Svæði

Ísland

Greinar

Starfsmönnum Arctic Fish sagt frá samruna við Arnarlax: „No comment“
FréttirLaxeldi

Starfs­mönn­um Arctic Fish sagt frá samruna við Arn­ar­lax: „No comm­ent“

Stjórn­end­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish á Ísa­firði var sagt frá því fyr­ir helgi að til standi að sam­eina fyr­ir­tæk­ið og Arn­ar­lax á Bíldu­dal. Á mánu­dag­inn var greint frá kaup­um norsks móð­ur­fé­lags Arn­ar­lax, Salm­ar, á eig­anda Arctic Fish, Norway Royal Salmon. Tal­að var um mögu­leik­ann á sam­legðaráhrif­um í rekstri fyr­ir­tækj­anna tveggja og er ljóst að þessi fyr­ir­tæki verða í fram­tíð­inni rek­in und­ir ein­um hatti.
Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
FréttirLaxeldi

Einn lax­eld­isrisi verð­ur til á Vest­fjörð­um: Eig­end­ur Arn­ar­lax og Arctic Fish sam­ein­ast

Norsk­ur eig­andi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax á Bílu­dal ætl­ar að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði. Fyr­ir vik­ið verða tvö stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands í eigu sama norska fyr­ir­tæk­is­ins. Í til­kynn­ingu um samrun­ann kem­ur fram að sam­legðaráhrif í rekstri fyr­ir­tækj­anna ná­ist með þessu. Sam­an­lagt fram­leiða þessi fyr­ir­tæki rúm­an helm­ing af öll­um eld­islaxi í sjó á Ís­landi.
Hlæja og grípa andann á lofti með ókunnugum
MenningStundin á Cannes

Hlæja og grípa and­ann á lofti með ókunn­ug­um

Stjórn­end­ur Bíó Para­dís létu sig ekki vanta á Cann­es-há­tíð­ina og horfðu á tugi mynda til þess að geta val­ið þær áhuga­verð­ustu til sýn­inga á Ís­landi. Þær eru þaul­van­ir há­tíð­ar­gest­ir eft­ir marg­ar ferð­ir í borg­ina, en lentu í kröpp­um dansi í fyrstu heim­sókn­inni þeg­ar þær deildu óvart íbúð með öldr­uð­um nýnas­ista.
„Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu“
MenningStundin á Cannes

„Ég er stolt­ur af því að hafa tek­ið þátt í þessu“

Ís­lenska nátt­úr­an er mis­kunn­ar­laus, jafn­vel gagn­vart hörð­ustu nögl­um, seg­ir Ingvar E. Sig­urðs­son sem leik­ur stygg­an úti­vist­ar­mann í nýj­ustu kvik­mynd leik­stjór­ans Hlyns Pálma­son­ar, Volaða land. Mynd­in fjall­ar um tengsl Dana og Ís­lend­inga og er frum­sýnd á kvik­mynda­há­tíð­inni í Cann­es þar sem glamúr­inn rík­ir og leik­ar­arn­ir eru „skraut­han­ar“.
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna

„Í myrkri aktív­isma og fákunn­áttu“

Sænsk yf­ir­völd hafa breytt við­mið­um sín­um kyn­þroska­bæl­andi lyfja­gjaf­ir og horm­óna­með­ferð­ir til trans­barna og -ung­menna und­ir 18 ára aldri. Með­ferð­irn­ar eru tald­ar vera of áhættu­sam­ar þar sem vís­inda­leg­an grund­völl fyr­ir þeim skorti. Ekki stend­ur til að breyta með­ferð­un­um á Ís­landi seg­ir Land­spít­al­inn, sem neit­ar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa feng­ið lyf­in sem um ræð­ir.
Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Líf­eyr­is­sjóð­ur harm­ar ábyrgð sína á ópíóðafar­aldri

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir sem fjár­festu í Acta­vis þeg­ar fyr­ir­tæk­ið var stór­tækt á ópíóða­mark­að­in­um í Banda­ríkj­un­um segj­ast ekki hafa vit­að um skað­semi og vill­andi mark­aðs­setn­ingu morfín­lyfj­anna. Ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir högn­uð­ust um 27 millj­arða þeg­ar þeir seldu fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar hluta­bréf í Acta­vis ár­ið 2007, eft­ir að fyr­ir­tæk­ið var far­ið að selja morfín­lyf í stór­um stíl.
Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
ÚttektSalan á Íslandsbanka

Fað­ir Bjarna tvisvar feng­ið að kaupa rík­is­eign­ir á und­ir­verði

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, hef­ur tví­veg­is keypt rík­is­eign­ir á und­ir­verði í einka­væð­ing­ar­ferli. Þetta eru við­skipt­in með SR-mjöl ár­ið 1993 og kaup hans á hluta­bréf­um í Ís­lands­banka ár­ið 2022. Í báð­um til­fell­um hef­ur Rík­is­end­ur­skoð­un tek­ið söl­una á eign­un­um til rann­sókn­ar. Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, sem helst var gagn­rýnd­ur fyr­ir söl­una á SR-mjöli, seg­ir að gagn­rýn­in eigi ekki rétt á sér.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.
Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
FréttirPlastbarkamálið

Rétt­ar­höld haf­in í einu stærsta hneykslis­máli lækna­vís­ind­anna sem teyg­ir sig til Ís­lands

Rétt­ar­höld yf­ir Pau­lo Macchi­ar­ini, ít­alska skurð­lækn­in­um sem græddi plast­barka í þrjá sjúk­linga á Karol­inska-sjúkra­hús­inu í Sví­þjóð eru haf­in þar í landi. Tóm­as Guð­bjarts­son brjóst­hols­skurð­lækn­ir er vitni ákæru­valds­ins í mál­inu og á að segja frá blekk­ing­um Macchi­ar­in­is. Plast­barka­mál­ið teng­ist Ís­landi með margs kon­ar hætti.

Mest lesið undanfarið ár