Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Arnarhóll slær í gegn!

Arnarhóll slær í gegn!

Varla hefur farið framhjá neinum Íslendingi sá ótrúlegi árangur sem karlalandsliðið í knattspyrnu náði á dögunum í Frakklandi en þar með náðu strákarnir að leika eftir glæsilegan árangur kvennalandsliðsins.

Auk þess sem knattspyrnuafrekin náðu að vekja athygli innanlands vakti stemningin meðal íslenskra stuðningsmanna á Arnarhóli ekki síður athygli utan landsteinanna.



Bandaríska tímaritið Time gerði stemningunni á Arnarhóli góð skil líkt og BBC í Bretlandi.




Fregnir af fjöri á Arnarhóli skiluðu sér einnig allt austur til Bjarmalands þar sem Russia Today sýndi frá okkar samheldnu stuðningsmannasveit.

 
Bandaríkjamenn létu ekki sitt eftir liggja enda var fjallað um viðburðinn á Arnarhóli á vefsíðu Sports Illustrated.



Gabrielle Tétrault-Farber

Svisslendingar gerðu ekki gott mót í Frakklandi en voru þó einnig upprifnir af þeirri stemningu sem skapaðist meðal heimamanna í Reykjavík.



Brynjar Gunnarsson

Og að sjálfsögðu frændur vorir Danir sem því miður tóku ekki einu sinni þátt í mótinu samglöddust sinni fornu nýlenduþjóð.Ólafur Steinar Gestsson


Eins og sjá má hefur stemningin á Arnarhóli þar sem Reykjavík skartaði sínu allra fegursta vakið heimsathygli.

Það er skemmtilegt að sjá Ísland sem og höfuðborgina okkar birtast heimsbyggðinni í björtum ljóma miðnætursólarinnar.

Takk kærlega fyrir mig strákar,
Áfram Ísland!


Forsíðumynd Stefán Pálsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni