Nýtt efni
Salka Valka í Bíó Paradís „Ósigur Halldórs í Hollywood varð sigur íslenskra bókmennta“
,,Kvikmyndin Salka Valka verður sýnd í Bíó Paradís 9. desember kl. 15:00. Upprunalega hafði Halldór Laxness í hyggju að sagan af Sölku Völku, sem kom út í tveimur hlutum 1931–32, yrði gerð að Hollywood-kvikmynd,‘‘ skrifar Flóki Larsen, sem ræðir um myndina við Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðing rannsókna á Kvikmyndasafninu.
Anna Lára Pálsdóttir
Festist ekki í hrútleiðinlegu fullorðinsskapalóni
Í fimmtugsafmælinu sínu bauð Anna Lára Pálsdóttir, sérfræðingur í ráðgjöf og stuðningi hjá
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, gestum í Fram, fram fylking, rólustökk og sápukúlublástur. Hún hefur nefnilega lært svo ótalmargt af nemendum sínum, til dæmis að festast ekki í einhverju hrútleiðinlegu fullorðinsskapalóni.
Sigurður Ingi lýsir erfiðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
Sigurður Ingi Jóhannsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnlaus, þar hafi menn gert það sem þeim datt í hug og komist upp með það. „Þannig var það,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Ráðist á fólk af öðrum uppruna
Sunja Írena Gunnarsdóttir var tveggja vikna þegar hún kom til Íslands frá Sri Lanka fyrir 39 árum. Henni finnst Ísland vera að fara aftur í tímann þegar kemur að fordómum. „Ég geng samt með höfuðið hátt.“
Var Almar „í kassanum“ kannski sofandi allan tímann?
Almar Steinn Atlason, betur þekktur sem „Almar í kassanum“ veltir því fyrir sér hvort hann hafi kannski verið sofandi allan tímann á meðan hann las fyrstu skáldsögu sína upphátt í beinu streymi í vikunni, sem tók tæpan sólarhring. „Hugsanirnar og bókin verða eitt á einhverjum tímapunkti og hvort maður haldi áfram meðvitundarlaus að lesa í leiðslu, mér finnst það ekki ósennilegt. Ég hafði í raun verið sofandi allan tímann?“
Hársbreidd frá tveggja flokka meirihluta
Samfylkingu og Viðreisn vantar eitt þingsæti til viðbótar til að ná að mynda meirihluta í þinginu, miðað við nýja skoðanakönnun Maskínu. Flokkarnir bæta báðir við sig á milli kannana og mælast með yfir 20 prósenta fylgi. Sósíalistar mælast stærri en Sjálfstæðisflokkur í einu kjördæmi.
Búast við að fleira trans fólk kveðji næstu fjögur árin
Forseti Trans Íslands segir of mikið af trans fólki falla fyrir eigin hendi á Íslandi. Hún segir að fólk sé uggandi yfir stöðunni eftir nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum og þær afleiðingar sem þær geta haft fyrir stöðu hinsegin fólks.
Myndband: Eldgosið sést skýrt frá Reykjavík
Hraun hefur farið yfir Njarðvíkuræð sem færir heitt vatn frá Svartsengi til Fitja. Enn berst heitt vatn um æðina. Eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Skömmu áður hafði Veðurstofan varað við kvikuhlaupi. Þetta er sjötta eldgosið á árinu en það sést vel frá höfuðborgarsvæðinu.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
Góður svefn er seint ofmetinn en vandamál tengd svefni eru algeng á Vesturlöndum. Talið er að um 30 prósent Íslendinga sofi of lítið og fái ekki endurnærandi svefn. Ónógur svefn hefur áhrif á daglegt líf fólks og lífsgæði. Svefn er flókið fyrirbæri og margt sem getur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna líkamlega og andlega sjúkdóma, breytingaskeið, álag, kvíða, skort á hreyfingu og áhrif samfélagsmiðla á svefngæði. Áhrif næringar og neyslu ákveðinna fæðutegunda á svefn hafa hins vegar ekki vakið athygli þar til nýlega.
Kappræður Heimildarinnar og lýðræðishátíð
Kappræður Heimildarinnar fara fram í Tjarnarbíó þriðjudaginn 26. nóvember. Miðasala hefst í dag. Fyrir kappræðurnar verður lýðræðishátíð slegið upp í fremri sal.
„Viljum ekki að Harpa verði umferðarmiðstöð“
Það hefur verið umdeild ákvörðun hjá húsinu að láta gesti borga fyrir heimsókn á salernin í Hörpu. En fólk heimsækir húsið af ýmsum ástæðum. Greinarhöfundur spáir í lífið í húsinu og ræðir jafnframt við Hildi Ottesen Hauksdóttur, markaðs- og kynningarstjóra Hörpu.
Eldgos hafið á ný - Grindavík rýmd
Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni kl. 23:14 í kvöld, fimmtán mínútum eftir að Veðurstofan varaði við kvikuhlaupi, sem fyrst kom fram á mælum um kl. 22:30. Gossprungan opnaðist á milli Stóra Skógfells og Sýlingafells.
Guðrún Friðriks
Sjáðu mig! Sjáðu mig!
„Er listamaður sem setur daglega inn myndband af sjálfum sér á Instagram eða TikTok betri en sá sem kýs að forðast samfélagsmiðla?“ veltir pistlahöfundurinn Guðrún Friðriks fyrir sér.
Japönsk trjásturta og hamingjustund
Rökstyðja má að meiri náttúru sé að finna í Berlín en Reykjavík, ef miðað er við opin svæði. En! Reykjavík á samt sitt. Að þessu sinni liggur óvissuferðin í átt að Nauthólsvík.
Kristín Vala Ragnarsdóttir
(Vel)sældarhagkerfi fyrir framtíðina
Kristín Vala Ragnarsdóttir leggur upp hvernig sældarkerfi framtíðarnnar á Íslandi gæti litið út, þar sem skólar og heilbrigðiskerfi hafa verið rétt við, húsnæði er aðgengilegt, almenningssamgöngur hafa stórbatnað og stofnaðir hafa verið samfélagsbankar þar sem áhersla er lögð á sanngjörn lán í stað arðs fjárfesta.
Athugasemdir