Augljóst er að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur gerst sekur um annað af tvennu, vanhæfni eða lögbrot, segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. „Það er ekki hægt að selja pabba sínum hluta í ríkiseign og sitja svo bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.“
PistillSalan á Íslandsbanka
6
Jón Trausti Reynisson
Sá sem átti aldrei að sjá um að selja Íslandsbanka
Sjokkið við söluna á Íslandsbanka er þess meira eftir því sem það var viðbúið þegar við skoðum forsöguna.
Erlent
3
Íslendingar kaupa meira og meira af einræðisríkinu Kína
Kína hefur farið fram úr helstu viðskiptalöndum Íslendinga í innflutningi. Á móti flytja Íslendingar lítið út til Kína. Íslendingar gerðu fríverslunarsamning við Kína 2013 og hafa aukið innflutning þaðan um 40 milljarða, eða 84%, frá því samningurinn var undirritaður.
PistillÚkraínustríðið
5
Jón Trausti Reynisson
Kominn tími til að opna augun
Lýðræðisríki standa frammi fyrir bandalagi einræðis- og alræðisríkjanna Rússlands og Kína sem snýst um að skapa olnbogarými fyrir ofbeldi. Á sama tíma og Kína afneitar tilvist stríðs er Ísland með fríverslunarsamning við landið.
Aðsent
Jökull Sólberg Auðunsson
Nóg komið af vaxtabreytingum
Seðlabankar um allan heim standa andspænis aukinni verðbólgu í fyrsta skipti í fjölda ára. Frjó og áhugaverð umræða hefur verið um þær lausnir sem eru í boði. Margir trúa enn á mátt og virkni stýrivaxta en sífellt fleiri vilja sértækari aðgerðir og að vextir séu að öllu jafna lágir og stöðugri í gegnum hagsveiflur.
Fréttir
3
Hvað gerist næst? Funheitt hagkerfi Íslands fer í uppsveiflu
Líklegt er að greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilega vexti hækki strax um tugi þúsunda á mánuði eftir að Seðlabankinn hækkaði meginvexti.
ÚttektSalan á Mílu
Salan á Mílu: Heitir því að selja fjarskiptavinnviði Íslands ekki til „óviðunandi eigenda“
Spurningar hafa vaknað um viðskipti Símans og franska fyrirtækisins Ardian með fjarskiptainnviðafyrirtækið Mílu. „Ég hef áhyggjur af þessu,“ segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Mílu, um mögulegt eignarhald ef Ardian selur aftur. „Ég sé ekki í fljóti bragði að þetta geti gengið upp,“ segir hann um fjárfestinguna. Í viðskiptunum verður til mikill söluhagnaður fyrir hluthafa Símans sem eru aðallega lífeyrissjóðir og landsþekktir fjárfestar í fyrirtækinu Stoðum, áður FL Group.
FréttirTekjulistinn 2021
Forstjóri Eskju skattakóngur Austurlands
Þorsteinn Kristjánsson greiddi hæsta skatta á Austurlandi á síðasta ári. Hæstar tekjur hafði Svana Guðlaugsdóttir á Eskifirði.
FréttirTekjulistinn 2021
Skattakóngur Vesturlands: „Ég er meira að segja úti á sjó núna“
Anton Ragnarsson, skipstjóri á Hellissandi, hafði hæstar tekjur á Vesturlandi á síðasta ári, samkvæmt álagningarskrá Skattsins. Alls hafði Anton 253 milljónir í heildarárstekjur. „Það er allt óbreytt,“ segir hann.
Greining
Hagsmunaverðir á Íslandi kortlagðir
Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum, sagði seðlabankastjóri. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur samfélagsumræðu oft hverfast um hagsmuni þeirra sterkustu. En hvaða hagsmunir stýra Íslandi og hvernig fer hagsmunabaráttan fram? Stundin greinir stærstu og öflugustu hagsmunahópana á Íslandi.
Fréttir
OECD ráðleggur Íslendingum kolefnisskatta og grænar samgöngur
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu leggur til í skýrslu sinni að Ísland geri endurbætur á menntakerfinu, auki skilvirkan stuðning við nýsköpun og styrki grænar samgöngur.
Viðtal
Hagsmunir fárra sterkra ráði of miklu
Á sama tíma og risavaxnar sektir hafa verið lagðar á íslensk fyrirtæki vegna samkeppnislagabrota vilja Samtök atvinnulífsins rannsaka Samkeppniseftirlitið og ráðherra takmarka heimildir þess. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, segir hagsmuni þeirra sem mest eiga ráða miklu á Íslandi og að hávær gagnrýni endurspegli það. Samkeppnisreglur séu sérstaklega mikilvægar fyrir lítið land eins og Ísland, þvert á það sem opinber umræða gefi til kynna. Eftirlit hafi verið talað niður af þeim sömu og semja reglurnar sem eiga að gilda.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.