Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Nýju stjórnmál keisarans

Mikið er talað þessa mánuðina um að stjórnmálin verði að breytast. Allir stjórnmálaskörungar hefðbundnu flokkana fullyrða þetta og fjölmiðlar og stjórnmálafræðingar taka undir. Margir úr framvarðarsveit Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Ben, Ólöf Nordal, Hanna Birna og líka reyndar Þorgerður Katrín tala um þetta, Katrín Jakobsdóttir talaði um þetta hjá Gísla Marteini í gær, Árni Páll getur ekki hætt að tala um þetta, Guðmundur Steingrímsson talaði um þetta og taldi sig, að manni sýndist, vera breytinguna. Framsókn talar svo bara um eitthvað sem enginn skilur.

Nánast allir vísa hins vegar til Pírata sem fyrirmynd breytinganna. Reyndar tala þau flest frekar góðlátlega niður til þeirra og finnst þetta greinilega allt mjög óþægilegt, en koma auga á að þarna er eitthvað sem kjósendum þykir eftirsóknarvert, og þar með nauðsynlegt fyrir þau að taka upp, vilji þau halda störfum sínum. Píratar hafa fyrir sitt leyti iðkað önnur vinnubrögð en gömlu flokkarnir og lagt áherslu á beint lýðræði, nýja stjórnarskrá og opna og gagnsæja stjórnsýslu.

Því er upplagt að líta til þess sem flokkarnir hafa gert til að svara þessu háværa kalli kjósenda:

Sjálfstæðisflokkurinn
Beint lýðræði: Ekkert.
Nýja stjórnarskráin: Staðið í vegi fyrir
Opin og gagnsæ stjórnsýsla: Ekkert

Framsóknarflokkurinn
Beint lýðræði: Ekkert.
Nýja stjórnarskráin: Staðið í vegi fyrir
Opin og gagnsæ stjórnsýsla: Ekkert

Samfylkingin
Beint lýðræði: Ekkert.
Nýja stjórnarskráin: Stóðu að gerð hennar, hættu svo við
Opin og gagnsæ stjórnsýsla: Ekkert 

Vinstri Grænir
Beint lýðræði: Breytingar á sveitastjórnarlögum (óbindandi kosningar með háum þröskuldum)
Nýja stjórnarskráin: Stóðu að gerð hennar, hættu svo við
Opin og gagnsæ stjórnsýsla: Ekkert

Björt framtíð
Beint lýðræði: Ekkert.
Nýja stjórnarskráin: Standa nú með niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar (ályktun sl. aðalfundar), sögðu áður það sem hentaði hverju sinni.
Opin og gagnsæ stjórnsýsla: Ekkert 

Björt framtíð er þó vitanlega nýr flokkur og í stjórnarandstöðu og því illa hægt að fetta fingur út í þau að þessu leyti. Nú hafa þau líka endurnýjað forystu sína með fólki sem dranglast ekki með sögu aðgerðarleysis á þingi í farteskinu og því vissar vonir hægt að binda við þau. 

Aðrir flokkar hafa hins vegar ekki enn hafið ferðalagið átt að þeim breytingum sem talsmenn þeirra tala svo gáfulega um í sjónvarpi og blöðum. Það er heldur ekki að sjá að þau sem talað er við telji að þau persónulega þurfi að breyta einhverju hjá sér, heldur er það annað hvort "flokkurinn" eða "stjórnmálin" sem þurfa að breytast. Það þurfi að "leita leiða til að stefnumál flokksins nái betur eyrum kjósenda". Þetta snýst sem sagt ekki um að gera eitthvað öðru vísi, heldur að tala hærra... svolítið eins og þegar íslendingar fara í skemmtiferðir á sólarströnd og hrópa "einn tvöfaldan brennivín í kók" á barþjóna.

Það bendir sem sagt ekki margt til þess að stjórnmál í gömlu flokkunum á Íslandi sé að breytast. Það má leiða að því líkum að þeir tali svona fagurlega fram að næstu kosningum, og fram yfir þær, en það virðist vera að kjósendur séu nú búnir að uppgötva að fagurgali er merkingarlaus í stjórnmálum - nú skulu það vera verkin sem tala.

Internetið sér svo til þess að allir sem vilja sjá nekt þessara íslensku keisara þurfa ekki annað en að gúgla hana. Og viti menn - nekt íslenskra stjórnmálamanna hvað varðar umbætur í eigin ranni er eins áberandi og önnur nekt á internetinu. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.