Nýtt efni


Magnea Marinósdóttir
Inngilding fólks af erlendum uppruna
Inngilding er sífellt umbótaverkefni sem krefst virks stuðnings, jafnari tækifæra og ræktun mannkosta í ört vaxandi fjölmenningarsamfélagi.

Örtröð í Samfylkinguna: „Það hrönnuðust inn skráningar“
Nýskráningar í Samfylkinguna voru svo margar í gær að skráningarkerfið stíflaðist undan álagi. Síðasta tækifæri var í gær til að skrá sig í flokkinn fyrir prófkjör sem fram fer á morgun.

Evrópskur vopnaframleiðandi fær mestu fjármögnun frá upphafi í geiranum
Evrópa eykur vopnaframleiðslu eftir rof gagnvart Bandaríkjunum og innrás Rússa í Úkraínu.

Danski herinn var í viðbragðsstöðu fyrir árás Bandaríkjanna á Grænland
Hótanir Bandaríkjaforseta voru teknar alvarlega og danski herinn var með áætlun um að veita viðnám með hjálp bandamanna.

Engir talmeinafræðingar en 143 ný leikskólapláss
Engin aukin fjárframlög hafa verið veitt til skólabókasafna þrátt fyrir villandi svar borgarinnar um annað. Leikskólaplássum hefur fjölgað. Nokkuð hefur verið skrafað um lóðabrask en fáar ákvarðnir teknar.

Aðalsteinn vinsælastur Viðreisnarfólks en flestir óákveðnir
Aðalsteinn Leifsson, varaþingmaður og frambjóðandi til forystu Viðreisnar í borginni, nýtur mests stuðnings til að leiða listann, samkvæmt könnun sem hann lét Maskínu gera. Meirihluti aðspurðra segist þó ekki vita hver væri best fallinn til að leiða listann.

Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn saman um stríðslok
Fulltrúar rússneskra og úkraínskra stjórnvalda funda um stríðslok á fundum með bandarískum embættismönnum í dag. Gert er ráð fyrir að fundað verði í tvo daga.

Forsætisráðherra Grænlands: „Ég verð að trúa“
Forsætisráðherra Grænlands, Jens-Frederik Nielsen, segir að unnið sé að samkomulagi við Bandaríkin, en hann þekki ekki innihald hugsanlegs rammasamnings sem forseti Bandaríkjanna hefur vísað til. „Ef við getum ekki átt samskipti í réttum farvegi þá er erfitt fyrir mig að vita hvað hefur farið fram.“


Jón Trausti Reynisson
Fallnir á fullveldisprófinu
Íslenskir stjórnmálamenn, sem kenna sig við sjálfstæði og þjóðrækni, að taka sér stöðu röngum megin sögunnar, réttlætisins og hagsmuna íslensku þjóðarinnar, á meðan leiðtogar lýðræðisríkja mynda samstöðu til að veita yfirgangi mótstöðu þegar reynt er að kasta nágranna okkar fyrir ljónin.

Hér eru tilnefningar til Óskarsverðlauna 2026
Norska kvikmyndin Sentimental value fær fjölda tilnefninga.

Lars Christensen: Tímabært að endurmeta traustið á dollaranum
„Við getum einfaldlega ekki lengur treyst því að Bandaríkin fari eftir reglunum,“ skrifar danski hagfræðingurinn Lars Christensen og spyr hvort yfir höfuð sé forsvaranlegt að treysta því fjármála- og efnahagskerfi sem byggir á þeirri heimskipan sem við höfum vanist.

Eignir almennings rýrna
Lækkandi fasteignaverð og vaxandi verðbólga leiðir til þess að eignir almennings eru að dragast saman. Horfur eru á aukinni verðbólgu í janúar vegna aðgerða stjórnvalda.


Magnea Marinósdóttir
Hvar liggja „vók“ mörkin, eru kynin bara tvö og hvað á jafnréttisbarátta kvenna og trans fólks sameiginlegt?
Ef baráttumarkmið mennsku og mannlegrar tilveru er „Woke“ þá mun ég ávallt glöð og fagnandi „Woke“ vera.

Hvað þarf til að setja Bandaríkjaforseta af?
Það er tiltölulega einfalt mál að setja Bandaríkjaforseta af ef hann reynist skyndilega óhæfur til að gegna embætti sínu. Vandinn liggur hins vegar í því að það eru varaforsetinn og ríkisstjórnin sem verða að hafa frumkvæði að því.

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
Samkvæmt lóðaleigusamningi hefur fyrirtækið Reykjanes Aurora heimild til að innheimta bílastæðagjöld í 500 metra radíus við Reykjanesvita þrátt fyrir að leigja aðeins hluta af því landi. Eigandinn segir að reynt hafi verið á gjaldheimtuna fyrir dómi og hún úrskurðuð honum í vil. „Þetta er búið að vera vandræðamál,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Athugasemdir