Svæði

Ísland

Greinar

Sveitarfélagið Skagafjörður fjármagnar víkingasafn í 30 ár fyrir óþekkta fjárfesta
FréttirSveitastjórnarmál

Sveit­ar­fé­lag­ið Skaga­fjörð­ur fjár­magn­ar vík­inga­safn í 30 ár fyr­ir óþekkta fjár­festa

Opn­að verð­ur sýnd­ar­veru­leika­safn með vík­inga­þema á Sauð­ár­króki. Fjár­fest­ar munu eiga 90 pró­sent í því á móti 10 pró­senta hlut sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarð­ar. Sveit­ar­fé­lag­ið fjár­magn­ar safn­ið hins veg­ar að stóru leyti, með­al ann­ars með fram­kvæmd­um við safn­ið, end­ur­gjalds­laus­um af­not­um af því og með því að greiða fyr­ir tvö stöðu­gildi starfs­manna.
Fjárfestar og fyrirtæki hafa grætt á annað hundrað milljóna á Hvalfjarðargöngunum
FréttirEinkarekstur opinberrar þjónustu

Fjár­fest­ar og fyr­ir­tæki hafa grætt á ann­að hundrað millj­óna á Hval­fjarð­ar­göng­un­um

Op­in­ber­ir starfs­menn og bæj­ar­full­trú­ar voru á með­al þeirra sem tóku þátt í fræg­ustu einkafram­kvæmd Ís­lands­sög­unn­ar. Arð­greiðsl­ur til einka­að­ila vegna Hval­fjarð­ar­gang­anna nema vel á ann­að hundrað millj­óna, en jafn­framt verð­ur hluta­fé greitt út úr Speli hf. síð­ar á ár­inu þeg­ar gjald­töku í Hval­fjarð­ar­göng lýk­ur.
Eftirlit ríkisins með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva er að hefjast
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Eft­ir­lit rík­is­ins með arð­greiðsl­um einka­rek­inna heilsu­gæslu­stöðva er að hefjast

Arð­greiðslu­bann var sett á einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðv­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í ráð­herra­tíð Kristjáns Þór Júlí­us­son­ar. Stein­grím­ur Ari Ara­son, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga, seg­ir að fyrst muni reyna á arð­greiðslu­bann­ið í árs­reikn­ing­um einka­rek­inna heilsu­gæslu­stöðva fyr­ir 2017. Lækna­vakt­in er und­an­skil­in arð­greiðslu­bann­inu þó að þjón­ust­an sem veitt þar sem heim­il­is­lækna- og heilsu­gæslu­þjón­usta öðr­um þræði.

Mest lesið undanfarið ár