Þorsteinn V. Einarsson

Sérfræðingar pallborðs Kveiks - Ólöf Tara Harðardóttir, Katrín Ólafsdóttir, Þórður Kristinsson og Sóley Tómasdóttir
Karlmennskan, hlaðvarp#63

Sér­fræð­ing­ar pall­borðs Kveiks - Ólöf Tara Harð­ar­dótt­ir, Katrín Ólafs­dótt­ir, Þórð­ur Krist­ins­son og Sól­ey Tóm­as­dótt­ir

Eft­ir alltof stutt­an og ófókuser­að­an seinni þátt Kveiks um hreins­un­ar­eld Þór­is Sæm fékk ég við­mæl­end­ur pall­borðs Kveiks til þess að dreypa á því sem helst fór fram og kannski einna helst beina sjón­um að því sem vant­aði í um­ræð­una. Marg­ir áhuga­verð­ir og þarf­ir punkt­ar komu fram sem er þess virði að hlusta á, til dæm­is fjöll­uð­um við um hvað er átt við þeg­ar við töl­um um hand­rit fyr­ir gerend­ur? Hvort það ætti ekki að koma á lagg­irn­ar nýj­um dóm­stól á Ís­landi sem fer með kyn­ferð­is­brota­mál? Hvernig ætl­um við að tak­ast á við sárs­auka þo­lenda? Hver er hin raun­veru­lega slauf­un­ar menn­ing? Við velt­um fyr­ir okk­ur ólík­um sjón­ar­mið­um þeg­ar að kem­ur að því að um­gang­ast gerend­ur og hvernig við get­um beitt okk­ur fyr­ir þo­lenda­vænni sam­fé­lagi. Við eig­um það sam­eig­in­legt að líta á jafn­rétt­is­bar­átt­una sem lang­hlaup sem er mik­il­vægt að vera vel nest­uð í og að sér­fræð­ing­ar, þo­lend­ur og aktív­ist­ar eigi að leiða þá um­ræðu. Eft­ir­vinnsla: Unn­ur Gísla­dótt­ir Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (instrumental) Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja).
„Gerendur fá afslátt, en hvað fá þolendur?“ - Ólöf Tara Harðardóttir og Fjóla Heiðdal baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi
Karlmennskan, hlaðvarp#62

„Gerend­ur fá af­slátt, en hvað fá þo­lend­ur?“ - Ólöf Tara Harð­ar­dótt­ir og Fjóla Heið­dal bar­áttu­kon­ur gegn kyn­bundnu of­beldi

Við höld­um áfram að rýna í um­ræð­una um of­beldi, orð­ræð­una, sjón­ar­horn­ið og hverj­ir fá pláss í fjöl­miðl­um. Und­ir hvaða sjón­ar­mið er kynt og hvaða áhrif hef­ur ein­hliða um­fjöll­un um of­beldi sem mál­ar hóp þo­lenda sem gerend­ur á um­ræð­una? Ít­rek­að fá­um við að heyra skila­boð um að þo­lend­ur og bar­áttu­fólk gegn of­beldi þurfi að vanda sig, berj­ast á ábyrg­an hátt og með rök­festu. Þetta fá­um við að heyra frá al­menn­ingi og mis­jöfn­um sér­fræð­ing­um sem telja sig vera á móti of­beldi og vilja upp­ræta það. En hvert er fókusn­um beint? Hvaða sjón­ar­mið eru tek­in til greina? Hvernig er hægt að ef­ast um gerenda­með­virkni eða til­vist feðra­veld­is­ins? Af hverju trú­um við ekki þo­lend­um? Hvernig get­ur bar­áttu­fólk fyr­ir rétt­látu sam­fé­lagi orð­ið meg­in skot­spónn gagn­rýni? Þetta eru spurn­ing­ar sem við velt­um fyr­ir okk­ur í þætt­in­um sem snýr að því að greina sam­fé­lagsum­ræð­una út frá sjón­ar­horni bar­áttu­kvenn­ana Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur og Fjólu Heið­dal þol­anda of­beld­is og að­stand­anda þol­anda. Eft­ir­vinnsla: Unn­ur Gísla­dótt­ir Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (instrumental) Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja).
„Ekki hvenær, heldur hvernig gætu gerendur átt afturkvæmt“ - Gústav Adolf heimspekingur og Rannveig Ágústa kynjafræðingur
Karlmennskan, hlaðvarp#61

„Ekki hvenær, held­ur hvernig gætu gerend­ur átt aft­ur­kvæmt“ - Gúst­av Ad­olf heim­spek­ing­ur og Rann­veig Ág­ústa kynja­fræð­ing­ur

Hér er gerð frek­ari til­raun til þess að kryfja þá sviðnu jörð sem frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveik­ur skildi eft­ir í kjöl­far þátt­ar­ins „Hrein­un­ar­eld­ur Þór­is Sæ­munds­son­ar“. Rann­veig Ág­ústa Guð­jóns­dótt­ir kynja­fræð­ing­ur og doktorsnemi sem er að rann­saka gerend­ur og Gúst­av Ad­olf Berg­mann Sig­ur­björns­son heim­spek­ing­ur og doktorsnemi sem er að rann­saka hvernig sam­skipti milli ólíkra reynslu­heima eiga sér stað sett­ust í stúd­íó­ið. Leit­um við svara við af-skaut­un um­ræð­unn­ar um of­beldi, hvernig við get­um nálg­ast vini og vinnu­fé­laga sem eru gerend­ur eða meint­ir gerend­ur of­beld­is. Hvað þurfi til svo gerend­ur megi axla ábyrgð og hvernig spurn­ing­in „hvenær eiga gerend­ur aft­ur­kvæmt“ sé í sjálfu sér entit­led og taki því sem gefnu að það sé bara spurn­ing um tíma, en ekki hvort eða hvernig gerend­ur geti átt aft­ur­kvæmt. Spjall­ið fer á stöku stund­um í hyl­dýpi hugs­ana doktorsnem­anna en við reynd­um að halda um­ræð­unni að­gengi­legri og gagn­legri fyr­ir sam­tal­ið out th­ere. Eft­ir­vinnsla: Unn­ur Gísla­dótt­ir Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (instrumental) Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja).
Hreinsunareldur sem brenndi þolendur - Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks
Karlmennskan, hlaðvarp#60

Hreins­un­ar­eld­ur sem brenndi þo­lend­ur - Þóra Arn­órs­dótt­ir rit­stjóri Kveiks

„Núna lang­ar mig að­eins að segja hver hugs­un­in var.“ seg­ir Þóra Arn­órs­dótt­ir rit­stjóri Kveiks að­spurð hvers vegna ákveð­ið var að gera ein­hliða illa ígrund­aða og meingall­aða um­fjöll­un um of­beldi sem mál­aði hóp þo­lenda sem gerend­ur. Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveik­ur fjall­aði um leik­ar­ann Þóri Sæm í síð­ustu viku sem vakti væg­ast sagt upp hörð við­brögð þo­lenda og bar­áttu­fólks gegn of­beldi. Eng­ir sér­fræð­ing­ar um of­beld­is­mál voru fengn­ir til við­tals og ýj­aði þátta­stjórn­andi að því að ástæð­an væri sú að eng­inn hefði feng­ist í þátt­inn. Þátt­ur­inn, sem að sögn þátta­stjórn­anda, átti að hreyfa við um­ræð­unni um of­beldi fýr­aði í raun enn frek­ar upp í and­stöðu við þo­lend­ur og mátti sjá gerenda­með­virkn­ina sull­ast yf­ir face­book-þráð Kveiks þar sem við­tal­ið var aug­lýst. Í kjöl­far þátt­ar­ins hafa þo­lend­ur stig­ið fram í hrönn­um, einkum á Twitter, og lýst því hvernig þátt­ur­inn hafi ver­ið eins og „hland­blaut tuska í and­lit­ið á þo­lend­um“. Raun­ar var það ung kona sem tók svo til orða og lýsti því á Twitter og í sam­tali við Stund­ina, að við­mæl­andi Kveiks hefði not­fært sér ald­ur henn­ar til að sofa hjá sér, þeg­ar hún var 16 ára og hann 34 ára. Og hún virð­ist ekki vera sú eina sem svíð­ur und­an við­mæl­anda Kveiks. En um­fjöll­un Kveiks var ekki um þján­ing­arn­ar sem við­mæl­and­inn hefði oll­ið þo­lend­um sín­um og hvernig hann hefði axl­að á þeim ábyrgð, held­ur hvort að af­leið­ing­arn­ar sem hann hef­ur mátt mæta vegna gjörða sinna „væri sann­gjörn nið­ur­staða“. Karl­mennsk­an fær Þóru til að út­skýra hugs­un­in á bakvið um­fjöll­un­ina, hvort þátt­ur­inn hafi ver­ið mis­tök og í raun virk­að sem vopn í hönd­um þeirra sem tala nið­ur þo­lend­ur og bar­áttu­fólk gegn of­beldi, hvort far­ið hafi ver­ið í full­nægj­andi rann­sókn­ar­vinnu í að­drag­anda þátt­ar­inns og hvernig Kveik­ur muni bregð­ast við í kjöl­far gagn­rýn­inn­ar. Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (instrumental) Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja).
„Síðastur í markið er hommi“ – Ástrós Anna Klemensdóttir, meistaranemi í félagsfræði
Karlmennskan, hlaðvarp#59

„Síð­ast­ur í mark­ið er hommi“ – Ástrós Anna Klem­ens­dótt­ir, meist­ara­nemi í fé­lags­fræði

Í ljósi fregna að Josh Ca­vallo ástr­alsk­ur fót­bolta­mað­ur kom op­in­ber­lega út úr skápn­um fékk ég Ástrósu Önnu meist­ara­nema í fé­lags­fræði til sam­tals við mig. Við rædd­um um áber­andi skort á sam­kyn­hneigð­um fót­bolta­mönn­um. Þá fjall­ar Ástrós Anna um rann­sókn sem hún gerði með­al ís­lenskra fót­bolta­manna sem varp­ar ljósi á þær hómó­fób­ísku hug­mynd­ir sem þekkj­ast inn­an grein­ar­inn­ar, hvernig skað­leg orð­ræða, kven­fyr­ir­litn­ing og ríkj­andi karl­mennsku er við­hald­ið inn­an menn­ing­ar fót­bolt­ans hér á landi. Von­in er þó að yngri kyn­slóð­in sé fær­ari í fjöl­breyti­leik­an­um og hugs­an­lega að hún hreyfi við ríkj­andi karl­mennsku hug­mynd­um. Það eiga „all­ir að geta æft fót­bolta“ eins og Ástrós Anna seg­ir. Eft­ir­vinnsla: Unn­ur Gísla­dótt­ir Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (instrumental) Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja).
„Gervikallar gráta ekki “ - Tómas Tómasson alþingismaður
Karlmennskan, hlaðvarp#58

„Gervikall­ar gráta ekki “ - Tóm­as Tóm­as­son al­þing­is­mað­ur

Með sinn sér­staka stíl bauð Tóm­as Tóm­as­son bet­ur þekkt­ur sem „Tommi“ sig fram til Al­þing­is. Eins og Tommi kemst sjálf­ur að orði þá hef­ur aldrei ver­ið kos­ið svona „gaml­an karl“ á þing, en hann hlaut efni sem erf­iði og sit­ur nú fyr­ir hönd Flokks fólks­ins á þingi. Karl­mennsk­an fékk Tomma til þess að ræða að­drag­anda kosn­ing­anna, áherslu­mál hans sem þing­manns, hvort hann sé „hinn góði kapí­talisti“ og hver séu mik­il­vægu mál­efn­in. Þá lýsti Tommi við­horf­um sín­um til transum­ræð­unn­ar, #met­oo og hvernig hugsa mætti mörk og þá líka marka­leysi. Að lok­um var rætt hvernig skil­greina mætti karl­mennsk­una. Eft­ir­vinnsla: Unn­ur Gísla­dótt­ir Tónlist: On (Instrumental) - Jói P. og Króli Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja).
„Ísland er húsfélag“ - Svala, Hörður og Einar
Karlmennskan, hlaðvarp#57

„Ís­land er hús­fé­lag“ - Svala, Hörð­ur og Ein­ar

Ég bað vini mína um að taka um­ræðu um um­ræð­una er sneri að karl­mennsku og jafn­rétti á með­an ég tók ör­stutt „sum­ar­frí“ með fjöl­skyld­unni. Nú­ver­andi og fyrr­ver­andi fót­bolta­áhuga­menn rýna í áhuga­mál­ið sitt og menn­ing­una í kring­um það und­ir dyggri stjórn Svölu Hjör­leifs­dótt­ur. Svala Hjör­leifs­dótt­ir stýrði sam­tali við Ein­ar Óm­ars­son og Hörð Ág­ústs­son þar sem þau fara víða og ræða m.a. karl­mennsku­spjall­ið, fót­bolta­menn­ingu og áhang­end­ur hópí­þróttaliða, van­getu ís­lensks sam­fé­lags til að gera fólk ábyrgt gjörða sinna, skrímslavæð­ingu gerenda of­beld­is, KSÍ og kven­leika og karl­mennsku. Þau velta fyr­ir sér heil­ag­leika í kring­um fót­bolt­ann, hvort berg­máls­hell­ir­inn þeirra eig­in sé að stækka, hvort við­horf karla séu að breyt­ast og margt fleira temmi­lega kaó­tískt. Eins og hús­fund­ur, nema um jafn­rétti, of­beldi og fót­bolta. Um­sjón: Svala Hjör­leifs­dótt­ir Intro: Fut­ur­egrap­her Outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja).
Fullkomið foreldri, besta barnið - Auður Magndís Auðardóttir og Sunna Símonardóttir
Karlmennskan, hlaðvarp#56

Full­kom­ið for­eldri, besta barn­ið - Auð­ur Magn­dís Auð­ar­dótt­ir og Sunna Sím­on­ar­dótt­ir

„Í stað­inn fyr­ir að líta á okk­ur sem heild eða hluta af mengi þá er­um við far­in að líta á okk­ur og börn­in okk­ar sem ein­hvers­kon­ar frífljót­andi ein­stak­linga og okk­ar hlut­verk er að besta okk­ur sjálf og börn­in okk­ar sem sam­keppn­is­hæf­asta ein­stak­ling­inn sem fer út og skap­ar pen­inga.“ seg­ir Auð­ur Magn­dís Auð­ar­dótt­ir í sam­tali við Sunnu Sím­on­ar­dótt­ur og Þor­stein V. Ein­ars­son um for­eldra­hlut­verk­ið. Auð­ur Magn­dís og Sunna hafa báð­ar gert doktors­rann­sókn á kröf­ur á for­eldra og hvernig þær hafa auk­ist und­an­farna ára­tugi sem þær tengja við stétta­skipt­ingu, mark­aðsvæð­ingu, ný­frjáls­hyggju og ákafa mæðr­un. Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja). Intro: Fut­ur­egrap­her Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
„Já, þetta er varaliturinn hennar mömmu“ - Jón Gnarr
Karlmennskan, hlaðvarp#55

„Já, þetta er varalit­ur­inn henn­ar mömmu“ - Jón Gn­arr

„Ég hef alla tíð ver­ið frek­ar ringl­að­ur og svo er ég bullu­koll­ur og ruglu­dall­ur. Ef það er ein­hver hæfi­leiki sem ég hef þá er það þvað­ur. Ég get þvaðr­að enda­laust.“ seg­ir Jón Gn­arr með­al ann­ars í sam­tali sem átti að vera 30 til 45 mín­út­ur um kallakalla og vináttu en leidd­ist út í 75 mín­útna spjall um allskon­ar. Enda er ekki auð­sótt að leiða sam­tal við Jón Gn­arr inn á eina braut. Við ræð­um um kallakall­inn sem hef­ur stund­um af hon­um völd­in, hvernig það er að vera hvít­ur mið­aldra karl­mað­ur, afa­hlut­verk­ið, for­eldra­hlut­verk­ið, karllægni ís­lensk­unn­ar, karl­mennsku og upp­hand­leggsvöða, móð­ur­missinn, borg­ar­stjórn­ar­tím­ann og vináttu svo fátt eitt sé nefnt. Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja). Intro: Fut­ur­egrap­her Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
„Sjáið þetta ógeð hérna“ - Aron Daði Jónsson og Arna Magnea Danks
Karlmennskan, hlaðvarp#54

„Sjá­ið þetta ógeð hérna“ - Aron Daði Jóns­son og Arna Magnea Danks

„Þú sérð mann­eskju [í spegl­in­um] og veist að þetta á að vera þú en þetta er ekki þú.“ seg­ir Aron Daði þeg­ar hann er beð­inn um að lýsa þeirri upp­lif­un að til­heyra ekki því kyni sem hon­um var út­hlut­að við fæð­ingu. Aron Daði Jóns­son og Arna Magnea Danks veita inn­sýn í reynslu­heim sinn, áskor­an­ir og frels­ið við að koma út sem trans. Þau segja kyn sitt ekki vera spurn­ingu um val eða upp­lif­un held­ur það sem þau ein­fald­lega eru og orð­ræða um ann­að sé for­dóma­full, smætt­andi og meið­andi. Við ræð­um bar­átt­una við að koma út, til­heyra og fitta inn í sam­fé­lag sem er mjög svo upp­tek­ið af kynjat­ví­hyggju og rót­grón­um hug­mynd­um um karl­mennsku. Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar, The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja). Intro/Outro: Fut­ur­egrap­her
„Stóra mómentið er núna“ - Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
Karlmennskan, hlaðvarp#53

„Stóra mó­ment­ið er núna“ - Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir formað­ur BSRB

„Í kjara­samn­ing­um upp úr 1900 eru launataxt­ar fyr­ir karla og svo fyr­ir kon­ur og ung­lings­stráka, sem þóttu vera á pari.“ seg­ir Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir ný-end­ur­kjör­in formað­ur BSRB um sögu­leg­ar ræt­ur launam­is­rétt­is á Ís­landi. Við Sonja ræð­um kyn­bund­inn launamun og hvernig störf eru met­in á ólík­an hátt þannig að störf þar sem kon­ur eru í meiri­hluta eru gjarn­an met­in lægra til launa. Sonja tel­ur að nú sé tím­inn til að hækka laun kvenna­stétta og vek­ur at­hygli á til­lög­um stjórn­valda til að­gerða sem nú eru í sam­ráðs­gátt. Við ræð­um nor­rænu vel­ferð­ina sem byggð er á baki lág­launa­kvenna, launataxta og gild­is­mat starfa og þær að­gerð­ir sem ráð­ast þarf í til að hækka laun og leið­rétta kyn­bund­inn launamun. Þátt­ur­inn er tek­inn upp ú stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar, The Bo­dy Shop og bak­hjarla á karl­mennsk­an.is/styrkja. Intro: Fut­ur­egrap­her Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
„Það er ekkert gott að geta verið drulluhali“ - Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson)
Karlmennskan, hlaðvarp#52

„Það er ekk­ert gott að geta ver­ið drullu­hali“ - Kött Grá Pjé (Atli Sig­þórs­son)

„Það er ekk­ert gott að geta ver­ið drullu­hali í ein­rúmi með vin­um þín­um“ seg­ir Atli Sig­þórs­son sem er þekkt­ari und­ir lista­manns­nafn­inu Kött Grá Pjé. Atli seg­ist hafa ver­ið bæld­ur mað­ur og Kött Grá Pjé hafi ver­ið alt­eregó sem hafi hjálp­að hon­um að tak­ast á við sviðs­skrekk­inn. Alt­eregó­ið hafi þó ver­ið heið­ar­leg gríma því í gegn­um hana hafi hluti af Atla kom­ist fram og Kött Grá Pjé orð­ið að sönn­um Atla, eða öf­ugt. Við ræð­um um til­finn­ing­ar, kvíða og þung­lyndi sem Atli hef­ur tal­að op­in­skátt um. Við töl­um um póli­tík, prinsipp og mála­miðl­an­ir. Ræð­um rót­tæk­an femín­isma, feðra­veldi, karl­mennsku og naglalakk. Intro: Fut­ur­egrap­her Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental) Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar og bak­hjarla karl­mennsk­unn­ar, en þú get­ur stuðl­að að frek­ari hlaða­varps­þátta­gerð og efn­is­sköp­un á sam­fé­lags­miðl­um með því að ger­ast mán­að­ar­leg­ur styrktarað­ili á karl­mennsk­an.is/styrkja.
„Hvaðan ertu?“ - Chanel Björk Sturludóttir
Karlmennskan, hlaðvarp#51

„Hvað­an ertu?“ - Chanel Björk Sturlu­dótt­ir

„Í stað­inn fyr­ir að fara í vörn að fólk sé bara til­bú­ið til að hlusta, læra og aflæra þess­ar hug­mynd­ir.“ seg­ir Chanel Björk Sturlu­dótt­ir um­sjón­ar­kona Mann­flór­unn­ar sem er út­varps- og hlað­varps­þátt­ur á Rúv og In­sta­gram, þar sem hún leit­ast við að svara djúp­stæð­um spurn­ing­um um fjöl­menn­ingu í ís­lensku sam­fé­lagi. Chanel er bland­að­ur Ís­lend­ing­ur og kann­ast við á eig­in skinni hvernig við flokk­um fólk eft­ir ríkj­andi hug­mynda­kerfi. Þótt eng­inn mun­ur sé á fólki eft­ir upp­runa og kyn­þætti þá verð­um við að taka inn í mynd­ina hvernig nýras­ismi hef­ur fé­lags­leg áhrif á fólk. Chanel gagn­rýn­ir gerenda­fókus í um­ræðu um menn­ing­ar­nám og ras­isma og tel­ur fólk ekki nægj­an­lega með­vit­að um eig­in for­dóma. Jafn­vel upp­lýst rót­tækt fólk eigi til að nota orð­færi úr popp­menn­ing­unni án þess að tengja það við yf­ir­töku ráð­andi hóps á menn­ing­ar­ein­kenn­um und­irok­aðra hópa. Chanel, ásamt Miriam Petru, bjóða skól­um, fé­lags­mið­stöðv­um og vinnu­stöð­um upp á fræðslu um kyn­þátta­hyggju og menn­ing­ar­fo­dóma á Ís­landi. Í 51. hlað­varps­þætti Karl­mennsk­unn­ar fræð­umst við um ras­isma, nýras­isma, öráreitni, for­dóma, menn­ing­ar­nám, AAVE og kyn­þátta­hyggju í ís­lensku sam­fé­lagi. Intro: Fut­ur­egrap­her Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental) Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
Plastlaus september: „Við getum gert svo margt“ - Kolbrún G. Haraldsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Karlmennskan, hlaðvarp#50

Plast­laus sept­em­ber: „Við get­um gert svo margt“ - Kol­brún G. Har­alds­dótt­ir og Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son

Landsátak­ið plast­laus sept­em­ber er haf­ið í fimmta sinn sem er að fyr­ir­mynd Plastic free ju­ly frá ástr­al­íu. Skipu­leggj­end­ur plast­lauss sept­em­ber leggja aherslu á já­kvæðni og lausn­ir með vit­unda­vakn­ingu um plast­notk­un. Mark­mið­ið sé ekki að út­rýma plasti held­ur að við reyn­um að tak­marka notk­un þess með auk­inni með­vit­und. Stjórn­völd hafa inn­leitt reglu­gerð­ir sem hafa svip­að markmið og hafa t.d. plast­pok­arn­ir, plaströr og plast­skeið­ar feng­ið að fjúka við tak­mark­að­an fögn­uð sumra. Kol­brún G. Har­alds­dótt­ir fræð­ir okk­ur um markmið plast­lauss sept­em­ber með áherslu á ein­stak­lings­fram­tak­ið en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son svar­ar fyr­ir að­gerð­ir og stefnu stjórn­valda hvað varð­ar plast­leysi og um­hverf­is­vernd. Hver á að bera ábyrgð á plast­inu í sjón­um, dreif­ingu plasts og tak­mörk­un á plast­notk­un? Er rétt að velta ábyrgð­inni á ein­stak­linga eða ætti að beina spjót­um enn frek­ar að fyr­ir­tækj­um og stór­iðj­unni? Og hvar eru karl­arn­ir í um­hverfisaktív­ism­an­um? Intro: Fut­ur­egrap­her Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental) Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að þagga niður milljón svona mál“ - Pétur Marteinsson fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu
Karlmennskan, hlaðvarp#49

„Það er bú­ið að þagga nið­ur millj­ón svona mál“ - Pét­ur Marteins­son fyrr­ver­andi at­vinnu­mað­ur og lands­liðs­mað­ur í knatt­spyrnu

„Við vit­um að yf­ir 10% kvenna er nauðg­að og yf­ir 30% lenda í kyn­ferð­isof­beldi sem hef­ur áhrif á þær til fram­tíð­ar [...] samt er­um við ekki til­bún­ir til að trúa þo­lend­um.“ seg­ir Pét­ur Marteins­son fyrr­ver­andi at­vinnu­mað­ur og lands­liðs­mað­ur í knatt­spyrnu. Í kjöl­far frá­sagna af þögg­un KSÍ um of­beld­is­brot leik­manna ís­lenska karla­lands­liðs­ins í fót­bolta, af­sagn­ar for­manns­ins, af­sagn­ar stjórn­ar og brott­hvarf fram­kvæmda­stjór­ans (alla­vega tíma­bund­ið) hef­ur ver­ið tölu­verð um­ræða um eitr­aða íþrótta­menn­ingu, skað­lega karl­mennsku og klefa­menn­ingu. Á síð­ustu dög­um hef­ur þó meira far­ið fyr­ir skoð­anap­istl­um mið­aldra karl­manna, lög­lærðra manna, og ann­ars máls­met­andi fólks sem gefa í skyn að þo­lend­ur sem stig­ið hafa fram séu ótrú­verð­ug­ir og í raun hafi ekki ver­ið til­efni til af­sagn­ar for­manns og stjórn­ar KSÍ. Vara­rík­is­sak­sókn­ari, sem að­stoð­ar rík­is­sak­sókn­ara æðsta hand­hafa ákæru­valds í land­inu, virð­ist deila þeim við­horf­um að brota­þol­ar sem stig­ið hafa fram séu ótrú­verð­ug­ir. Þótt vara­rík­is­sak­sókn­ari hafi sjálf­ur út­skýrt læk og share, á face­book-pistli sem var síð­ur en svo þo­lenda­vænn, sem stuðn­ing við tján­inga­frels­ið. Síð­ustu vik­una hef ég ósk­að eft­ir sam­tali við fyrr­ver­andi formann KSÍ, lands­liðs­þjálf­ar­ann og nokkra karl­kyns ein­stak­linga sem eru fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­menn eða starfa við um­fjöll­un um fót­bolta. Eng­inn sem ég leit­aði til gaf kost á sér í spjall við mig, nema Pét­ur Marteins­son sem þó var að­eins tví­stíg­andi. Í 49. hlað­varps­þætti Karl­mennsk­unn­ar velt­um við því fyr­ir okk­ur hvers vegna svo marg­ir þora ekki að tjá sig eða forð­ast um­ræð­una um of­beldi, fá­um inn­sýn fyrr­ver­andi at­vinnu­manns í knatt­spyrnu í klefa­menn­ing­una, karla­sam­stöð­una og for­rétt­indi. Snert­um á því hvernig um­ræð­an sem hverf­ist núna um KSÍ og fót­bolta­menn er út­breidd­ur sam­fé­lags­leg­ur vandi sem bylt­ing­ar kvenna und­an­far­in ár hafi svo sann­ar­lega varp­að ljósi á og að karl­ar sem þrá­ast við breyt­ing­un­um muni tapa. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Intro/outro: Fut­ur­egrap­her Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
Bjarni Snæbjörnsson - Heterósexismi
Karlmennskan, hlaðvarp#6

Bjarni Snæ­björns­son - Heteró­sex­ismi

„Ég bað til Guðs á hverju kvöldi um að ég væri ekki hommi“. Bjarni Snæ­björns­son leik­ari lýs­ir upp­lif­un sinni af því að vera sam­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur í sam­fé­lagi sem er gegn­sýrt af gagn­kyn­hneigð­um við­mið­um. Í gegn­um spjall við Bjarna verð­ur leit­ast við að að svara hvað er homoph­obia og hvernig heteró­sex­ismi get­ur skýrt þögg­un, úti­lok­un og van­líð­an (ó)gagn­kyn­hneigðra karla og hinseg­in fólks.

Mest lesið undanfarið ár