Fréttamál

MeToo sögur um Jón Baldvin

Greinar

Jón Baldvin svarar í Silfrinu: Sviðsett veisla, öfgahópur í stríði gegn réttarríkinu og sjúkt hugarfar
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin

Jón Bald­vin svar­ar í Silfr­inu: Svið­sett veisla, öfga­hóp­ur í stríði gegn rétt­ar­rík­inu og sjúkt hug­ar­far

Fá­menn­ur hóp­ur öfga­manna hef­ur sagt rétt­ar­rík­inu stríð á hend­ur, að sögn Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, sem svar­aði fyr­ir ásak­an­ir þrett­án kvenna á hend­ur hon­um um kyn­ferð­is­lega áreitni í við­tali í Silfr­inu. Hann seg­ir veislu hafa ver­ið svið­setta á þaki húss til þess að styðja mál­stað dótt­ur hans, sem hann seg­ir glíma við „óra úr sjúku hug­ar­fari“.
Konur í þjónustustörfum lýsa hegðun Jóns Baldvins
Úttekt

Kon­ur í þjón­ustu­störf­um lýsa hegð­un Jóns Bald­vins

Stund­in birt­ir frá­sagn­ir kvenna sem lýsa því að Jón Bald­vin Hanni­bals­son hafi áreitt þær eða sam­starfs­menn sína kyn­ferð­is­lega. Kon­urn­ar voru all­ar í þeim að­stæð­um að veita hon­um þjón­ustu á veit­inga­stöð­um, sam­kom­um eða við önn­ur af­greiðslu­störf. Vilja þær styðja við þær sjö kon­ur sem þeg­ar hafa stig­ið fram und­ir nafni.
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
Fréttir

Jón Bald­vin seg­ir dótt­ur sína bera ábyrgð á sög­um allra kvenn­anna

Jón Bald­vin Hanni­bals­son seg­ir ásak­an­ir kvenna um kyn­ferð­is­lega áreitni vera upp­spuna eða skrum­skæl­ingu á veru­leik­an­um. Hann seg­ir rang­lega að sög­urn­ar séu all­ar komn­ar frá ætt­ingj­um eða nán­um vin­um dótt­ur sinn­ar. Sex kon­ur hafa stig­ið fram í Stund­inni, auk þess sem enn fleiri hafa deilt sög­um sín­um í MeT­oo hópi á Face­book.

Mest lesið undanfarið ár