Nýtt efni

Ys og þys á Alþingi við Austurvöll
Síðastliðinn þriðjudag var 157. löggjafarþing Íslendinga sett á Alþingi. Ljósmyndari Heimildarinnar fékk
leyfi til fylgjast með því sem fram fór og skrásetja í myndafrásögn.

Ofbeldi á meðal barna eykst en fleiri þekkja rétt sinn
Heimilisofbeldi á milli systkina og á milli foreldra og barna hefur aukist um 29 prósent síðan í fyrra. „Börn eru farin að átta sig sterkt á réttindum sínum,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Hún telur vitundavakningu hafa orðið í samfélaginu en segir áhættuhegðun barna hafa aukist.

Reynisfjara: Öryggið og ábyrgðin
„Tími aðgerða er einfaldlega runninn upp,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra um öryggismál í ferðaþjónustunni. Landeigendur í Reynisfjöru telja öryggisráðstafanir þar vera samstarfsverkefni. Varnir voru hertar í fjörunni eftir að níu ára gömul þýsk stúlka lést þar í byrjun ágúst. Sjónarvottur segir kraftaverk að ekki fleiri hefðu farist þennan dag. Ferðamenn halda áfram að streyma niður í fjöru þrátt fyrir nýtt lokunarhlið og leggja ólíkt mat á hættuna.

Reynt að svindla á meirihluta þjóðarinnar
Guðjón Rúnar Sveinsson rannsóknarlögreglumaður segir að fæstir tilkynni svindl til lögreglu. 73 prósent landsmanna telja að reynt hafi verið að svindla á þeim eða svíkja út úr þeim pening á síðastliðnu ári. Guðjón segir svindlin verða vandaðri og að gervigreindin hjálpi þar til.


Aðalsteinn Kjartansson
Hæfileikinn að hugsa málið
Sagan mun ekki dæma það sem við hugsum heldur það sem við gerum.

Seðlabankinn kannaði hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður eftirlits með fjárfestingasjóði sem unnusta hans stýrir. Seðlabankinn segir málið hafa verið skoðað og engar vísbendingar séu um að hann hafi miðlað til hennar upplýsingum.

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
Niðurstöður nýrrar skýrslu OECD um háskólamál sýna að brotthvarf er hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjum. Þá segir að tryggja þurfi að íslenskir háskólar standi jafnfætis öðrum OECD háskólum. „Þessar niðurstöður staðfesta að háskólamálin þurfa að njóta sérstakrar athygli,“ segir Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Ísland „viðkvæmt fyrir ytri áföllum“ vegna innflutnings lykilhráefna
Lág kornframleiðsla og olíubirgðir eru meðal þátta sem skapa „veikleika í innlendri matvælaframleiðslu.“
Þetta kemur fram í nýrri samantekt um fæðuöryggi frá atvinnuvegaráðuneytinu. Engar reglur eða kerfi eru um lágmarksbirgðir. Flestir Íslendingar búa þó við gott aðgengi að matvælum í dag.

Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
Varaseðlabankastjóri segir bankann gera ráð fyrir að verðbólga hækki aftur áður en hún lækkar. Spár Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgumarkmið náist á fyrri hluta 2027. Launahækkanir sem tryggðar voru í síðustu kjarasamningum hafi gegnt lykilhlutverki í því að viðhalda innlendum hluta verðbólgunnar.

Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu manns sóttu um stöðu ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks. Þar af drógu þrír umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnbirtingu.

Bilið breikkar á milli tekjuhópa á húsnæðismarkaði
Tekjuhærra ungu fólki gengur betur að eignast húsnæði en bilið milli þeirra og tekjulægra ungs fólks hefur aukist. Fólk flýr í verðtryggð lán vegna hárra vaxta og fleiri „njóta aðstoðar“ við fyrstu kaup.

Hong Kong hafna frumvarpi um samkynja sambúð
Þingmenn í Hong Kong felldu í dag frumvarp sem veitir samkynhneigðum pörum frekari réttindi. Niðurstaðan er mikið áfall fyrir hinsegin samfélagið í Hong Kong.

Ísrael ver árásir á Katar eftir gagnrýni frá Trump
Fulltrúi Ísraels segir loftárásir á Hamas-leiðtoga í Katar hafa verið réttlætanlegar. Katar segist hafa fengið viðvörun of seint. Sex Hamas-liðar og öryggisvörður voru drepnir í árásunum, sem forsætisráðherra Ísraels segir hafa verið svar við skotárás í Jerúsalem.
Athugasemdir