Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Friends á Alþingi

Friends á Alþingi

Allir í heiminum hafa á einhverjum tímapunkti velt fyrir sér við hvaða íslenska stjórnmálaflokk vinirnir í sjónvarpsþáttunum Friends samsama sér. Enginn hefur hins vegar komið upp með fullkomið svar við þessari áleitnu spurningu.

Fyrr en núna!

Eftir þrotlausar rannsóknir í æsilegu kappi við tímann (því Friends fara af Netflix um áramótin) liggja óvéfengjanlegar og afar vísindalegar niðurstöður fyrir. Það er gaman að horfa á Friends, en hræðileg sjálfstortíming að hugsa um íslensk stjórnmál. Því eru kjósendur beðnir um að kjósa héðan í frá eftir tilfinningu fyrir persónunum í Friends, því það kemur í ljós fullkomin samsvörunin milli persóna þáttanna og íslenskra stjórnmálaflokka.

Sem sagt - bless við málþóf, málskrúð og málamiðlanir og halló vinátta og óhemju lifandis býsn af kynferðislega hlöðnu gríni.

Þeir sem ekki þekkja Friends eru beðnir um að spyrja barnabörnin sín út í málið.

  Stjórnmálaflokkur Friends týpa Útskýring
Sjálfstæðisflokkurinn Joey Algerlega sjálflægur. Allir virðast samt fyrirgefa honum allt, svo lengi sem hann setur upp hvolpsaugun. Er búinn að prófa að vera með öllum. Frelsið skiptir hann öllu máli, en hann gerir sér engan vegin grein fyrir afleiðingum sjálfselskunnar.
Framsóknarflokkurinn Phoebe Buffet Alltaf úr takti. Alltaf lamandi hallærisleg, en soldið sjarmerandi stundum. Passar alls staðar inn í og hvergi. Aðallega hvergi. Yfirleitt tekur maður ekkert eftir henni, en svo gerir hún eitthvað svo rosalega úr takti að maður tekur andköf. Stendur í þeirri trú að hún sé hæfileikarík.
Vinstrihreyfingin - Grænt framboð Chandler Besti vinur Joey og ver allt sem hann gerir, bókstaflega fram í rauðan dauðann. Er alltaf að reyna að vera í einhverju liði, passa inn, en mistekst alltaf. Varnarmekanisminn felst í því að bulla.
Samfylkingin Rachel Smart. Rosalega smart. Var ég búinn að segja smart? Skilgetið afkvæmi miðstéttarinnar. Átti í hörmulegu sambandi við Joey. Skotin í Ross.
Píratar Ross Nörd. Er alltaf svolítið skrýtinn í hópi venjulegs fólks. Getur verið alveg óbærilega leiðinlegur þegar hann hefur rétt fyrir sér. Skotinn í Rachel.
Viðreisn Monica Allt þarf að ganga upp - stærðfræðilega rétt planað. Reynir að virka létt og leikandi, en það er bara pínlegt. Stærðfræðingar eru ekki lús á því, sama hvað þeir reyna. Engin tilviljun að Ross og Monica eru systkini - bæði nördar.
Flokkur Fólksins Janice Góðhjörtuð dramadrottning - en alveg frámunalega hávaðasöm og pirrandi. Ó. Mæ. God. Helst illa á karlmönnum.
Miðflokkurinn Ursula Buffet Hinn illi tvíburi Phoebe Buffet. Frekari útskýring óþörf.
Sósíalistaflokkurinn Ugly naked guy Miðlarnir reyna að sýna hann aldrei. Vinirnir snerta hann ekki nema með risastóru priki. Engu að síður er borin fyrir honum óttablandin virðing, en er hann lifandi eða dauður? Er hann goðsögn?

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.