Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill stöðva uppbyggingu meirihlutans við Stekkjarbakka. Sem stjórnarmaður í Fylki vildi hann afgirta aðstöðu fyrir íþróttafélagið í Elliðaárdal. „Pólitík er skrýtin,“ segir Gísli Marteinn Baldursson.
FréttirUmferðarmenning
Vilja minnka hlut einkabílsins og fækka banaslysum í núll
Breytingar við aðalskipulag Reykjavíkur munu þétta byggð við stöðvar Borgarlínu. Loftslagsmál eru í fyrirrúmi og einkabíllinn verður í síðasta sæti í forgangsröðun samgangna.
FréttirLoftslagsbreytingar
Staðsetning Vínbúða vinni gegn loftslagsstefnu stjórnvalda
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að staðsetning verslana ÁTVR sé í samræmi við markmið sveitarstjórna í umhverfis- og skipulagsmálum. Vínbúð í Garðabæ var flutt úr miðbæ í útjaðar. Málið hefur fengið meiri umræðu á samfélagsmiðlinum Twitter en á Alþingi.
Fréttir
Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið
Trúnaðarákvæði í samningum Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps vegna umskipunarhafnar í Finnafirði hindrar að þeir verði gerðir opinberir. Sveitarfélögin eru minnihlutaeigendur að þróunarfélagi og bandarískur fjárfestir með sérþekkingu á Norðurslóðum kemur líklega inn í næsta skrefi. Norskir aðilar í laxeldi horfa til svæðisins.
Fréttir
Undirrita samninga um Finnafjarðarhöfn
Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps undirrita á morgun samninga við Bremenports og verkfræðistofuna Eflu um næstu skref við gerð umskipunarhafnar í Finnafirði.
Fréttir
Fjarlægja stæðin sem hylja verk Gerðar
Borgin hefur samþykkt að fjarlægja bílastæði við Tollhúsið svo listaverk Gerðar Helgadóttur verði sýnilegra.
Fréttir
Heimila byggingu „aukaíbúða“ um alla borg
Reykjavíkurborg hyggst breyta hverfisskipulagi í Ártúnsholti, Árbæ og Selási og leyfa aukaíbúðir í sérbýlum. Sömu breytingar verða gerðar um alla borg og byggð þannig þétt, segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi.
Fréttir
Ákveðið í janúar hvort fjárfestar komi að þróun hafnar í Finnafirði
Áætlanir um umskipunarhöfn í Finnafirði á Norðausturlandi eru komnar á skrið og gæti höfnin farið í notkun 2025. Þýska fyrirtækið Bremenports mun eiga meirihluta í þróunarfélagi og fjárfestir kemur inn á næsta stigi. Starfshópur stjórnvalda metur nú hvort halda eigi áfram.
Fréttir
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu
Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir lögðust ekki gegn Borgarlínu eins og félagar þeirra í Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn í gær. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vildi vísa málinu frá.
FréttirAuðmenn
Stofna félög vegna umskipunarhafnar í Finnafirði
Sveitarfélög og framkvæmdaaðilar taka nú skref í áframhaldandi þróun umskipunarhafnar í Finnafirði, í nágrenni við svæði þar sem breskur auðmaður sankar að sér jörðum. Höfnin mundi þjónusta sjóflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað, en landeigendur eru misánægðir. Sveitarstjóri segir ekkert benda til þess að auðmenn sem keypt hafa upp nálægar jarðir tengist verkefninu.
ÚttektAuðmenn
Sviðin jörð ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Austurlandi
James Ratcliffe á stórfyrirtækið Ineos og vill bora eftir gasi í Skotlandi. Í krafti auðs síns hefur hann fengið sitt fram gagnvart stjórnvöldum og stéttarfélögum. Hann og viðskiptafélagar hans hafa eignast tugi jarða á Norðausturlandi við laxveiðiár, um 1% alls íslensks lands. Landeigandi segir þá hóta sér og krefst afsökunarbeiðni.
FréttirSveitastjórnarmál
Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“
Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill „rýmka vegakerfið“ á helstu umferðargötum borgarinnar og draga úr þéttingu byggðar, þvert á stefnu flokksins í nýafstöðnum kosningum. Þetta kemur fram í nýju hverfisblaði sem er ritstýrt af félagi Sjálfstæðismanna, en ekkert stendur um tengslin á vefsíðu þess.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.