig á full­yrð­ing­um ráð­herra um að ekki tak­ist að af­greiða mál­ið út úr efna­hags- og við­skipta­nefnd.
Talsmaður flóttafólks segir orð dómsmálaráðherra „ófagleg“ og „ómannúðleg“
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

Tals­mað­ur flótta­fólks seg­ir orð dóms­mála­ráð­herra „ófag­leg“ og „ómann­úð­leg“

Dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, sit­ur í ráð­herra­nefnd um mál­efni flótta­fólks og inn­flytj­enda sem fékk kynn­ingu á gögn­um um mikla at­vinnu­þátt­töku Venesúela­búa á Ís­landi haust­ið 2022. Hann hef­ur samt hald­ið því fram að þetta fólk vilji setj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið hér.
Svipti sig lífi eftir að hafa verið vísað frá neyðarskýli að kröfu Hafnarfjarðarbæjar
Fréttir

Svipti sig lífi eft­ir að hafa ver­ið vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar

Heim­il­is­laus karl­mað­ur svipti sig lífi eft­ir að hafa ver­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík. Ástæða frá­vís­un­ar­inn­ar var krafa Hafna­fjarð­ar­bæj­ar þar sem mað­ur­inn var með lög­heim­ili. Gistinátta­gjald í neyð­ar­skýl­um Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir fólk með lög­heim­ili ut­an borg­ar­inn­ar hækk­aði þann 1. maí úr 21 þús­und krón­um í 46 þús­und. „Bróð­ir minn þurfti að fara þessa leið út af pen­ing­um,“ seg­ir syst­ir manns­ins en lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lag greið­ir gistinátta­gjald­ið.
Með börnin heima fram í ágúst ef ekki semst
FréttirKjarabaráttan

Með börn­in heima fram í ág­úst ef ekki semst

„Mamma, er leik­skóli í dag?“ spyr fjög­urra ára göm­ul dótt­ir Sól­veig­ar Gylfa­dótt­ur á hverj­um morgni. Í um fjór­ar vik­ur hef­ur starf­semi leik­skól­ans henn­ar í Mos­fells­bæ ver­ið skert vegna verk­falla starfs­fólks og nú er þar al­veg lok­að.
Verkalýðsforingjar haldi útifundi til að mótmæla afleiðingum gjörða sinna
Fréttir

Verka­lýðs­for­ingj­ar haldi úti­fundi til að mót­mæla af­leið­ing­um gjörða sinna

Seðla­banka­stjóri seg­ir að með­virkni sé til stað­ar gagn­vart verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hún hafi með­al ann­ars birst í því að rík­is­sátta­semj­ari hafi reynt að fá Seðla­bank­ann til að hækka ekki vexti og hætta að tjá sig „af því að formað­ur VR væri ekki stöð­ug­ur í skapi.“