Svæði

Reykjavík

Greinar

Kona lést eftir árás í Vesturbænum og tveir hafa verið handteknir
Fréttir

Kona lést eft­ir árás í Vest­ur­bæn­um og tveir hafa ver­ið hand­tekn­ir

Lög­regl­an í Reykja­vík rann­sak­ar and­lát konu við Haga­mel í Vest­ur­bæn­um fyrr í kvöld.  Tveir menn eru í haldi grun­að­ir vegna máls­ins. Tækni­deild lög­regl­unn­ar hef­ur ver­ið að störf­um inni á heim­il­inu fram á nótt.  Nán­ari frétt­ir verða sagð­ar þeg­ar þær ber­ast. Nærri vett­vangi­Lög­regl­an er að störf­um fram á nótt á vett­vangi árás­ar­inn­ar. Mynd: Pressphotos  
Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir
Viðtal

Hall­dór Auð­ar um kyn­ferð­isof­beld­ið: Sekt­in hellt­ist yf­ir

Hall­dór Auð­ar Svans­son, borg­ar­full­trúi Pírata, greindi í gær frá því að hann væri ger­andi í kyn­ferð­is­brota­mál­um. Hann út­skýr­ir hvað hann átti við, hvað hann gerði og hvernig sekt­ar­kennd­in hellt­ist yf­ir hann í kjöl­far­ið. Nú tek­ur hann ótta­laus á móti af­leið­ing­un­um. „Það er lið­ur í því að axla ábyrgð á sjálf­um sér að vera ekki hrædd­ur við af­leið­ing­ar eig­in gjörða.“
Júlíus Vífill svarar fyrir sig: Fjárkúgun og falsanir – leynipeningarnir eiga sig sjálfir
Spurt & svaraðPanamaskjölin

Júlí­us Víf­ill svar­ar fyr­ir sig: Fjár­kúg­un og fals­an­ir – leyni­pen­ing­arn­ir eiga sig sjálf­ir

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son svar­aði spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um fund sem hann átti, þar sem var lýst hvernig forð­ast ætti skatt­greiðsl­ur. Hann lýsti því að pen­ing­arn­ir í sjóði hans á af­l­ands­svæði ættu sig sjálf­ir. Hér­aðssak­sókn­ari rann­sak­ar nú þessi við­skipti vegna gruns um skattsvik og pen­inga­þvætti. Upp­taka af fund­in­um hef­ur ver­ið birt og er hún hluti rök­stuðn­ings hér­aðssak­sókn­ara fyr­ir því að Sig­urði G. Guð­jóns­syni er mein­að að vera lög­mað­ur Júlí­us­ar Víf­ils, vegna gruns um að­ild hans. Júlí­us Víf­ill sagði upp­tök­una vera fals­aða.
Leyniflétta Júlíusar Vífils rakin upp
RannsóknPanamaskjölin

Leyniflétta Júlí­us­ar Víf­ils rak­in upp

Borg­ar­full­trú­inn fyrr­ver­andi, Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, sem er til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara vegna „rök­studds gruns“ um stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti, sagði í sam­tali við Stund­ina að pen­ing­ar, sem hann geymdi á af­l­ands­svæði ættu sig sjálf­ir, og að upp­taka af sam­tali hans og Sig­urð­ar G. Guð­jóns­son­ar lög­manns, um hvernig forð­ast mætti að greiða skatt af þeim, væri föls­uð. Júlí­us Víf­ill hef­ur kom­ið með eng­ar eða vill­andi skýr­ing­ar, auk þess að neita að upp­lýsa um mál­ið.

Mest lesið undanfarið ár