Aðili

Róbert Wessmann

Greinar

Töpuðu 70 milljörðum en borguðu forstjóranum 300 milljónir í laun og starfslokakostnað
Greining

Töp­uðu 70 millj­örð­um en borg­uðu for­stjór­an­um 300 millj­ón­ir í laun og starfs­loka­kostn­að

Al­votech tap­aði næst­um 70 millj­örð­um króna í fyrra og átti laust fé upp á 9,5 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Ís­lensk­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars líf­eyr­is­sjóð­ir, keyptu í fé­lag­inu fyrr á þessu ári. Stjórn­un­ar­kostn­að­ur Al­votech á ár­inu 2022 var 25,3 millj­arð­ar króna í fyrra en tekj­ur fé­lags­ins voru 11,5 millj­arð­ar króna. Þær dugðu því fyr­ir tæp­lega helm­ingn­um af stjórn­un­ar­kostn­að­in­um. Ró­bert Wessman fékk 100 millj­ón­ir króna í laun sem stjórn­ar­formað­ur.
Róbert dregur úr ábyrgð sinni: Seldu hlutfallslega mest af ópíóðum þegar hann var forstjóri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Ró­bert dreg­ur úr ábyrgð sinni: Seldu hlut­falls­lega mest af ópíóð­um þeg­ar hann var for­stjóri

Fyrr­ver­andi for­stjóri Acta­vis, Ró­bert Wessman, seg­ir að hann hafi ætíð haft það að leið­ar­ljósi sem lyfja­for­stjóri að bæta líf fólks. Hann vill meina að stefna Acta­vis í sölu á ópíóð­um í Banda­ríkj­un­um hafi breyst eft­ir að hann hætti hjá fé­lag­inu. Markaðs­hlut­deild Acta­vis á landsvísu í Banda­ríkj­un­um var hins veg­ar mest ár­ið 2007, 38.1 pró­sent á landsvísu, þeg­ar Ró­bert var enn for­stjóri fé­lags­ins.
Svona græddi Actavis á ópíóðafaraldrinum
ÚttektStórveldi sársaukans

Svona græddi Acta­vis á ópíóðafar­aldr­in­um

Acta­vis seldi 32 millj­arða taflna af morfín­lyfj­um í Banda­ríkj­un­um 2006 til 2012, og var næst­stærsti selj­andi slíkra lyfja á með­an notk­un slíkra lyfja varð að far­aldri í land­inu. Fyr­ir­tæk­inu var stýrt af Ró­berti Wessman hluta tím­ans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar all­an tím­ann. Acta­vis hef­ur nú sam­þykkt að greiða skaða­bæt­ur vegna ábyrgð­ar sinn­ar á morfín­far­aldr­in­um í Banda­ríkj­un­um en fyrr­ver­andi stjórn­end­ur fé­lags­ins við­ur­kenna ekki ábyrgð á þætti Acta­vis.
Sænskur læknir telur Róbert hafa farið á bak við sig og selt eignir til skattaskjólsins Jersey án síns leyfis
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Sænsk­ur lækn­ir tel­ur Ró­bert hafa far­ið á bak við sig og selt eign­ir til skatta­skjóls­ins Jers­ey án síns leyf­is

Sænski þvag­færa­skurð­lækn­ir­inn Essam Man­sour fjár­festi fyr­ir rúm­lega 60 millj­ón­ir króna í sænsku móð­ur­fé­lagi lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Al­vo­gen ár­ið 2009. Hann seg­ist hafa ver­ið úti­lok­að­ur frá að­komu að fé­lag­inu frá því að hann fjár­festi í því og starfs­mað­ur Ró­berts Wessman hafi kom­ið fram fyr­ir hans hönd á fund­um fé­lags­ins án hans um­boðs. Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Ró­berts neit­ar ásök­un­um Essams Man­sour.
Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Bara einn borg­ar­full­trúi gagn­rýndi að fé­lag Ró­berts eign­að­ist lyfja­verk­smiðj­una: ,,Það spurði eng­inn neinna spurn­inga”

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í borg­ar­stjórn, gagn­rýndi að Reykja­vík­ur­borg heim­il­aði fé­lagi Al­vo­gen að færa skuld­ir á lóð sem borg­in hafði af­hent fé­lag­inu til ann­ars fé­lags. Með snún­ingn­um eign­að­ist fé­lag í eigu Ró­berts Wessman fast­eign sem ann­að fé­lag hafði feng­ið vil­yrði fyr­ir. Fast­eign­in gæti ver­ið um 20 millj­arða króna virði í dag.
Talsmenn Róberts tvísaga um verksmiðjuna í Vatnsmýrinni: Myljandi hagnaður á leigufélaginu
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Tals­menn Ró­berts tví­saga um verk­smiðj­una í Vatns­mýr­inni: Mylj­andi hagn­að­ur á leigu­fé­lag­inu

Starf­andi tals­menn fjár­fest­is­ins Ró­berts Wessman hafa orð­ið tví­saga í gegn­um ár­in um hvernig eign­ar­haldi lyfja­verk­smiðju Al­votech í Vatns­mýr­inni skyldi hátt­að. Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands af­hentu Al­votech lóð­ina und­ir fast­eign­ina ár­ið 2013 og var hvergi tal­að um það að Ró­bert skyldi eiga fast­eign­ina per­sónu­lega í gegn­um fé­lög.
Félag Róberts Wessman í Svíþjóð fjármagnaði 1.380 milljóna greiðsluna til Matthíasar Johannessen
Fréttir

Fé­lag Ró­berts Wessman í Sví­þjóð fjár­magn­aði 1.380 millj­óna greiðsl­una til Matth­ías­ar Johann­essen

Sænskt fé­lag í eigu Ró­berts Wessman í gegn­um sjóð á Jers­ey greiddi rúm­lega 1.380 millj­ón­ir króna til ís­lensks fé­lags sem svo greiddi pen­ing­ana til fyrr­ver­andi við­skipta­fé­laga hans. Upp­lýs­inga­full­trúi fjár­fest­ing­ar­fé­lags Ró­berts Wessman seg­ir að um lán hafi ver­ið að ræða.
Alvogenfélag Róberts greiddi 11,3 milljarða króna arð til félags í eigu sjóðs í skattaskjólinu Jersey
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­vo­genfé­lag Ró­berts greiddi 11,3 millj­arða króna arð til fé­lags í eigu sjóðs í skatta­skjól­inu Jers­ey

Sænskt eign­ar­halds­fé­lag sem held­ur ut­an um eign­ar­hluti Ró­berts Wessman fjár­fest­is í Al­vo­gen og Al­votech hef­ur greitt út veg­leg­an arð til hans þrátt fyr­ir botn­laus­an ta­prekst­ur fé­lag­anna. Skuld­ir við ól­til­greindra að­ila upp á millj­arða króna hafa einnig ver­ið af­skrif­að­ar í fé­lag­inu. Ró­bert stýr­ir fé­lög­um sem hafa feng­ið leyfi til að byggja tvær lyfja­verk­smiðj­ur í Vatns­mýr­inni og hef­ur sótt fé til ís­lenskra fjár­festa, með­al ann­ars líf­eyr­is­sjóðs.
Selur Alvogen kampavín sem heitir Wessman One: „Líta í raun á Róbert sem einskonar vörumerki“
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Sel­ur Al­vo­gen kampa­vín sem heit­ir Wessman One: „Líta í raun á Ró­bert sem einskon­ar vörumerki“

Tals­mað­ur Ró­berts Wessman seg­ir að arms­lengd­ar­sjón­ar­miða sé alltaf gætt í við­skipt­um hans við Al­vo­gen og Al­votech. Fé­lög Ró­berts leigja Al­votech íbúð­ir fyr­ir starfs­menn, eiga verk­smiðju Al­votech og selja frönsk vín sem Ró­bert fram­leið­ir til þeirra. Al­vo­gen fram­kvæmdi rann­sókn á starfs­hátt­um Ró­berts sem for­stjóra þar sem mögu­leg­ir hags­muna­árekstr­ar voru með­al ann­ars kann­að­ir.

Mest lesið undanfarið ár