Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Þetta er ógeðslegt

Þetta er ógeðslegt

Ein frægasta tilvitnun seinni tíma hljóðar einhvern veginn svona: 

„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Þetta sagði Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins. Margur hefur eflaust létt á hjarta sínu við nefndina en þegar hundslappadrífu mörg þúsund blaðsíðna linnir standa þessi orð líkt og steinn upp úr fönn.

Það er nefnilega alveg rétt hjá Styrmi að þetta er ógeðslegt. Sjálfstæðisflokkurinn var og er undarlega samansúrrað  bandalag þar sem þræðir heimóttarskapar, hagsmuna, frændhygli og vænisýki renna svo fagurlega saman saman í naflastreng skrímslis sem lítur samt út eins og sauðkind í teinóttum jakkafötum. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið svo fagurlega skipulagður. Hverfafélög í Reykjavík teygja anga sína um nes og voga, flokksfélög utan borgar vakta hjarðir í heimahögum, sérstök félög eru mynduð um vestræna samvinnu, kvenfélög, ungliðahreyfingar, skipulagður akstur á kjörstað, merkingar í kjörskrá, kökubasarar og stjórnmálaskóli með þjálfun í  sjónvarpsframkomu. Í baksviðinu vaka svo fjáröflunarnefndir, fulltrúaráðið, landsfundurinn, aðalskrifstofan í Valhöll og allt þetta stjórnkerfi sem sumt er sýnilegt en annað ósýnilegt. 

Hugmyndafræðileg loftmynd af Sjálfstæðisflokknum hefur lengst af líkst maurabúi þar sem hver eining er á sínum stað og allir hafa hlutverk en eru samt ein heil lífvera.

Morgunblaðið hnitaði svo  hringa yfir þessari fagurbúnu sveit líkt og klógulur örn reiðubúinn að læsa klónum í hvert það rauðleita síli sem vogaði sér að reka snjáldrið upp í hina fagurtæru læki þúsundáraríkis Sjálfstæðisflokksins.

Það hefur alltaf verið svo öruggt, svo rétt, svo óumdeilt að vera félagi í Sjálfstæðisflokknum að í heilum ættum, fjölskyldum eða þorpum varð fylgispektin að default stillingu og raðirnar voru svo þéttar og fagrar og gott að vera innan um sitt fólk og finna voðfelldan hjúp samstæðra og samþykktra skoðana vefjast um sig eins og reifar eða líkklæði eftir aldursflokkum.

Allt þetta sá Styrmir úr varðturni sínum á Morgunblaðinu þar sem hann stóð vaktina í áratugi. Hann leit yfir ríki flokksins en sá ekki hvað þetta var fallegt heldur sá hann hvað þetta var ógeðslegt og við verðum að þakka honum fyrir að segja okkur frá því vegna þess að við hefðum aldrei trúað neinum öðrum sem hefði sagt þetta.

Styrmir sagði okkur líka hvernig hann hefði með skipulegum hætti stundað njósnir fyrir yfirmenn sína í flokknum og á blaðinu að viðbættri leyniþjónustu Bandaríkjanna. Allt þetta gerði Styrmir til þess að bægja vofu heimskommúnismans frá íslenskum heimilum og koma í veg fyrir að hér yrði tekin upp rúbla og skylduát á rauðrófusúpu eftir hersýningar um helgar.

Þegar menn leggja þetta saman við lýsingar úr ævisögu Gunnars Thoroddsen sem segir frá 600 manna dyggu liði flokksstjóra Sjálfstæðisflokksins sem vaktaði framferði samborgara sinna og stjórnmálaskoðanir þeirra og sá til þess að fólk utan flokksins fengju aldrei vinnu, stöðu eða tækifæri sem neinu máli skipti þá hríslast hráblautur hrollur um okkur. Því Styrmir hefur rétt fyrir sér.
Þetta er ógeðslegt. 

Sjálfstæðisflokkurinn er Stasi Íslands, hann er skrímsli sem við höfum grunlaus leyft að vaxa of  lengi.

Þetta er ekki vel skipulagður flokkur. Þetta er hugsjónasnauð mafía, leyniþjónusta, samtryggingarfélag, ættarveldi og ungmennafélag runnið saman í einum samfelldum óskapnaði.

Hugsið ykkur alla þá hæfileika sem farið hafa forgörðum, öll þau tækifæri sem við höfum glatað, allt fólkið sem við hröktum úr landi, héldum frá vinnu eða útskúfuðum í félagslegu, menningarlegu og félagslegu tilliti aðeins vegna þess að þar var ekki félagar í Sjálfstæðisflokknum. Hugsið ykkur allar stöðurnar, embættin og áhrifin sem voru afhent vanhæfum í krafti frændhygli og vinskapar í þágu flokksins.

Þessu verður að linna. Þetta er ógeðslegur flokkur í ógeðslegu samfélagi og eina leiðin til þess að lækna okkur er að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rífa Valhöll, slíta hana og flokkinn af þjóðarlíkamanum eins og kartnögl, skemmda tönn eða æxli. Þótt það kosti þjáningar stutta stund þá er það óhjákvæmileg hreinsun. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Ráðherra umhverfismála segir aðkomu náttúruverndarsamtaka að starfshópum tryggða
Fréttir

Ráð­herra um­hverf­is­mála seg­ir að­komu nátt­úru­vernd­ar­sam­taka að starfs­hóp­um tryggða

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­ið seg­ir út­tekt Heim­ild­ar­inn­ar á skip­un starfs­hópa sýna „tak­mark­aða og af­ar skakka mynd“. Starfs­hóp­um ber að hafa sam­band við hag­að­ila og því sé að­koma nátt­úru­vernd­ar­sam­taka tryggð. Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar gef­ur lít­ið fyr­ir svör ráðu­neyt­is­ins.
Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í
Rannsókn

Móð­ur­hlut­verk­ið stofn­un sem ung­ar kon­ur vilja síð­ur ganga inn í

Sunna Krist­ín Sím­on­ar­dótt­ir, nýdoktor í fé­lags­fræði, seg­ir að femín­ism­inn eigi enn eft­ir að gera upp móð­ur­hlut­verk­ið, kröf­urn­ar sem gerð­ar séu til mæðra í dag séu í raun bak­slag við rétt­inda­bar­áttu kvenna. Ný rann­sókn Sunnu sýn­ir hvernig þess­ar kröf­ur stuðla að lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni á Ís­landi.
Tilvistarkreppa
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

Til­vist­ar­kreppa

Emm­anu­el Macron vildi sig­ur Úkraínu­manna en án þess þó að Rúss­ar töp­uðu, var sagt í frönsk­um fjöl­miðl­um.
Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni
Skýring

Not­end­ur sam­fé­lags­miðla hvatt­ir til að nota syk­ur­sýk­is­lyf í megr­un­ar­skyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.
Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Fréttir

Tel­ur þörf á póli­tísku sam­tali um birt­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“
Vinir skipta sköpum fyrir hamingju okkar
Ingrid Kuhlman
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Vin­ir skipta sköp­um fyr­ir ham­ingju okk­ar

Al­þjóða­dag­ur ham­ingju er hald­inn há­tíð­leg­ur í dag, mánu­dag­inn 20. mars. Með­fylgj­andi er grein um vináttu en hún spil­ar stór­an þátt í ham­ingju og vellíð­an okk­ar.
Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
Fréttir

Segja vinnu­brögð lög­reglu hafa ein­kennst af van­þekk­ingu og van­virð­ingu

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.
Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum
Fréttir

Ekki sett af stað vinnu við til­raun­ir með hug­víkk­andi efni á föng­um

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.
Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Fréttir

Rio Tinto greið­ir millj­arða­sekt vegna mútu­brota

Rio Tinto sam­þykkti að greiða jafn­virði 2,2 millj­arða króna í sekt.
Ég tala oft um að missa vitið við þessar aðstæður
Viðtal

Ég tala oft um að missa vit­ið við þess­ar að­stæð­ur

Elva Björk Ág­ústs­dótt­ir sál­fræði­kenn­ari seg­ir að næst­um all­ir gangi í gegn­um ástarsorg ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni, svo sem á unglings­ár­un­um eða á full­orð­ins­ár­un­um. Eða bæði. Og hún hef­ur reynslu af því.
Netsvikarar höfðu 372 milljónir af Íslendingum í fyrra: Einn tapaði 80 milljónum
Fréttir

Netsvik­ar­ar höfðu 372 millj­ón­ir af Ís­lend­ing­um í fyrra: Einn tap­aði 80 millj­ón­um

Lög­regl­unni bár­ust 119 til­kynn­ing­ar um netsvik í fyrra. Fjár­hæð svik­anna nem­ur rúm­um 372 millj­ón­um króna. Eitt mál sker sig úr þar sem netsvik­ar­ar höfðu 80 millj­ón­ir af ein­um ein­stak­lingi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.