Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Þetta er ógeðslegt

Þetta er ógeðslegt

Ein frægasta tilvitnun seinni tíma hljóðar einhvern veginn svona: 

„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Þetta sagði Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins. Margur hefur eflaust létt á hjarta sínu við nefndina en þegar hundslappadrífu mörg þúsund blaðsíðna linnir standa þessi orð líkt og steinn upp úr fönn.

Það er nefnilega alveg rétt hjá Styrmi að þetta er ógeðslegt. Sjálfstæðisflokkurinn var og er undarlega samansúrrað  bandalag þar sem þræðir heimóttarskapar, hagsmuna, frændhygli og vænisýki renna svo fagurlega saman saman í naflastreng skrímslis sem lítur samt út eins og sauðkind í teinóttum jakkafötum. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið svo fagurlega skipulagður. Hverfafélög í Reykjavík teygja anga sína um nes og voga, flokksfélög utan borgar vakta hjarðir í heimahögum, sérstök félög eru mynduð um vestræna samvinnu, kvenfélög, ungliðahreyfingar, skipulagður akstur á kjörstað, merkingar í kjörskrá, kökubasarar og stjórnmálaskóli með þjálfun í  sjónvarpsframkomu. Í baksviðinu vaka svo fjáröflunarnefndir, fulltrúaráðið, landsfundurinn, aðalskrifstofan í Valhöll og allt þetta stjórnkerfi sem sumt er sýnilegt en annað ósýnilegt. 

Hugmyndafræðileg loftmynd af Sjálfstæðisflokknum hefur lengst af líkst maurabúi þar sem hver eining er á sínum stað og allir hafa hlutverk en eru samt ein heil lífvera.

Morgunblaðið hnitaði svo  hringa yfir þessari fagurbúnu sveit líkt og klógulur örn reiðubúinn að læsa klónum í hvert það rauðleita síli sem vogaði sér að reka snjáldrið upp í hina fagurtæru læki þúsundáraríkis Sjálfstæðisflokksins.

Það hefur alltaf verið svo öruggt, svo rétt, svo óumdeilt að vera félagi í Sjálfstæðisflokknum að í heilum ættum, fjölskyldum eða þorpum varð fylgispektin að default stillingu og raðirnar voru svo þéttar og fagrar og gott að vera innan um sitt fólk og finna voðfelldan hjúp samstæðra og samþykktra skoðana vefjast um sig eins og reifar eða líkklæði eftir aldursflokkum.

Allt þetta sá Styrmir úr varðturni sínum á Morgunblaðinu þar sem hann stóð vaktina í áratugi. Hann leit yfir ríki flokksins en sá ekki hvað þetta var fallegt heldur sá hann hvað þetta var ógeðslegt og við verðum að þakka honum fyrir að segja okkur frá því vegna þess að við hefðum aldrei trúað neinum öðrum sem hefði sagt þetta.

Styrmir sagði okkur líka hvernig hann hefði með skipulegum hætti stundað njósnir fyrir yfirmenn sína í flokknum og á blaðinu að viðbættri leyniþjónustu Bandaríkjanna. Allt þetta gerði Styrmir til þess að bægja vofu heimskommúnismans frá íslenskum heimilum og koma í veg fyrir að hér yrði tekin upp rúbla og skylduát á rauðrófusúpu eftir hersýningar um helgar.

Þegar menn leggja þetta saman við lýsingar úr ævisögu Gunnars Thoroddsen sem segir frá 600 manna dyggu liði flokksstjóra Sjálfstæðisflokksins sem vaktaði framferði samborgara sinna og stjórnmálaskoðanir þeirra og sá til þess að fólk utan flokksins fengju aldrei vinnu, stöðu eða tækifæri sem neinu máli skipti þá hríslast hráblautur hrollur um okkur. Því Styrmir hefur rétt fyrir sér.
Þetta er ógeðslegt. 

Sjálfstæðisflokkurinn er Stasi Íslands, hann er skrímsli sem við höfum grunlaus leyft að vaxa of  lengi.

Þetta er ekki vel skipulagður flokkur. Þetta er hugsjónasnauð mafía, leyniþjónusta, samtryggingarfélag, ættarveldi og ungmennafélag runnið saman í einum samfelldum óskapnaði.

Hugsið ykkur alla þá hæfileika sem farið hafa forgörðum, öll þau tækifæri sem við höfum glatað, allt fólkið sem við hröktum úr landi, héldum frá vinnu eða útskúfuðum í félagslegu, menningarlegu og félagslegu tilliti aðeins vegna þess að þar var ekki félagar í Sjálfstæðisflokknum. Hugsið ykkur allar stöðurnar, embættin og áhrifin sem voru afhent vanhæfum í krafti frændhygli og vinskapar í þágu flokksins.

Þessu verður að linna. Þetta er ógeðslegur flokkur í ógeðslegu samfélagi og eina leiðin til þess að lækna okkur er að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rífa Valhöll, slíta hana og flokkinn af þjóðarlíkamanum eins og kartnögl, skemmda tönn eða æxli. Þótt það kosti þjáningar stutta stund þá er það óhjákvæmileg hreinsun. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?
Vald óttans – og virði friðsemdar
Þorvaldur Örn Árnason
Aðsent

Þorvaldur Örn Árnason

Vald ótt­ans – og virði frið­semd­ar

Lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­indi – gott og bless­að. Evr­ópu­ráð­ið stend­ur vörð um það. Vest­ræn ríki stæra sig af þessu – en eru samt á valdi ótt­ans.