Aðili

Útlendingastofnun

Greinar

Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt
Fréttir

Út­lend­inga­stofn­un kom í veg fyr­ir að Al­þingi gæti veitt rík­is­borg­ara­rétt

Út­lend­inga­stofn­un skil­aði þing­nefnd ekki um­sókn­um fólks sem sótti um veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar með lög­um. Um­sókn­ar­frest­ur þar um rann út 1. októ­ber og stofn­un­in hef­ur því haft hátt í þrjá mán­uði til að sinna skyld­um sín­um. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, seg­ir stofn­un­ina brjóta lög. Óboð­legt sé að und­ir­stofn­un komi í veg fyr­ir að Al­þingi sinni laga­legri skyldu sinni.
Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum
Fréttir

Eng­ar ráð­staf­an­ir gerð­ar fyr­ir fylgd­ar­laus börn á jól­un­um

Eng­ar sér­stak­ar ráð­staf­an­ir eru gerð­ar fyr­ir þau fylgd­ar­lausu börn sem dvelja í bú­setu­úr­ræði Út­lend­inga­stofn­unn­ar fyr­ir jól­in. Þetta stað­fest­ir upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar. Í svör­um frá stofn­un­inni seg­ir að börn­in fái des­em­berupp­bót upp á 5 þús­und krón­ur. Flest þess­ara barna þurfa að und­ir­gang­ast ald­urs­grein­ingu og sá sem fram­kvæm­ir hana fær 260 þús­und krón­ur fyr­ir hverja grein­ingu.
„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
Fréttir

„Ómann­eskju­legt“ ferli að verða rík­is­borg­ari eft­ir að hafa bú­ið sex­tán ár á Ís­landi

Af­greiðsla Út­lend­inga­stofn­un­ar á um­sókn Robyn Mitchell um rík­is­borg­ara­rétt tók 20 mán­uði. Stofn­un­in krafð­ist þess með­al ann­ars að hún legði fram yf­ir­lit yf­ir banka­færsl­ur sín­ar, fram­vís­aði flug­mið­um og sendi sam­fé­lags­miðla­færsl­ur síð­ustu fimm ára til að færa sönn­ur á að hún hefði ver­ið hér á landi. „Þessi stofn­un er eins ómann­eskju­leg og hægt er að hugsa sér,“ seg­ir hún.
Bréf til ráðherra: „Bjargið Uhunoma“
Aðsent

Bréf til ráð­herra: „Bjarg­ið Uhunoma“

Synj­un um al­þjóð­lega vernd var stað­fest á föstu­dag og nú skrifa vin­ir Níg­er­íu­manns­ins Uhunoma Osayomore bréf „með von í hjarta“ þar sem þeir skora á dóms­mála­ráð­herra, for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn­ina alla að veita hon­um land­vist­ar­leyfi hér á landi. Áfall­ið við úr­skurð nefnd­ar­inn­ar varð til þess að leggja þurfti Uhunoma inn á bráða­geð­deild um helg­ina.
„Óhugnanlegt að búa í landi þar sem hagsmunir barna vega ekki meira“
Fréttir

„Óhugn­an­legt að búa í landi þar sem hags­mun­ir barna vega ekki meira“

Að óbreyttu verð­ur fjög­urra manna fjöl­skyldu, hjón og tvær dæt­ur, sem bú­ið hef­ur hér í tæp sjö ár vís­að úr landi. Dæt­urn­ar, sem eru sex og þriggja ára, eru fædd­ar hér og upp­al­d­ar. Brynja Björg Kristjáns­dótt­ir, sem kynnt­ist eldri stúlk­unni á leik­skól­an­um Lang­holti, seg­ir að það sé óhugn­an­legt að búa í slíku þjóð­fé­lagi.

Mest lesið undanfarið ár