Nýtt efni

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
„Þetta er sjúkdómur sem fer ekki í jólafrí,“ segir Elín Ósk Arnardóttir, sem hefur glímt við átröskun í þrettán ár. Hún segir jólahátíðina einn erfiðasta tíma ársins fyrir fólk með sjúkdóminn þar sem matur spilar stórt hlutverk og úrræðum fækkar fyrir sjúklinga. Elín er nú á batavegi og hvetur fólk til að tala hlutlaust um mat og sleppa því að refsa sér.

Jólaskammturinn, laufabrauð og mandarínuát
Þátturinn verður með hátíðlegu sniði því nú nálgast jólin þar sem allskonar kræsingar og lystisemdir verða á borðum landsmanna. Við ferðumst aftur í tímann og heyrum hvað fólk, sem fætt var um aldamótin nítjánhundruð, borðaði í sinni æsku, forvitnumst um laufabrauð í samtíð og fortíð og veltum fyrir okkur ógætilegu mandarínuáti. Gestir þáttarins er miklir matgæðingar, þjóðfræðingarnir Guðrún Gígja Jónsdóttir og Áki Guðni Karlsson. Þau segja okkur frá sínum matarhefðum yfir hátíðarnar og hvort það er eitthvað sem alls ekki má vanta á matardiskinn.
Þetta er síðasti þáttur Þjóðhátta á þessu ári og við segjum því að lokum: Gleðileg jól!
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Jólaævintýri leynikórsins
Tár falla, bæði í salnum og í kórnum sjálfum, og sumir í salnum syngja með. Lokatónninn hverfur út í skammdegið, einlægt klapp, þurrkuð tár og ótal bros. Það þekkja allir andlit í kórnum en hann kemur bara fram fyrir sérvalinn hóp og syngur þá inn jólin.

Baldvin í Samherja segir pabba sinn ekki bestu útgáfuna af sjálfum sér vegna rannsóknar
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri og einn eigenda Samherja, segir það haft áhrif á föður sinn að vera til rannsóknar yfirvalda í sex ár. Faðir hans, Þorsteinn Már Baldvinsson, er grunaður í rannsókn Héraðssaksóknara á stórfelldum mútugreiðslum til namibísks áhrifafólks.

Morgunblaðið og Sýn fá yfir 100 milljónir frá ríkinu
Útgáfufélag Morgunblaðsins og Sýn, stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins, fá tæpar 104 milljónir hvort í styrk frá ríkinu. Bændablaðið skilaði umsókn of seint og verður því af styrk þetta árið. Í heild var sótt um styrk fyrir rúman milljarð króna en um 545 milljónir voru til úthlutunar.

Verðbólgan skýst upp að nýju
Vísitala neysluverðs hefur ekki hækkað jafn mikið á milli mánaða síðan í febrúar á síðasta ári.

Skrefi nær því að opna stærsta kjarnorkuver Japans að nýju
Búið er að samþykkja að kveikja aftur á stærsta kjarnorkuveri Japana. Það var tekið úr notkun þegar Japan hætti notkun kjarnorku eftir að gríðarstór jarðskjálfti og flóðbylgja ollu bráðnun í þremur kjarnaofnum í Fukushima-kjarnorkuverinu árið 2011.

Takmarka fjölda nemenda utan EES: „Við vitum ekki hvernig pólitíska landslagið verður“
Margar námsleiðir við Háskóla Íslands munu takmarka fjölda nemenda utan EES-svæðisins frekar. Óvissa um fjárframlög með þeim gerir áætlanagerð erfiða. Aðstoðarrektur segir skólann vilja sinna núverandi innflytjendum betur, meðal annars með íslenskunámi.

„Heilaga jörð, þú sem hýsir okkur“
Kona og hundur draga fram lífið í harðri lífsbaráttu í heimi þar sem hamfarahlýnun og loftslagsbreytingar hafa raskað búsvæði manna og dýra með skelfilegum afleiðingum. Hin grænlenska Arnaq hefur misst alla ástvini sína og hennar eini förunautur og vinur er sleðahundur. Tvíeykið rambar út á hafís sem rekur frá landi og lendir í ítrekaðri lífshættu. Manneskjan er smá og má...

Óhagnaðardrifin leiga lækkar að raunvirði
Nær 7.000 manns eru á biðlista eftir leiguíbúðum utan markaðsleigu. Um 150 þúsund króna munur er á miðgildi óhagnaðardrifinna leigusaminga og markaðsleigu.

Af stjórnmálaástandi – úr jólabókaflóðum
Fræðibækur og rit almenns efnis er víðfeðmur flokkur bæði í Bókatíðindum og á sviði
bókmenntaverðlauna. Hér eru teknar til yfirlitslegrar greiningar nokkrar sérvaldar bækur sem mætti draga saman undir flokk almennra fræðandi bóka á sviði stjórnmála og lýðræðis sem settar eru í lauslegt samhengi fleirri bóka af sviðum efnahagspólitíkur.

Rætur martraðarlandsins
Það fyrsta sem sló mig þegar ég tók upp Jötunstein Andra Snæs Magnasonar var sú hugsun að bókin er lauflétt. Þetta er ekki steinn, hvað þá jötunsteinn. Þetta er steinvala, hugsaði ég. Þannig væri kominn áþreifanlegur vitnisburður um að Morgunblaðið og spjallstjórinn Stefán Einar Stefánsson hefðu rétt fyrir sér, þegar blaðsíður bóka voru taldar, þeim deilt í úthlutuð listamannalaun og...

Skyndiréttur með samviskubiti
Tál er 29. bókin sem Arnaldur Indriðason gefur út á 29 árum. Geri aðrir betur. Bækurnar hans hafa selst í bílförmum úti um allan heim og Arnaldur verið stjarnan á toppi íslenska jólabókaflóðsins frá því fyrstu bækurnar um Erlend og félaga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæðum þegar afköstin eru svona mikil – en jafnvel miðlungsbók eftir...


Athugasemdir