Nýtt efni
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
Þrír íbúar hjólhýsahverfisins á Sævarhöfða eru heimilislausir eftir að eldur kom upp í einu hýsanna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir um viðbrögð nágranna síns sem missti húsbíl sinn. Sjálf missti hún heimili sitt í brunanum en Geirdís hefur tvisvar áður á ævinni misst allt sitt í eldsvoða. Í þeim fyrsta lést pabbi hennar.
Dæmdur hasssmyglari varð andlit Grænlandsáforma Trumps
Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði í gær grænlenskum manni á samfélagsmiðlum sem óskaði þess að Bandaríkin legðu landið undir sig. Maðurinn á langan glæpaferil að baki og var meðal annars dæmdur í stóru hasssmyglmáli þar í landi árið 2019. Hann var eftirlýstur tíu árum áður eftir að hann slapp úr fangelsi.
Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, útilokar ekki að beita hernaðarvaldi til að ná Grænlandi undir Bandaríkin.
Íbúar segja skemmuna skipulagsslys: „Fólk er virkilega dapurt“
Íbúar Árskóga 7, húss sem liggur að nýreistri vöruskemmu við Álfabakka, voru mættir á fund borgarstjórnar sem hófst í Ráðhúsinu í hádeginu. Einn þeirra segir fólkið í húsinu dapurt en annar fer fram á að skemman verði rifin.
Þorgerður í Kænugarði: Sorgleg en hvetjandi heimsókn
„Úkraínumenn hafa fórnað sér svo að aðrir geti haldið réttindum sínum og frelsi,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Kænugarði í dag. Blaðamaður Heimildarinnar var á staðnum.
Guðmundur Ari nýr þingflokksformaður Samfylkingar
Guðmundur Ari Sigurjónsson verður þingflokksformaður Samfylkingarinnar þegar þing kemur saman síðar í þessum mánuði. Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll koma þau ný inn á þing.
Auglýstu áformin í sólarhring — „Engar athugasemdir bárust“
Hin nýja Umhverfis- og orkustofnun hefur framlengt bráðabirgðaheimild Skotfélags Reykjavíkur til rekstrar skotvallar í Álfsnesi um ár. Starfsleyfi heilbrigðiseftirlits er ekki í höfn og beðið er eftir auknum hljóðvörnum. Kvartað hefur verið yfir hávaða frá skotsvæðinu.
Jón Gunnarsson hreppir þingsæti Bjarna
Þar sem að Bjarni Benediktsson ætlar ekki að sitja áfram á þingi tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður á þingi á ný, að óbreyttu, eftir að hafa verið í 5. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í nýliðnum kosningum.
Bjarni lætur af formennsku og þingmennsku
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mun ekki taka sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og sækist ekki eftir endurkjöri til formanns flokksins.
Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra
Lárus M. K. Ólafsson mun á næstu dögum hefja störf sem aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann hefur starfað sem sérfræðingur á sviði orku- og umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins frá árinu 2019.
Vilja flytja 29 þúsund manns upp á Eyrarfjall árlega
Umhverfismat á áformuðum kláfi upp á Eyrarfjall við Ísafjörð er hafið. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins eru 3,5 milljarðar króna. Veitingastaður yrði á toppi fjallsins.
Running Tide ekki lengur til á Íslandi
Eigendur einkahlutafélagsins utan um Running Tide hafa slitið félaginu. Rekstri þess var hætt í sumar. Í júní fjallaði Heimildin ítarlega um starfsemina og gagnrýni vísindamanna á hana.
Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing
Eftir að Donald Trump tapaði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í árslok 2020 hélt hann því ítrekað fram að svindl hafi leitt til þess að hann tapaði. Á fundi með stuðningsmönnum sínum þann 6. janúar 2021 sagði hann: „Við munum aldrei gefast upp.“ Skömmu síðar réðust stuðningsmenn hans inn í bandaríska þinghúsið. Seinna í þessum mánuði tekur Trump aftur við embætti sem forseti Bandaríkjanna.
„Þessum hryllingi verður að linna“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ræddi í dag við framkvæmdastjóra UNRWA og yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza. Þar tilkynnti hún UNRWA að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var, í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar.
Athugasemdir