Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ísland fyrir Windows 98

Stjórnmál frá sjónarhorni tölvunarfræðings

Nú eru að koma kosningar. Flokkar gera sig yndislega fyrir kjósendum sínum og frambjóðendur strá þokkafullt um sig sínum björtustu árum. Kjósendur virðast hins vegar vera frekar ringlaðir á þessari nýtilkomnu ástleitni, sem helst minnir á hraðstefnumót eða skyndikynni.

Við tölvunarfræðingar erum ekkert öðruvísi með þetta en annað fólk og reynum eftir fremsta megni að sjá muninn á loforðum sem eru sett fram í þessum tryllingslega ástrarbríma og loforða með einhverju innihaldi. Þá fer maður að rembast að setja sig í stellingar og grípa til eigin faglegrar reynslu og reynir að bera hana saman við það sem er í gangi hjá þeim sem nú reyna að ný í atkvæðið manns.

Fyrsta niðurstaðan er til allrar óhamingju að það er ekki hægt að bera þetta saman. Það er nefnilega þannig að til þess að tölvunarfræðingar geti byrjað að búa til forrit til að leysa eitthvað vandamál þurfa allskonar hlutir að vera til staðar - og eitt af því mikilvægasta er stýrikerfið á tölvunni sem maður ætlar að keyra forritið á. Að vera án þess er eins og að reyna að moka skurð á yfirborð Þingvallavatns- maður þarf ekki að moka lengi til að finna út að það er sama hvað maður mokar fljótt og vel, það ónýtist strax. Stýrikerfið okkar er stjórnarskráin. Hún er eldgömul. Og dönsk. Og samin fyrir konungsríki af gömlum kallfauskum. Og algerlega óskiljanleg. En svolítið eins og Windows 98 - fín á sínum tíma, en munurinn er bara sá að annað byrjaði að úreldast árið 1998, en hitt árið 1874. Þú mátt giska hvort.

Ég er til dæmis svolítið hræddur um að ekki færi vel ef ég mætti á fund með viðskiptavini og tilkynnti digurbarkalega að ég ætlað að forrita nýja fjárhagskerfið hans ofan á Windows 98 - af því það hafi nú reynst svo vel. Það hefði nú verið óðagot hjá Microsoft að vaða í þetta XP dót og ég tæki nú ekki þátt í svoleiðis hroðvirkni. Miklu nær hefði verið að endurskrifa Windows 98 smám saman. Taka til dæmis Paint vel í gegn áður en ráðist væri í að bæta skjástýringuna. Aldrei verið alveg sáttur við grófa pensilinn í Paint. Allt of grófur. En af einhverjum ástæðum finnast stjórnvöldum hér það vera ábyrg aðferð að draga lappirnar með þetta - þeira eigin starfslýsingu… og þar stoppa ég svolítið. Finnst eins og það sé verið að svindla á mér.

Það er meira að segja búið að skrifa nýja stýrikerfið og fólkið í landinu er búið að biðja um uppfærslu á tölvunni sinni! Kerfisstjórarnir eru hins vegar í fýlu og vilja ekki fara í vinnuna við að uppfæra. Nenna varla að opna kassann. Á síðasta kerfisstjórafundi var ákveðið að uppfæra ekki næstu fjögur árin. FJÖGUR ÁRIN! Pælið í því. Tveir kerfisstjórarnir voru reyndar með múður - vildu bara uppfæra eins fljótt og hægt væri, en hinum fannst þeir bara vera ógeðslega leiðinlegir. Þeir væru nú stjórarnir og réðu. Svo hlógu ístrurnar þeirra og þeir fengu sér meira vínarbrauð og mjólkurkaffi.

Dæs.

Ég ætla alla vega að kjósa einn af þessum tveimur sem vildu uppfæra. Nenni ekki að vera á Windows 98 lengur. Finnst það eiginlega bara móðgun. En best samt að hlusta á kerfisstjórana tala í sjónvarpinu um glimmer og gloss og nýjustu tegundir af glassúrsmöri og æðisgengnustu galdrapeningavélarnar, svitnandi í níðþrönga kosningaleðurdressinu sínu svo svitinn perlar af enninu af þeim. Ég veit það bara að daginn eftir kosninganóttina fara þeir aftur í þægilega jogginggallann og halda áfram að viðhalda Windowsinu sínu gamla kæra. Þeir eru nefnilega þeir einu sem kunna á það og enginn skal koma með eitthvað nýmóðins á þeirra vakt sem þeir hafa enga stjórn á.

Þeir eru sannkallaðir riddarar fortíðarinnar. Staðnaðir í gömlu stýrikerfi á meðan heimurinn þýtur framhjá - og við sitjum uppi með þá og þeirra gamla drasl.

Hjálp!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.