Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Hvað er hálendisþjóðgarður?

Hvað er hálendisþjóðgarður?

"Hálendi Íslands er mesta auðlind Íslands, hvernig sem á það er litið," sagði Páll heitinn Skúlason fyrrv. háskólarektor í náttúrupælingum sínum, "Við höfum stundum farið offari í því að umskapa og breyta náttúrunni og við ættum að fara mun varlegar í umgengni við náttúruna, t.d. virkjanaframkvæmdir. Okkar mikilvægasta auðlegð eru víðernin en lítið þarf til að spilla þeim."

Hér á landi eru sex votlendissvæði sem njóta alþjóðlegrar verndar samkvæmt hinum svokallaða Ramsársáttmála þar sem 179 aðildarríki skuldbundu sig til þess að hlúa að og vernda þau votlendissvæði sem teljast mikilvæg á heimsmælikvarða. Þrjú slík svæði eru hér á landi. Snæfells- og Eyjabakkasvæðið, Guðlaugstungur og svo Þjórsárver. Innan þessara svæða eru merkustu rústa- og sífrerasvæði landsins, en lífríki þeirra er einstakt á heimsvísu.

Á hálendinu eru samankomin tíu mestu lindasvæði landsins og sex þeirra eru þau stærstu í heimi. Þau spanna stóran hluta af hálendinu og landsmenn hvers tíma bera ábyrgð á að þau séu varðveitt til allrar framtíðar. Í hreinu vatni eru án nokkurs vafa að finna mestu verðmæti hálendisins til framtíðar og reyndar barna og barnabarna okkar.

Umferð um hálendið þrýstir á þjóðarsátt um miðhálendisþjóðgarð. Markmiðum um verndun og nýting miðhálendisins verður einungis náð með skipulagslegri heild. Reynsla af Vatnajökulsþjóðgarðs sýnir fram á að í þjóðgarð felast mikil tækifæri til uppbyggingar og atvinnuþróunar nærsveitarfélaga.

Þar ekki verið að tala um að gjörbreyta núverandi nýtingu hálendisins. Í vel þekktum þjóðgjörðum eins og t.d. í Skotlandi, Finnlandi og Noregi eru margskonar mannvirki bújarðir, vegir, brýr, hótel, tjaldsvæði, göngustígar og já jafnvel virkjanir og fjölmörg þorp. Starfsmenn og stjórnendur þeirra hafa komið hingað og flutt erindi á ráðstefnum þar sem þeir hafa sýnt fram á að stærsti kostur þjóðgarða sé vel unnið heildarskipulag á tilteknum svæðum.

Meginmarkmið okkar er að koma í veg fyrir að fámennir hópar, eða jafnvel einstaklingar getið tekið ákvarðanir um framkvæmdir sem skaða náttúruauðæfi á stórum svæðum. Við okkur Íslendingum blasir einmitt núna þessi staða og í mörgum tilfellum er þar um að ræða náttúruauðæfi á stórum svæðum eins og rakið er hér ofar.

Við okkur Íslendingum blasir þessi staða og í mörgum tilfellum eru það erlendir auðjöfrar sem eru komnir í þá stöðu að geta tekið þessar ákvarðanir án samráðs við okkur sem búum hér. 

Hálendisþjóðgarður mun ekki festa í sessi örfoka land, eins og sumir halda fram. Það gerir hinsvegar auðveldara að taka höndum saman um að græða upp landið innan þjóðgarðsins og endurheimta gróðurþekjuna, sem er sannarlega eitt mikilvægasta verkefni okkar í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Þar ekki verið að ræða um að banna sauðfjárbeit eða veiðar, skynsamasta leiðin sem við okkur blasir hvað varðar hálendið er skipulagsleg heild og þjóðarsátt um rammann um vernd svæðisins. Tenging við heimamenn er grundvallaratriði í samfélagslegu samhengi í sjálfbærri atvinnuþróun og nýtingu framtíðarverðmæta.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni