Nýtt efni

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
„Þetta er ekki ruslið þitt en þetta er plánetan okkar,“ segir Erik Ahlström, guðfaðir plokksins. Ekki bara felst heilsubót í plokkinu heldur segir Erik það líka gott fyrir umhverfið og komandi kynslóðir. Hann telur mikilvægt fyrir sjávarþjóð eins og Ísland að koma í veg fyrir að rusl fari í sjóinn en 85 prósent þess kemur frá landi. Blaðamaður Heimildarinnar fylgdi Erik út að plokka.


Sif Sigmarsdóttir
Það dimmir af nóttu
Eitthvað annað en minnið hlýtur því að vera að bregðast þegar veröldin horfir svo gott sem aðgerðarlaus upp á annað þjóðarmorð eiga sér stað.

Samræma verklagsreglur lögreglu um hatursglæpi gegn hinsegin fólki
Þessi samræming er ein af 34 aðgerðum sem lagðar eru til í drögum að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks. Markmið aðgerðarinnar verði að tryggja sýnilega, samræmda og réttindamiðaða meðferð hatursglæpa gagnvart hinsegin fólki.

Ólga í Nepal eftir að ríkisstjórnin setti hömlur á Facebook, YouTube og X
Milljónir notenda segja ákvörðunina skaða viðskipti og skerða tjáningarfrelsi en ákvörðunin byggir á úrskurði Hæstaréttar og reglugerð frá 2023.

Prófessor í læknisfræði hlynntur sniðgöngu ísraelskra háskóla en andvígur mótmælaaðgerð
Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði, segist hlynntur sniðgöngu á ísraelskum háskólum. Hann gagnrýnir hinsvegar mótmælaaðgerðir sem beindust að ísraleskum prófessor.

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa leggst gegn breytingum á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðherrar kynntu í vikunni og mótmælir því að þær feli í sér einföldun eftirlits. Þá sýni tillögur ríkisstjórnarinnar „mikið skilningsleysi á málaflokknum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem heilbrigðiseftirlit sinnir“.

„Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli“
Snorri Másson, sem hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga, segir að sér hafi verið gerð upp viðhorf og lagt hafi verið út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. Hann hafi áhyggjur af þöggun í samfélaginu.

Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
„Stöndum með Sönnu!“ er yfirskrift undirskriftarlista þar sem lýst er yfir stuðningi við Sönnu Magdalenu Mörtudóttir. Bent er á að flokkur hennar, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við vantraustsyfirlýsingu á hendur Sönnu sem eitt svæðisfélaga hans birti á dögunum og að þögnin sé óásættanleg.

Þjóðarsorg í Portúgal
Minnst fimmtán létust eftir að kláfferja fór út af sporunum á einum vinsælasta ferðamannastað Lissabon, höfuðborgar Portúgal. Borgarstjóri segir slysið vera „hörmung sem borgin okkar hefur aldrei áður upplifað“.

Breið samstaða gegn þjóðarmorði
„Ríkisstjórn Íslands – eins og ríkisstjórnir annarra ríkja – verða að bregðast af hörku við mannréttindabrotum og glæpum,“ segir Tótla Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Yfir hundrað samtök og félög taka þátt í fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði á laugardaginn. Tótla segir samstöðuna breiða enda teygi ógnin sig í margar áttir.

Fjórtán með fölsuð skilríki – Óvenjulegt mál og mansal til skoðunar
Fjórtán manns frá Asíu voru stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fölsuð skilríki í lok ágúst. Tvö lögregluumdæmi, ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðuneyti koma að málinu, auk þess sem haft hefur verið samband við Europol.

Emmy-verðlaunahafi handtekinn vegna hatursorðræðu í garð trans fólks
Handtaka Emmy-verðlaunahafans Graham Linehan vegna hatursorðræðu í garð trans fólks hefur vakið upp deilur í Bretlandi um mörk tjáningarfrelsisins. Forsætisráðherrann Keir Starmer hefur hvatt lögregluna til að „einbeita sér að alvarlegustu málunum“.

69% ná að safna sparifé
Minna en einn af hverjum tíu landsmönnum nær ekki endum saman á meðan nær sjö af hverjum tíu ná að safna sparifé. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en samkvæmt honum hefur fjárhagur heimilanna sjaldan verið betri frá upphafi mælinga.

Óttast að Coda Terminal ógni umhverfisvænni ásýnd Ölfuss
Vatnsfyrirtæki í Ölfus hefur áhyggjur af ímynd Ölfuss verði Coda Terminal-verkefni Carbfix samþykkt og komið á laggirnar.

Tveir eftirlitsaðilar í stað ellefu
Atvinnuvegaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynntu í dag breytingar á eftirlitsumhverfi fyrirtækja þegar kemur að matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum. Ráðherrarnir lögðu áherslu á að markmið breytinganna væri ekki fækkun eða tilfærsla opinberra starfa milli landshluta.
Athugasemdir