Fréttamál

Flóttamenn

Greinar

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu