Nýtt efni

Ávarp forsætisráðherra Grænlands: „Ég verð að trúa“
Forsætisráðherra Grænlands, Jens-Frederik Nielsen, segir að unnið sé að samkomulagi við Bandaríkin, en hann þekki ekki innihald hugsanlegs rammasamnings sem forseti Bandaríkjanna. „Ef við getum ekki átt samskipti í réttum farvegi þá er erfitt fyrir mig að vita hvað hefur farið fram.“


Jón Trausti Reynisson
Fallnir á fullveldisprófinu
Íslenskir stjórnmálamenn, sem kenna sig við sjálfstæði og þjóðrækni, að taka sér stöðu röngum megin sögunnar, réttlætisins og hagsmuna íslensku þjóðarinnar, á meðan leiðtogar lýðræðisríkja mynda samstöðu til að veita yfirgangi mótstöðu þegar reynt er að kasta nágranna okkar fyrir ljónin.

Hér eru tilnefningar til Óskarsverðlauna 2026
Norska kvikmyndin Sentimental value fær fjölda tilnefninga.

Lars Christensen: Tímabært að endurmeta traustið á dollaranum
„Við getum einfaldlega ekki lengur treyst því að Bandaríkin fari eftir reglunum,“ skrifar danski hagfræðingurinn Lars Christensen og spyr hvort yfir höfuð sé forsvaranlegt að treysta því fjármála- og efnahagskerfi sem byggir á þeirri heimskipan sem við höfum vanist.

Eignir almennings rýrna
Lækkandi fasteignaverð og vaxandi verðbólga leiðir til þess að eignir almennings eru að dragast saman. Horfur eru á aukinni verðbólgu í janúar vegna aðgerða stjórnvalda.


Magnea Marinósdóttir
Hvar liggja „vók“ mörkin, eru kynin bara tvö og hvað á jafnréttisbarátta kvenna og trans fólks sameiginlegt?
Ef baráttumarkmið mennsku og mannlegrar tilveru er „Woke“ þá mun ég ávallt glöð og fagnandi „Woke“ vera.

Hvað þarf til að setja Bandaríkjaforseta af?
Það er tiltölulega einfalt mál að setja Bandaríkjaforseta af ef hann reynist skyndilega óhæfur til að gegna embætti sínu. Vandinn liggur hins vegar í því að það eru varaforsetinn og ríkisstjórnin sem verða að hafa frumkvæði að því.

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
Samkvæmt lóðaleigusamningi hefur fyrirtækið Reykjanes Aurora heimild til að innheimta bílastæðagjöld í 500 metra radíus við Reykjanesvita þrátt fyrir að leigja aðeins hluta af því landi. Eigandinn segir að reynt hafi verið á gjaldheimtuna fyrir dómi og hún úrskurðuð honum í vil. „Þetta er búið að vera vandræðamál,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Grænlendingar svara fyrir sig: „Trump veit ekki hvernig mér líður“
Aaja Chemnitz, fulltrúi Grænlendinga á danska þinginu, segir útilokað að NATO geti samið um framtíð Grænlands, án að komu Grænlendinga. Íbúar í Nuuk lýsa áhyggjum og ótta. Sveitarstjóri segir námuvinnslu aldrei verða samþykkta í þessu andrúmslofti.

Bandaríkin sögð fá parta af Grænlandi
Bandaríkjaforseti sagðist hafa náð samkomulagi um alla eilífð.

Trump segir samning í höfn um Grænland
Bandaríkjaforseti lýsir yfir eilífu samkomulagi eftir að leiðtogar lýðræðisríkja tóku einarða afstöðu gegn honum.

Trump slær saman Íslandi og Grænlandi
Donald Trump Bandaríkjaforseti ruglaði saman Íslandi og Grænlandi í ræðu sinni í Davos og kenndi landinu um lækkanir á hlutabréfamörkuðum.

Trump ætlar sér að ná Grænlandi: „Við erum stórveldi“
„Ef það væri ekki fyrir okkur, væruð þið öll að tala þýsku. Og kannski smá japönsku,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar hann mætti á alþjóðaefnahagsráðstefnuna í Davos. Hann sagði að það hefði verið „heimskulegt“ að skila Grænlandi eftir seinni heimsstyrjöldina en hann myndi ekki beita hervaldi til að ná landinu.

Miðflokkurinn hækkar flugið og mælist í 22 prósentum
Miðflokkurinn nálgast fylgi Samfylkingarinnar, sem enn er þó stærsti flokkur landsins. Viðreisn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokki og Flokkur fólksins mælist utan þings.

Vélfag til rannsóknar og stjórnarformaðurinn handtekinn
Héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Vélfagi í morgun og handtók stjórnarformann fyrirtækisins. Grunur leikur á að Vélfag hafi brotið gegn þvingunaraðgerðum sem fyrirtækið sætir vegna tengsla sinna við Rússland.
Athugasemdir