Nýtt efni

Ragnhildur tekur við sem ritstjóri Kveiks
Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, tekur við sem nýr ritstjóri Kveiks í október.


Baldur Þórhallsson
Lítum okkur nær
Það er ekki hægt að eiga uppbyggilega samverustund með barnabörnum undir stöðugum fréttum af ódæðisverkum.

Tyrkir hefja rannsókn á aðgerðum Ísraels gegn hjálparflotanum
Ísraelski herinn hefur farið um borð í þrettán báta sem tilheyra flotanum sem siglir með hjálpargögn til Gaza. Allir um borð hafa verið handteknir. Utanríkisráðuneyti Tyrklands lýsti aðgerðunum sem „hryðjuverkaárás“. Íslendingur er um borð í einu þeirra skipa sem enn hafa ekki verið stöðvuð.

Framsókn mælist inni á ný
Framsóknarflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn fengi fjóra fulltrúa kjörna. Samfylkingin er stærst með 34 prósenta fylgi.

Sannleikur, fegurð, frelsi, ást og ringulreið
„Á þessum síðustu og verstu tímum er kvöldstund aftengd raunveruleikanum kærkomin,“ skrifar leikhúsrýnirinn Sigríður Jónsdóttir um Moulin Rouge! Borgarleikhússins.

Jóhann Páll: „Þjóðin gerir kröfu um árangur í loftslagsmálum“
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir almenning á Íslandi og víðar hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum. Fólk sé „fylgjandi því að gripið sé til afgerand aðgerða til að vinna gegn hnattrænni hlýnun.“ Hann segir mikilvægt að spenna ekki bogann of mikið og leggjast í raunsæjar aðgerðir.


Jovana Pavlović
Árið er 533
Mannfræðingurinn Jovana Pavlović fjallar um áframhaldandi nýlendustefnu Vesturlanda sem birtist í stuðningi við Ísrael, tvöfeldni í skilgreiningu „verðugra“ og „óverðugra“ fórnarlamba, og gagnrýnir sýndarsiðferði viðurkenningar Palestínu.

Starfsemi bandaríska ríkisins stöðvuð – nær til sendiráðsins á Íslandi
Ríkisrekstur Bandaríkjanna hefur verið stöðvaður vegna pattstöðu um fjárveitingar milli Demókrata og Repúblikana. Bandaríska sendiráðið á Íslandi segist munu halda áfram að sinna vegabréfsáritunum eftir því sem aðstæður leyfa.

Grikkir mótmæla áformum um 13 stunda vinnudag
Allsherjarverkfall er á Grikklandi í dag vegna áforma ríkisstjórnarinnar þar í landi að leyfa 13 klukkustunda vinnudaga. Verkalýðsfélög segja þetta munu stofna lífi og heilsu fólks í hættu en stjórnvöld segja þetta tryggja valfrelsi.


Andri Snær Magnason
Að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason skrifar um það sem vantar í samantekt á framlagi rithöfunda og fréttaskrifa Stefáns Einars Stefánssonar um hana.

„Móðgun við Bandaríkin“ fái hann ekki Nóbelsverðlaunin
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa endað sjö stríð.

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
Samuel Rostøl hjúkrunarfræðingur og dýraverndunarsinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann segir áhafnarmeðlimi hafa ákveðið að bregðast við hörmungunum á Gaza fyrst að ríkisstjórnir geri það ekki. „Það er undir okkur komið – mér og þér – að stoppa þetta,“ útskýrir hann.
Athugasemdir