Nýtt efni

„Annaðhvort treystir fólk þér eða ekki"
Erika Fatland er norskur rithöfundur sem skrifar ferðabækur. Hún skrifar ekki bara um ferðalagið sjálft heldur kafar hún djúpt ofan í sögu landanna sem hún ferðast til og útkoman er blanda af mjög persónulegum upplifunum og ævintýrum í bland við sögulegan fróðleik og staðreyndir.

Verðbólga eykst á milli mánaða
Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hækkar á milli mánaða í fyrsta sinn síðan í júlí á síðasta ári.


Indriði Þorláksson
Einkavæðing, ábyrgð og skattasiðferði
Bókhaldsfléttur eru notaðar til þess að hafa skatttekjur af íslenska ríkinu, skrifar Indriði Þorláksson.


Stefán Ingvar Vigfússon
Takk fyrir
Stefán Ingvar Vigfússon fjallar um viðbrögð við yfirlýsingu Sólveigar Önnu gegn „woke“-hugmyndafræðinni.

„Óskar! Vaknaðu, það er risastór árás í gangi!“
Óskar Hallgrímsson eyddi nóttinni á köldu baðherbergisgólfi, ásamt konu sinni, á meðan sprengjur Rússa féllu í Kyiv. Eldflaug sprakk í íbúabyggð og næsta dag voru þeir sem lifðu af grafnir úr rústum - hinir látnu líka.

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, stendur við grein um hópnauðgun hælisleitenda og staðfestir að grunnurinn að greininni sé Facebook-færsla sem kona birti um helgina. Önnur kona er merkt í færslunni – hún tengist málinu ekki neitt en hefur heyrt í fólki sem telur að hún hafi orðið fyrir hópnauðgun.

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun sem Frettin.is skrifar um
Samfélagsmiðlar hafa logað síðustu daga vegna skrifa um að níu hælisleitendur hafi hópnauðgað 16 ára stúlku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert mál af þessum toga vera á sínu borði.


Hinsegin kórinn
Árás á eitt okkar, er árás á okkur öll
Hinsegin kórinn fordæmir allt ofbeldi og misrétti gegn hinsegin fólki. Kórinn fékk boð um að fara til Bandaríkjanna í sumar og taka þátt í World Pride í Washington en hætti við vegna ástandsins ytra, og þeim veruleika að innan þeirra raða væri fólk sem er ekki velkomið til Bandaríkjanna.

Vont að senda varnarlausar konur aftur í sömu stöðu
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir er félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landspítalans. Þar tekst hún á við myrkustu hliðar mannlífsins, en segist helst reiðast yfir því að rekast á sömu veggina aftur og aftur, þegar úrræðin eru engin. Til dæmis varðandi konur sem búa á götunni, verða fyrir ofbeldi og eiga sér hvergi skjól. Þrátt fyrir áskoranir segir hún starfið það besta í heimi.

Grimmur aprílmánuður Trumps hins síðari
Evrópskir embættismenn safnast saman í vikunni í höfuðborg Bandaríkjanna þar sem þeir leita leiða til að komast út úr því sem orðin er versta krísa heimsviðskiptanna í heila öld.

Bækur og blóðrauðar rósir – hátíð sem Ísland þarf
Eins konar fagurfræði setti svip sinn á Reykjavík á vegum Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar þegar í fyrsta sinn var haldið upp á dag bóka og rósa, dag dýrlingsins Sant Jordi, á veitingastaðnum La Barceloneta, við hlið Alþingishússins. Rætt við bókakonu gjörkunnuga Barcelona um þennan dásemdardag!

Lítið talað um að kaupa vændi og þýðingar
Nú, þegar Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík er haldin að vori, má segja að erlendir þýðendur íslenskra bókmennta minni á farfugla þegar þeir heimsækja hátíðina – með sólgleraugu. Þýðendurnir Kristof Magnusson og Jean-Christophe Salaün ræða hvernig er að vera ósýnilegi þýðandinn.

Fjarstaddi höfundurinn
Sansal var fangelsaður í Alsír 16. nóvember 2024 vegna pólitískra skoðana sinna og hann hefur nú verið dæmdur í fimm ára fangelsi.
Athugasemdir