Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Mikill órói á vinnumarkaði

Mikill órói á vinnumarkaði

Verkalýðsfélögin fóru í síðustu kjaraviðræðum fram á 20% launahækkun og efsta lag samfélagsins með stjórnmálamenn fremsta í fylkingu supu þá hveljur yfir ábyrgðarleysi launamanna og drógu upp skuggalegar myndir ef launamenn myndu með óbilgirni lemja í gegn þessar kröfur. Þá myndi bresta hér á ofurverðbólga með hruni krónunnar sem drægi kaupmátt niður í svaðið. Óábyrgar athafnir launamanna yrðu til þess að íslenskt samfélag hryndi.

En svo liðu nokkrir mánuðir og kjararáð smíðaði viðmiðanir, sem reyndar engin skilur, og úthlutaði þingheim á þeim grundvelli 47% launahækkunum. Launakjör í efstu lögum samfélagsins fylgdu þingfararkaupi að venju, en ekkert heyrðist frá þingmönnum og þaðan af síður Seðlabanka um að hér væri óvarlega farið. Ekki múkk.

Stjórnarformaður kjararáðs og Landsvirkjunar ákvað þá að hækka laun efsta lags Landsvirkjunar og eigin laun um leið um 49%. Og ekkert heyrðist frá þingmönnum.

Nú er komið upp á yfirborðið að þingheimur hafi nýt sér aðstöðu sína til þess að úthluta sér sjálftöku úr ríkissjóð með allt öðrum reglum hvað varðar skattauppgjör og ferðabónusa en aðrir launamenn búa við.

Það er ljóst að út þetta ár mun mikil upplausn ríkja á vinnumarkaði og það mun verða þung undiralda. Þeir hópar sem hafa aðstöðu til munu þvinga fram launaskrið á meðan lægstu lögin á vinnumarkaði sitja eftir, sem og lífeyrisþegar og öryrkjar.

Virðing Alþingis fer lágt, já meir að segja þrátt fyrir að þingheimur hafi sett saman nefnd úr eigin hóp til þess að smíða traust meðal almennings á Alþingi!

Íslenska krónan hefur verið nýtt til þess að rýra kaupmátt launafólks til áratuga. Hún er hárbeitt tæki til að halda kaupmætti niðri en útflutningstekjum uppi. Landbúnaðurinn hagnast einnig á lágu gengi. Aðalleikandinn í höfrungahlaupi launaþróunar er krónan.

Algengt viðmið tiltekinna launahópa er að viðkomandi hópur sé með mjög lág laun í alþjóðlegu samhengi (hér má t.d. vísa il síðustu kjarabaráttu lækna) og það kallaði á mikla launahækkun, annars flytji viðkomandi af landi brott. Þegar samið var við lækna, eftir verkfall og hörð átök, kostaði dollarinn um 140 kr. Núna kostar hann 100 kr.

Vinnubrögð Kjararáðs byggja á framangreindu og reiknað út launahækkun efsta lagsins í prósentum. Stjórnandi hjá ríkinu fékk þannig eftir ákvörðun kjararáðs þrefalt meira en fólkið á gólfinu.

Og svo kom fjármálaráðherra fram að sagði að íslenskir launamenn hefðu það að meðaltali mjög gott. Það er rétt, en það segir hins vegar ekkert um stöðu þeirra sem minnst mega sín á vinnumarkaði. 

Efstu lögin hafa fengið 47% launahækkun ofan á 1.5 millj. kr. á mán. eða að meðaltali um 700 þús. kr. hækkun það lyftir meðaltali launahækkana myndarlega. Á meðan fólkið á lágmarkstöxtunum fá bráðlega 3% launahækkun ofan á sín 220 þús. kr. Þeas launahækkun t.d. fjármálaráðherra okkar + skattfrjálsum sporsluviðbótum eins og sér samsvarar væntanlegri heildarlaunahækkun 120 kvenna. Þannig virka meðaltalsútreikningar fjármálaráðherra og þeir segja okkur nákvæmlega ekkert um launaþróun í landinu.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.