Nýtt efni

Hjólreiðamaður barði á bifreið sem klemmdi hann við snjóruðning
Árekstur tveggja samgöngumáta í Reykjavík í dag þegar hjólreiðamaður var klemmdur upp við snjóruðning og lét höggin dynja á bifreið. Deildar meiningar birtast um atvikið.

Stjórn VG í Reykjavík gagnrýnir leikskólastefnu eigin borgarfulltrúa
Falla ætti frá Reykjavíkurleiðinni í leikskólamálum að mati stjórnar Vinstri grænna í Reykjavík og bíða með breytingar þar til eftir kosningar.

Séreignarleiðin fest í sessi og vilja ýta íbúðasöfnurum í að selja
Ríkisstjórnin leggur fram húsnæðispakka sem miðar að því að auka framboð íbúða, gera lánakerfi og skattalega hvata sanngjarnari og draga úr íbúðasöfnun fjárfesta til að skapa stöðugri húsnæðismarkað.

„Á hverjum degi hóta þeir að hefja stríðið á ný“
Tugir voru drepnir í loftárásum Ísraels á Gaza, þar á meðal börn, og íbúar reyna að bjarga því sem bjargað verður úr rústum heimila sinna í ótta við að stríðið hefjist á ný. „Annaðhvort er vopnahlé eða stríð – það getur ekki verið hvort tveggja,“ segir kona sem býr í tjaldi á Gaza.

Forseti ASÍ sakar ríkisstjórnina um aðför að launafólki á Íslandi
Forseti Alþýðusambands Íslands, Finnbjörn Hermannson, segir að niðurskurðarstefna ríkisstjórnarinnar beinist gegn lágtekjufólki, leigjendum og innflytjendum. Hann kallar skerðingu á atvinnuleysisbótum „aðför að launafólki“.

Lítur til Argentínu í ríkisfjármálum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lofar niðurskurð Javíer Milei, forseta Argentínu, í ríkisfjármálum. Donald Trump Bandaríkjaforseti veitti Argentínu lán upp á tugi milljarða Bandaríkjadala og hótaði að draga það til baka yrði flokkur forsetans ekki endurkjörinn.

Fjölskylda forsetans rakar inn milljörðum eftir embættistökuna
Erlendir aðilar dæla fjármagni inn í fjölskyldufyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta og barna hans.

„Margt óheppilegt í þessu“
Ríkislögreglustjóri snupraður af dómsmálaráðherra fyrir slæma meðferð á fé. Uppsagnir hjá embættinu, en ráðgjafi ráðinn í tímabundið starf í ráðningabanni.

Nóbelsverðlaunahafi sem gagnrýndi Trump bannaður frá Bandaríkjunum
„Ég er í banni,“ segir rithöfundurinn Wole Soyinka.

Bandaríkin verja áttatíu milljörðum dala í kjarnorku fyrir gervigreind
Bandaríkin hafa efnt til samstarfs við fyrirtæki um uppbyggingu kjarnaofna til að anna eftirspurn eftir raforku frá gervigreindariðnaðinum. Samningur upp á áttatíu milljarða Bandaríkjadala hefur verið gerður. Er þetta liður í áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um endurreisn kjarnorkunnar.

„Stormur aldarinnar“ nálgast Jamaíka
Fellibylurinn Melissa, ofurstormur af flokki 5, er skammt frá því að skella á Jamaíka. Yfirvöld vara við gríðarlegri úrkomu, hættulegum flóðum og vindhraða sem engir innviðir landsins geti staðist.

Stjórnendaráðgjafinn vinnur áfram að húsnæðismálum ríkislögreglustjóra
Stofnandi og eini starfsmaður Intru ráðgjafar, sem hefur fengið 160 milljónir króna greiðslur frá embætti ríkislögreglustjóra fyrir ýmis verkefni, var í byrjun september ráðin í fullt starf á skrifstofu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Staðan var ekki auglýst.

Krefjast aðgerða vegna „ólöglegra viðskiptahátta“ bílastæðafyrirtækja
Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda vilja að gripið verði til aðgerða til varnar neytendum vegna innheimtuaðferða bílastæðafyrirtækja. Þau setja meðal annars út á innheimtu hárra vangreiðslukrafa og upplýsingagjöf og gera kröfu um endurgreiðslu þjónustugjalda sem hafi verið umfram greidd.




Athugasemdir