Nýtt efni

Sáir Trump fræjum stórstyrjaldar?
Ný utanríkisstefna Bandaríkjaforseta skilgreinir Suður-Ameríku sem áhrifasvæði Bandaríkjanna. Óttast er að stefnan réttlæti yfirgang stórvelda gegn smærri ríkjum, sem áður hefur leitt til heimsstyrjaldar.

Vill að lífsreynslan verði til þess að eitthvað breytist
Fjölskylda sem varð fyrir snjóflóðinu á Flateyri árið 1995 berst fyrir því að það verði rannsakað. Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar flóðið féll, vill ekki að lífsreynsla hennar verði til einskis, heldur leiði til breytinga.

Hluti auglýsingatekna RÚV renni til annarra miðla
Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, hefur tilkynnt að meðal aðgerða sem hann hyggst ráðast í á sviði fjölmiðla sé að einkareknir fjölmiðlar fái hluta af auglýsingatekjum RÚV. Hann hyggst einnig hækka almennan stuðning við fjölmiðla.

Léttir að fella grímuna
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, faðmar að sér fanga á Litla-Hrauni og kallar þá kærleiksbangsa. Sjálf kærði hún aldrei manninn sem braut á henni í æsku.


Aðalsteinn Kjartansson
Þrjátíu ára lærdómur
Þó að óháð rannsókn á hlutverki og aðkomu stjórnvalda í aðdraganda og eftir snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995 hafi komið þrjátíu árum of seint, er ekki of seint að draga mikilvægan lærdóm af því sem gerðist. Pólitík, fjármál og persónulegar deilur mega ekki verða til þess að fólki sé veitt falskt öryggi.

Yfir 500 milljónir þegar farnar í Fjarðarheiðargöng
Áætlað er að fjögur ár muni taka að koma Fjarðagöngum á það stig sem Fjarðarheiðargöng eru þegar komin. Stjórnvöld hafa frestað þeim síðarnefndu og sett þau fyrrnefndu í forgang. Sveitarstjóri Múlaþings segir málið svik við íbúa Austurlands og sóun á skattfé.

Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Margrét Halla Hansdóttir Löf beitti foreldra sína grófu heimilisofbeldi sem leiddi til dauða föður hennar. Henni fannst undarlegt að foreldrar sínir hefðu ekki verið handtekin sama dag og faðir hennar fannst þungt haldinn.

Þingkosningarnar kostuðu Sjálfstæðisflokkinn 174 milljónir
Hátt í hundrað milljóna króna tap var á rekstri Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári, þrátt fyrir 410 milljóna króna tekjur.

Kosningabarátta Miðflokksins kostaði 140 milljónir
Miðflokkurinn tapaði 133 milljónum króna á síðasta ári eftir 24 milljóna hagnað árið áður. Kosningabarátta upp á 140 milljónir í nóvember hafði mest um þennan viðsnúning að segja.

„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir Nóbelsnefndina skapa réttlætingu fyrir innrás Bandaríkjanna í Venesúela með því að veita María Corina Machado, „klappstýru yfirvofandi loftárása“, friðarverðlaun. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur krafist þess að sænska lögreglan frysti greiðslur til Machado.

Aldrei lægra hlutfall landsmanna í þjóðkirkjunni
Þeim fjölgar sem eru skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga en 54,5 prósent landsmanna voru í þjóðkirkjunni í byrjun desember í ár. Mest fjölgaði í Kaþólsku kirkjunni milli ára.

„Það er hægt að vera mjög töff ung gella og skrifa ljóð“
Anna Rós Árnadóttir, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Þórdís Dröfn Andrésdóttir eiga það sammerkt að vera ungar konur með ljóðabækur sem hafa vakið athygli nú í ár. Allar gengu þær líka í Menntaskólann við Hamrahlíð, sem hafði mikil áhrif á skáldaferil þeirra. Umfjöllunarefni ljóða þeirra eru þó gífurlega ólík.





Athugasemdir