Nýtt efni

Hvalveiðar í mínus – fjárfestingar í plús
Hvalur hf. mun ekki senda skip til veiða á komandi vertíð þrátt fyrir að hafa tryggt sér hvalveiðileyfi sem aldrei rennur út. Óhagstæður markaður, segir forstjórinn, en ársreikningar fyrirtækisins sýna að veiðarnar hafa verið reknar með miklu tapi frá því að þær hófust að nýju árið 2006.

Þakklátur fyrir að vera á lífi
Þorlákur Morthens, Tolli, hefur marga fjöruna sopið í lífsins ólgusjó. Æskuárin höfðu sín áhrif en þá byrjaði hann að teikna og var ljóst að drengurinn væri gæddur hæfileikum. Óregla og veikindi lituðu fjölskyldulífið og á unglingsárunum sá hann um sig sjálfur. Um árabil var hann sjómaður, verkamaður og skógarhöggsmaður. Eftir myndlistarnám hefur hann lifað af myndlistinni. Nú er Tolli farinn að mála í ljósari tónum. Hann gaf nýra, greindist síðan með krabbamein og sigraði.

Heimildin hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun
Heimildin hefur hlotið þrenn verðlaun frá Society for News Design: fyrir tvær áhrifamiklar forsíður og fyrir framsetningu rannsóknarumfjöllunar um Running Tide. Hönnuður verðlaunasíðanna er Jón Ingi Stefánsson.

Er loksins fundið líf á öðrum hnetti?
Efnafræðilegar vísbendingar um að vatnspláneta, sem snýst um rauðan dverg, fóstri líf.


Armando Garcia
Sjónarspil útilokunar: Alræðisleg tilhneiging og gróteskan
„Við hvað eruð þið svona hrædd?“ spyr Armando Garcia, fræðimaður við Háskóla Íslands, þau sem tóku þátt í pallborði á málþinginu Áskoranir fyrir Ísland og önnur smáríki í málefnum flóttafólks. Hann segir samkomuna hafa verið æfingu í valkvæðri fáfræði og tilraun til að endurskapa hvíta yfirburði sem umhyggju.


Sif Sigmarsdóttir
Kvíðaþrungnir hnignunartímar
Ég á mér aðeins eina hefð sem ég reyni að brjóta ekki.

Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
Virtasti háskóli Bandaríkjanna, Harvard, tefldi milljörðum dala í ríkisstuðningi í tvísýnu þegar hann hafnaði víðtækum kröfum ríkisstjórnar Donalds Trump. Kröfurnar voru sagðar gerðar til þess að sporna við gyðingahatri á háskólasvæðum. Kröfurnar snúa að stjórnarháttum, ráðningum og inntökuferli skólans.


Erla Hlynsdóttir
Gengisfelling kærleikans
Útlendingastofnun synjaði umsókn trans konu frá Bandaríkjunum um alþjóðlega vernd á Íslandi og mat umsókn hennar tilhæfulausa. Bandaríkjaforseti gagnrýndi síðasta forseta fyrir að fagna bæði páskum og sýnileikadegi trans fólks á sama deginum, sem væri augljós árás gegn kristni.

Barist um stæðin á Keflavíkurflugvelli
Búist er við miklum önnum á Keflavíkurflugvelli um páskana og þeir sem hafa gleymt að panta stæði tímanlega þurfa mögulega að finna aðrar leiðir upp á völlinn en með einkabílnum.

Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Tvö sjónarvitni sem Heimildin ræddi við sáu konu beita báða foreldra sína ofbeldi áður en hún var handtekin vegna gruns um að hafa banað föður sínum. Konan, sem er 28 ára gömul, situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar á Arnarnesinu í Garðabæ.


Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Mér rennur blóðið til skyldunnar
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir segir að stærsta lexía lífs síns sé líklega að uppgötva um miðjan aldur að hún er einhverf. Hún hafi áttað sig á sjálfri sér með hjálp annars einhverfs fólks sem þá hafði þegar olnbogað sig áfram í heimi ráðandi taugagerðar, misst líkamlega, andlega, félagslega og starfstengda heilsu áður en það áttaði sig á sjálfu sér.


Dagur Hjartarson
Nærvera
Ljóð Sigurðar Pálssonar sem hefst á vísun í róluvelli þjóðfélagsins hefur leitað á huga Dags Hjartarsonar að undanförnu.

Ungur áhrifavaldur dregur fjölda pílagríma til Assisi
Unglingurinn Carlo Acutis, sem lést 15 ára og miðlaði trú á netinu, verður fyrsti dýrlingurinn úr röðum þúsaldarkynslóðarinnar. Gröf hans í Assisi dregur að sér fjölda pílagríma sem tengja við nútímalega trúarímynd hans.
Athugasemdir