Aðili

Ásmundur Einar Daðason

Greinar

Félagsmálaráðherra segir að „allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“
Fréttir

Fé­lags­mála­ráð­herra seg­ir að „all­ir vilji fá fjár­magn fyr­ir að gera ekki neitt“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son seg­ist ekki vilja að náms­menn né „aðr­ir sem eru á at­vinnu­leys­is­skrá“ fái fjár­muni úr rík­is­sjóði fyr­ir að „gera ekki neitt“. Stúd­enta­hreyf­ing­ar hafa kall­að eft­ir því að náms­menn geti feng­ið at­vinnu­leys­is­bæt­ur í sum­ar líkt og þeir gátu feng­ið sumar­ið eft­ir síð­asta hrun þeg­ar at­vinnu­leys­ið var hvað mest.
Hlutabótalögin voru samin í samráði við SA sem ráðlögðu svo fyrirtækjum að nýta sér óskýrleika þeirra
GreiningHlutabótaleiðin

Hluta­bóta­lög­in voru sam­in í sam­ráði við SA sem ráð­lögðu svo fyr­ir­tækj­um að nýta sér óskýr­leika þeirra

„Mér datt ekki í hug að ein­hver héldi að hann gæti sett starfs­fólk á hluta­bæt­ur en svo sagt við­kom­andi starfs­manni upp störf­um,“ seg­ir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar í sam­tali við Stund­ina. Fyr­ir­tæki hafa reynt að nota lög­in til að spara sér kostn­að af því að segja upp starfs­fólki.
Fékk háa rukkun frá Tryggingastofnun niðurfellda viku fyrir jól
Úttekt

Fékk háa rukk­un frá Trygg­inga­stofn­un nið­ur­fellda viku fyr­ir jól

Um 500 manns sem leigðu hjá Brynju, hús­sjóði ÖBÍ, fengu greidd­ar sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur aft­ur­virkt til fjög­urra ára í fyrra. Í sum­ar fengu marg­ir, eins og Andri Val­geirs­son, ráð­gjafi NPA-mið­stöðv­ar­inn­ar, rukk­un frá TR vegna vaxta­bóta þess­ar­ar leið­rétt­ing­ar. Eft­ir að hafa lagt inn kvört­un fékk hann þessa rukk­un nið­ur­fellda með öllu.
Sagði sig ekki frá málinu en bað ráðuneytisstjóra um að gæta hlutleysis
FréttirBarnaverndarmál

Sagði sig ekki frá mál­inu en bað ráðu­neyt­is­stjóra um að gæta hlut­leys­is

Ráð­herra hélt upp­lýs­ing­um um af­skipti Braga Guð­brands­son­ar leynd­um fyr­ir Al­þingi, samdi við hann um full for­stjóra­laun frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu og læk­aði Face­book-færslu um árás­ir eig­in­gjarnra barna­vernd­ar­starfs­manna á for­stjór­ann. Samt taldi hann sig hæf­an til að end­ur­skoða fyrri ákvörð­un ráðu­neyt­is síns.

Mest lesið undanfarið ár