Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Þetta er ógeðslegt

Þetta er ógeðslegt

Ein frægasta tilvitnun seinni tíma hljóðar einhvern veginn svona: 

„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Þetta sagði Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins. Margur hefur eflaust létt á hjarta sínu við nefndina en þegar hundslappadrífu mörg þúsund blaðsíðna linnir standa þessi orð líkt og steinn upp úr fönn.

Það er nefnilega alveg rétt hjá Styrmi að þetta er ógeðslegt. Sjálfstæðisflokkurinn var og er undarlega samansúrrað  bandalag þar sem þræðir heimóttarskapar, hagsmuna, frændhygli og vænisýki renna svo fagurlega saman saman í naflastreng skrímslis sem lítur samt út eins og sauðkind í teinóttum jakkafötum. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið svo fagurlega skipulagður. Hverfafélög í Reykjavík teygja anga sína um nes og voga, flokksfélög utan borgar vakta hjarðir í heimahögum, sérstök félög eru mynduð um vestræna samvinnu, kvenfélög, ungliðahreyfingar, skipulagður akstur á kjörstað, merkingar í kjörskrá, kökubasarar og stjórnmálaskóli með þjálfun í  sjónvarpsframkomu. Í baksviðinu vaka svo fjáröflunarnefndir, fulltrúaráðið, landsfundurinn, aðalskrifstofan í Valhöll og allt þetta stjórnkerfi sem sumt er sýnilegt en annað ósýnilegt. 

Hugmyndafræðileg loftmynd af Sjálfstæðisflokknum hefur lengst af líkst maurabúi þar sem hver eining er á sínum stað og allir hafa hlutverk en eru samt ein heil lífvera.

Morgunblaðið hnitaði svo  hringa yfir þessari fagurbúnu sveit líkt og klógulur örn reiðubúinn að læsa klónum í hvert það rauðleita síli sem vogaði sér að reka snjáldrið upp í hina fagurtæru læki þúsundáraríkis Sjálfstæðisflokksins.

Það hefur alltaf verið svo öruggt, svo rétt, svo óumdeilt að vera félagi í Sjálfstæðisflokknum að í heilum ættum, fjölskyldum eða þorpum varð fylgispektin að default stillingu og raðirnar voru svo þéttar og fagrar og gott að vera innan um sitt fólk og finna voðfelldan hjúp samstæðra og samþykktra skoðana vefjast um sig eins og reifar eða líkklæði eftir aldursflokkum.

Allt þetta sá Styrmir úr varðturni sínum á Morgunblaðinu þar sem hann stóð vaktina í áratugi. Hann leit yfir ríki flokksins en sá ekki hvað þetta var fallegt heldur sá hann hvað þetta var ógeðslegt og við verðum að þakka honum fyrir að segja okkur frá því vegna þess að við hefðum aldrei trúað neinum öðrum sem hefði sagt þetta.

Styrmir sagði okkur líka hvernig hann hefði með skipulegum hætti stundað njósnir fyrir yfirmenn sína í flokknum og á blaðinu að viðbættri leyniþjónustu Bandaríkjanna. Allt þetta gerði Styrmir til þess að bægja vofu heimskommúnismans frá íslenskum heimilum og koma í veg fyrir að hér yrði tekin upp rúbla og skylduát á rauðrófusúpu eftir hersýningar um helgar.

Þegar menn leggja þetta saman við lýsingar úr ævisögu Gunnars Thoroddsen sem segir frá 600 manna dyggu liði flokksstjóra Sjálfstæðisflokksins sem vaktaði framferði samborgara sinna og stjórnmálaskoðanir þeirra og sá til þess að fólk utan flokksins fengju aldrei vinnu, stöðu eða tækifæri sem neinu máli skipti þá hríslast hráblautur hrollur um okkur. Því Styrmir hefur rétt fyrir sér.
Þetta er ógeðslegt. 

Sjálfstæðisflokkurinn er Stasi Íslands, hann er skrímsli sem við höfum grunlaus leyft að vaxa of  lengi.

Þetta er ekki vel skipulagður flokkur. Þetta er hugsjónasnauð mafía, leyniþjónusta, samtryggingarfélag, ættarveldi og ungmennafélag runnið saman í einum samfelldum óskapnaði.

Hugsið ykkur alla þá hæfileika sem farið hafa forgörðum, öll þau tækifæri sem við höfum glatað, allt fólkið sem við hröktum úr landi, héldum frá vinnu eða útskúfuðum í félagslegu, menningarlegu og félagslegu tilliti aðeins vegna þess að þar var ekki félagar í Sjálfstæðisflokknum. Hugsið ykkur allar stöðurnar, embættin og áhrifin sem voru afhent vanhæfum í krafti frændhygli og vinskapar í þágu flokksins.

Þessu verður að linna. Þetta er ógeðslegur flokkur í ógeðslegu samfélagi og eina leiðin til þess að lækna okkur er að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rífa Valhöll, slíta hana og flokkinn af þjóðarlíkamanum eins og kartnögl, skemmda tönn eða æxli. Þótt það kosti þjáningar stutta stund þá er það óhjákvæmileg hreinsun. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
FréttirSjávarútvegur

Stór­ar út­gerð­ir ráði óeðli­lega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“