Flokkur

Heilbrigðismál

Greinar

Bylting er að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu
FréttirCovid-19

Bylt­ing er að eiga sér stað í heil­brigð­is­þjón­ustu

Eft­ir að COVID-19 far­ald­ur­inn kom upp hef­ur notk­un á ra­f­rænni heil­brigð­is­þjón­ustu auk­ist mik­ið. Ingi Stein­ar Inga­son, teym­is­stjóri ra­f­rænna heil­brigð­is­lausna hjá Embætti land­lækn­is, seg­ist vart geta hugs­að þá hugs­un til enda hversu mik­ið álag væri nú á heil­brigðis­kerf­inu, nyti net­lausna ekki við. Ljóst sé að þess­ar breyt­ing­ar séu að mörgu leyti komn­ar til að vera. Það hef­ur orð­ið bylt­ing og við er­um kom­in á nýj­an stað í heil­brigð­is­þjón­ust­unni.
Svona er kjarasamningur hjúkrunarfræðinga: Minni taxtahækkun en hjá þingmönnum
Fréttir

Svona er kjara­samn­ing­ur hjúkr­un­ar­fræð­inga: Minni taxta­hækk­un en hjá þing­mönn­um

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar hafa ver­ið beðn­ir að ræða ekki efni kjara­samn­ings Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga við fjár­mála­ráðu­neyt­ið. Taxta­laun hjúkr­un­ar­fræð­inga hækka minna á fjög­urra ára tíma­bili en ný­lega hækk­uð laun þing­manna. Or­lof nýrra hjúkr­un­ar­fræð­inga er hins veg­ar lengt og vakta­álag næt­ur- og há­tíð­ar­vinnu verð­ur hækk­að. Sum­ir ótt­ast að lækka í laun­um vegna samn­ings­ins.
„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

„Mig lang­ar bara til að fá að vera með henni um pásk­ana“

„Við er­um vön að vera sam­an og þekkj­um ekk­ert ann­að.“ Þetta seg­ir Ár­mann Ingi­magn Hall­dórs­son. Eig­in­kona hans, Gróa Ingi­leif Krist­manns­dótt­ir dvel­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöð­um. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Beckers, hún er í önd­un­ar­vél vegna sjúk­dóms­ins og þarf mikla umönn­un sem Ár­mann hef­ur sinnt að mikl­um hluta síð­an hún veikt­ist. Vegna heim­sókna­banns hafa hjón­in ekki hist í marg­ar vik­ur.
Eins og geimfarar á gjörgæslu
FréttirCovid-19

Eins og geim­far­ar á gjör­gæslu

„Hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir á Covid-stof­unni okk­ar minna helst á geim­fara á leið til tungls­ins. Vír­net­ið í ör­ygg­is­rúð­unni teng­ir mig hins veg­ar við rimla í fang­elsi, enda taka hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir okk­ar 3-4 klst. tarn­ir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nær­ast eða kom­ast á kló­sett.“ Á þenn­an hátt lýs­ir Tóm­as Guð­bjarts­son hjarta­lækn­ir ástand­inu á þeim hluta gjör­gæslu­deild­ar Land­spít­ala þar sem COVID-19 sjúk­ling­ar njóta með­höndl­un­ar.

Mest lesið undanfarið ár