Nýtt efni

Gætu allt eins verið á hálendinu
Lydía Angelíka Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraflutningamaður og félagi í björgunarsveitinni Kára, segir sjúkraviðbragð í Öræfum ekki í samræmi við mannfjölda. Ferðaþjónusta þar hefur stóraukist undanfarin ár. Hún segir að það hægi á tímanum á meðan hún bíði eftir aðstoð. En sjúkrabíll er í það minnsta 45 mínútur á leiðinni. Færðin geti orðið slík að sjúkrabílar komist ekki í Öræfin.

„Ekki drifnir áfram af kynhvöt heldur löngun til að valda sársauka og þjáningu“
„Ég var komin fjóra mánuði á leið. Ég veit ekki hvort þeir áttuðu sig á því að ég væri ólétt. Ég veit ekki hvort þeir áttuðu sig á því að ég væri manneskja,“ sagði tvítug kona sem lifði af hópnauðgun hermanna.


Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir
Viðhorf
Ofbeldi gegn konum á Íslandi er heimagerður vandi og er viðhaldið af heimatilbúnum og kynjuðum viðhorfum.

Líklega eitt geðrof á mánuði vegna óhefðbundinna sálfræðimeðferða
Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélagsins segir geðrof alvarlega algengan fylgifisk óhefðbundinna sálfræðimeðferða þar sem fíkniefni eru notuð undir „handleiðslu“, eins og það er orðað.

Náttúran gefur og náttúran tekur: Hættuástand á ferðamannastöðum
Hættuatvik og slys verða flest á Suðurlandi þar sem ferðamannastraumur er mestur. Sex banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og fjögur í Silfru á Þingvöllum. Ragnar Sigurður Indriðason, bóndi við Reynisfjöru, segir ferðamönnum þykja spennandi að Reynisfjara sé hættuleg. Heimildin tók saman slys og hættur sem fylgja íslenskri náttúru og veðurfari.

Ráðgátan um hvarf rekaviðarins
Sérfræðingar spáðu því að rekaviður gæti hætt að berast árið 2060 vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Fólk á Ströndum segir hann þegar vera horfinn.


Sif Sigmarsdóttir
Aulaháttur mannsins á nýjum tímum
Eru farsímar raunverulega ógn við upplifun tónleikagesta?

Persakóngur gegn hinum 300 Spartverjum – eða hvað?
Þegar Xerxes konungur í ríki Persa í Íran hugðist leggja undir sig Grikkland bjuggust Grikkir til varnar í Laugaskarði.

Hvar á ég að borða?
Á öllu landinu eru fjölmargir góðir veitingastaðir með dýrindis mat og fjöldinn allur af bakaríum sem bjóða upp á bragðgott bakkelsi á góðu verði.

Trump segist senda kjarnorkukafbáta til að mæta ögrunum Rússa
„Orð skipta miklu máli og geta oft leitt til ófyrirséðra afleiðinga,“ segir Bandaríkjaforseti.

Augað - þá og nú
Upptök Rauðufossa kallast Augað, en á undanförnum árum hafa vinsældir þessarar náttúruperlu vaxið hratt. Vegna ágangs ferðamanna hefur Augað látið á sjá.

Fór 68 sinnum í pontu vegna veiðgjalda
Halla Hrund Logadóttir segir að ræður sínar um veiðigjöld eftir að málþóf stjórnarandstöðunnar hófst hafi ekki verið hluti af því heldur hafi hún viljað leggja áherslu á mikilvægi auðlindagjalda.

Íslensk útflutningsfyrirtæki áhyggjufull yfir tollum Trump
Donald Trump Bandaríkjaforseti boðar 15% toll á íslenskar vörur. Þetta sýnir hversu ófyrirsjáanleg bandarísk stjórnvöld eru að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir íslensk fyrirtæki leita að nýjum mörkuðum fyrir vörur sínar.
Athugasemdir