Nýtt efni

Trump segir úkraínska „leiðtoga“ ekki sýna neitt þakklæti
Áfram er tekist á um 28 punkta friðaráætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir úkraínska leiðtoga ekki hafa sýnt Bandaríkjunum neitt þakklæti.

Margrét Gauja Magnúsdóttir
Við erum ekki bara eitthvað eitt, heldur miklu meira
Margrét Gauja Magnúsdóttir barðist hart í pólitískum hildarleik, þar til hún skipti um kúrs og endurforritaði sig sjálfa.

Tók lán til að komast til Norður-Kóreu
Aðalritari Vinafélags Íslands og Kóreu tók þátt í málþingi um Juche-hugmyndafræðina í tilefni 80 ára afmælis Verkamannaflokks Norður-Kóreu. „Það er rosalegur uppgangur þarna í dag,“ segir Kristinn Hannesson. Landið er eitt það einangraðasta í heimi og hefur um áratugaskeið sætt gagnrýni fyrir víðtæk mannréttindabrot.

Odee fer með mál sitt til Mannréttindadómstólsins
Listmaðurinn Odee hefur sent erindi til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að breskur dómstóll úrskurðaði útgerðarfélaginu Samherja í vil í málaferlum í tengslum við listaverk hans WE’RE SORRY.

Hver vill búa á hrikalegu jökulskeri?
Í sumar gekk fjölþjóðlegur hópur náttúrufræðinga yfir Breiðamerkurjökul og upp í afskekktu jökulskerin Esjufjöll. Þau voru þangað komin til að skoða hvernig líf þróast og tekur land undan hopandi jöklum landsins. Blaðamaður Heimildarinnar fylgdi hópnum og lærði um áhrif loftslagsbreytinga á jökla og gróður, kynlegar lífverur og nýjar vísindalegar uppgötvanir.

Tilkynnir um afsögn eftir opinbert rifrildi við Trump
Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur tilkynnt um afsögn sína, sem tekur gildi í byrjun næsta árs. Undanfarnar vikur hefur hún lent upp á kant við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna Epstein-skjalanna, sem nú stendur til að birta.


Sif Sigmarsdóttir
Þess vegna ættir þú að lesa eitthvað annað en þennan pistil
Vísindamenn í Boston hafa sýnt fram á að fólk, sem hangir í símanum á klósettinu, er langtum líklegra til að þjást af gyllinæð en aðrir. Næst skaltu því grípa með þér bók.

Þetta eru atriðin í friðaráætlun Trump fyrir Úkraínu
Bandaríkin munu viðurkenna yfirráð Rússa yfir Krímskaga, Luhansk og Donetsk, og NATO-aðild er slegin út af borðinu fyrir Úkraínu, verði friðaráætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir Úkraínu samþykkt. AFP hefur fengið afrit af drögum ætlunarinnar.


Árni Finnsson
COP eða MOP?
„Almenningur og samtök hans geta ekki leitað til íslenskra dómstóla með ágreiningsmál á sviði umhverfismála. Réttur almennings til réttlátrar málsmeðferðar er ekki tryggður á Íslandi,“ skrifar Árni Finnsson í aðsendri grein.

Aðgerðaleysi breskra stjórnvalda kostaði þúsundir lífa
Stjórnvöld í Bretlandi fá harða útreið í nýrri skýrslu um opinbera rannsókn á viðbrögð þarlendra stjórnvalda við COVID-19 faraldrinum.

Markaðir lækka og óttinn um gervigreindarbólu heldur áfram
Methagnaður Nvidia hefur ekki dugað til að slá á ótta fjárfesta um að gervigreindarbóla sé á mörkuðum og að leiðrétting sé framundan, með tilheyrandi hruni í markaðsvirði tæknirisa.

Innan við helmingur myndi kjósa stjórnarflokkana
Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá á Alþingi mælist nú undir 50 prósentum. Staða Samfylkingar hefur styrkst á kjörtímabilinu, stuðningur við Viðreisn dregst saman en Flokkur fólksins er í fallhættu.

Miðflokkurinn næst stærstur
Miðflokkur tekur stökk í nýrri könnun Maskínu og hefur aldrei mælst stærri. Samfylking heldur þó sæti sínu sem langstærsti flokkur landsins.


Athugasemdir