Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala
Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir að fjölga þurfi sérgreinalæknum á göngudeildum. Rammasamningur við Sjúkratryggingar sem rennur út um áramótin komi í veg fyrir þá þróun. Ráðherra vill framlengja um ár þar til fundin verður lausn.
FréttirHeilbrigðismál
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu
Reglugerð heilbrigðisráðherra verður til þess að sérverslun með rafrettuvörur gæti þurft að greiða 60-100 milljón krónur í tilkynningakostnað. Tilkynningarskylda fylgir öðrum tóbaksvörum, en ekki þarf að greiða neinn tilkynningakostnað.
FréttirHeilbrigðismál
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
Eysteinn Harry Sigursteinsson sótti sér tannlæknaþjónustu í Póllandi en komst að því að margt getur farið úrskeiðis í ferlinu.
Fréttir
Ólíklegt að hugmyndir Sjálfstæðismanna um útilokun óbólusettra barna standist lög
Sóttvarnalæknir, ekki sveitarfélög, ber ábyrgð á samræmingu og skipulagningu sóttvarna. Kópavogsbær taldi reglur um bólusetningu sem skilyrði leikskólapláss ekki standast lög.
FréttirHeilbrigðismál
Íslendingur hissa á finnska heilbrigðiskerfinu
„Þetta var skrítinn spítali. Þarna var allt starfsfólk sem ég sá afslappað, stutt í brosið, enginn á hlaupum og enginn uppgefinn,“ segir Sævar Finnbogason, doktorsnemi í heimspeki, sem þurfti að leita sér læknisaðstoðar í Finnlandi.
FréttirHeilbrigðismál
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
Guðrún Vilhjálmsdóttir fór með aldraðan föður sinn á spítala vegna gallsteina. Lýsir hún vanbúnaði á aðstoðu spítalans og mistökum í umönnun sem varð til þess að faðir hennar bæði veiktist og slasaðist ítrekað innan veggja spítalans, að sögn hennar. Landspítalinn skoðar nú málið.
ÚttektHeilbrigðismál
Íslendingar í hópferðir til útlanda að sækja sér tannlækningar
Margfalt fleiri hérlendis sleppa því að fara til tannlæknis vegna kostnaðar en á hinum Norðurlöndunum. Pólskir og ungverskir tannlæknar hafa ráðið Íslendinga til starfa í markaðssetningu og við umboðsstörf. Fjórfalt fleiri lífeyrisþegar hafa farið til tannlæknis í útlöndum það sem af er ári en allt árið í fyrra.
Aðsent
Margrét Sölvadóttir
Fæðingarsaga mín og hvers vegna ljósmæður eru ómissandi
Margrét Sölvadóttir opnar sig um reynslu sína af því að eignast börn og mikilvægi þess að tryggja ljósmæðrum góð kjör.
PistillHeilbrigðismál
Indriði Þorláksson
Erfið fæðing
„Lítil þúfa getur velt stóru hlassi en til þess þarf klaufalegan akstur,“ skrifar Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri í pistli um ljósmæðradeiluna.
FréttirHeilbrigðismál
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda
Skortur er á upplýsingaöflun og sérstökum verkferlum innan heilbrigðiskerfisins um áverka af völdum hunda, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar. Árlega eru að meðaltali 150 tilfelli um áverka eftir hund skráð.
AðsentHeilbrigðismál
Guðmundur Guðmundsson
Alzheimer: Straumhvörf og nýjar stefnur í rannsóknum
Guðmundur Guðmundsson, doktor í efnafræði og aðstandandi Alzheimersjúklings, heldur áfram umfjöllun um sjúkdóminn og meðferðarúrræði.
FréttirHeilbrigðismál
Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun
Eitt af fyrstu embættisverkum Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra var að hækka kostnaðarþak heimilanna fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gerði hún þrátt fyrir loforð Alþingis um lækkun þess og skýr skilaboð stjórnarsáttmálans þess efnis.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.