Fréttamál

Alþingiskosningar 2024

Greinar

Þórður tekur ekki þingsæti -  „Skrifin voru röng, meiðandi og skaðleg“
FréttirAlþingiskosningar 2024

Þórð­ur tek­ur ekki þing­sæti - „Skrif­in voru röng, meið­andi og skað­leg“

Þórð­ur Snær Júlí­us­son ætl­ar ekki að taka sæti á þingi nái hann kjöri í al­þing­is­kosn­ing­un­um. Hann seg­ist skamm­ast sín mik­ið fyr­ir göm­ul bloggskrif sem voru rifj­uð upp í vik­unni. Þórð­ur tek­ur fram að hann sé ekki fórn­ar­lamb að­stæðna og að bar­átt­an í kven­frels­is- og jafn­rétt­is­mál­um standi enn.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.
Viðreisn tekur stórt stökk í mælingu Prósents
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Við­reisn tek­ur stórt stökk í mæl­ingu Pró­sents

Ný mæl­ing á fylgi flokka frá Pró­sent sýn­ir Við­reisn taka stökk al­veg upp að hæl­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en báð­ir flokk­ar mæl­ast nú með yf­ir 21 pró­sents fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með 12 pró­sent fylgi í þess­ari nýju könn­un sem er versta mæl­ing sem flokk­ur­inn hef­ur feng­ið nokkru sinni. Hvorki Pírat­ar né Vinstri græn mæl­ast með yf­ir fimm pró­senta fylgi á landsvísu.
Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.
„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.
Sigmundur Davíð lýsti ánægju með orð Kristrúnar
GreiningAlþingiskosningar 2024

Sig­mund­ur Dav­íð lýsti ánægju með orð Kristrún­ar

Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi breytt um stefnu í mál­efn­um um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd. At­hyl­is­vert sé að Sam­fylk­ing­in hafi ekki al­far­ið hafn­að sam­an­burð­in­um við jafn­að­ar­menn í Dan­mörku, þótt stefn­an sem þar sé rek­in sé mun harð­ari en hér á landi.

Mest lesið undanfarið ár