Nýtt efni


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
„Það voru erfiðustu stundir lífs míns“
Systurmissir og barnauppeldi hefur kennt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingkonu að tíminn er dýrmæt auðlind. „Það er ákveðin jafnvægislist að finna leiðir til að nýta tímann. Nýta tækifærin,“ skrifar Þorgerður.

Líkaminn segir okkur hvernig okkur líður
Elín Vigdís Guðmundsdóttir, lögfræðingur og jógakennari, segir að hugleiðsla og öndunaræfingar séu ómetanleg tæki til að takast á við streitu og jóga sé góð forvörn gegn ýmsum lífsstílstengdum kvillum.

Milljón dollara spurningin um varnarsamning Íslands
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að ákveðnu marki skiljanlegt þegar Trump segi að Evrópa þurfi að gera betur en það sé ótrúlegt að sjá hvað er að gerast í heiminum. „Erum við að horfa upp á umpólun í alþjóðakerfinu?“ segir hann. Þó telji hann matið í Washingtonborg enn það að varnir á Íslandi séu mikilvægar fyrir varnir Bandaríkjanna sjálfra. Það þurfi hins vegar að horfa víðar og hugsa um hvernig við ætlum að verja okkur. „Við höfum verið verst Evrópuríkja þegar kemur að því að sinna okkar eigin vörnum.“


Jóhannes Kr. Kristjánsson
Vissi að mamma vildi ekki endurlífgun
Jóhannes Kr. Kristjánsson var þakklátur fyrir að hafa átt þetta samtal við móður sína, áður en hann stóð frammi fyrir þeim aðstæðum að þurfa að svara erfiðum spurningum lækna.

Heimildin tilnefnd til þrennra blaðamannaverðlauna
Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna fyrir árið 2024. Fjórir blaðamenn Heimildarinnar hlutu tilnefningu.

Fullkomin blanda atvinnu og ástríðu
Hjónin Giacomo Montanelli og Serena Pedrana ákváðu að flytja frá Ítalíu til Íslands fyrir tíu árum. Þau settust að á Akureyri og una sér vel. Árið 2023 settu þau á fót sitt eigið fyrirtæki, Rækta Microfarm, og rækta þar grænsprettur á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt.

Sýnist vaðið yfir brimbrettakappa
Stjórnarmönnum Brimbrettafélagsins er brugðið eftir að máli þeirra var vísað frá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að landfylling verði reist sem mun eyðileggja verðmætasta brimbrettasvæði landsins. Formaður Landverndar sýnist þarna hafi verið vaðið yfir sörfara.

Umhverfisráðherra segir verkefnið að rjúfa fylgni hagvaxtar og losunar
Jóhann Páll Jóhannsson segir það segja sig sjálft að það sé ekki fagnaðarefni að losun koltvísýrings frá starfsemi stórra fyrirtækja eins og Icelandair aukist á milli ára. Ríkisstjórnin vilji að fyrirtæki geti stækkað án þess að útblástur aukist og kolefnissporið stækki.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Stuðningsmaður Áslaugar býst við mótframboði á næsta fundi
Blaðamaður Heimildarinnar var viðstaddur 45. landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina. Þar komu við sögu hnífjafnar formannskosningar, landvinningar sjálfstæðismanna í Kópavogi á fjölmiðlaborðinu og kampavínsbjalla.

Hjólhýsabyggðin á Sævarhöfða fær nýjan samastað
Hjólhýsahverfinu á Sævarhöfða verður fundin ný staðsetning í samræmi við samstarfsyfirlýsingu nýs meirihluta í Reykjavík. Fyrri borgarstjóri sagði slíkt ekki koma til skoðunar þannig að um stefnubreytingu er að ræða. „Okkur finnst mikilvægt að mæta þessum hópi,“ segir forseti borgarstjórnar.

Kostnaður við mengun Icelandair metinn á allt að átján milljarða
Varfærið mat á kostnaði við beina losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Icelandair nemur níu milljörðum króna. Samfélagslegur kostnaður, áætlaður kostnaður við að bæta tjónið sem losunin veldur, er margfalt hærri.

Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Jens Garðar Helgason hefur verið kjörinn nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðrún nýr formaður Sjálfstæðisflokksins
Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll í hádeginu. Aðeins munaði 19 atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
„Við höfum oft íhugað mjög alvarlega að flytja bara út af þessu,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir um þær hindranir sem fólk með selíak mætir hér á landi. Dóttir hennar, Mía, er með sjúkdóminn sem er einungis hægt að meðhöndla með glútenlausu fæði. Matarkarfa fjölskyldunnar hækkaði verulega í verði eftir að Mía greindist. Þá er það þrautin þyngri fyrir fólk með selíak að komast út að borða, panta mat og mæta í mannfögnuði.
Athugasemdir