Karlmennskan

„Ís­land er hús­fé­lag“ - Svala, Hörð­ur og Ein­ar

Ég bað vini mína um að taka umræðu um umræðuna er sneri að karlmennsku og jafnrétti á meðan ég tók örstutt „sumarfrí“ með fjölskyldunni. Núverandi og fyrrverandi fótboltaáhugamenn rýna í áhugamálið sitt og menninguna í kringum það undir dyggri stjórn Svölu Hjörleifsdóttur. Svala Hjörleifsdóttir stýrði samtali við Einar Ómarsson og Hörð Ágústsson þar sem þau fara víða og ræða m.a. karlmennskuspjallið, fótboltamenningu og áhangendur hópíþróttaliða, vangetu íslensks samfélags til að gera fólk ábyrgt gjörða sinna, skrímslavæðingu gerenda ofbeldis, KSÍ og kvenleika og karlmennsku. Þau velta fyrir sér heilagleika í kringum fótboltann, hvort bergmálshellirinn þeirra eigin sé að stækka, hvort viðhorf karla séu að breytast og margt fleira temmilega kaótískt. Eins og húsfundur, nema um jafnrétti, ofbeldi og fótbolta. Umsjón: Svala Hjörleifsdóttir Intro: Futuregrapher Outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
Á vettvangi #3

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

Vinaþjóðir leggja til vopn og peninga
Úkraínuskýrslan #4

Vina­þjóð­ir leggja til vopn og pen­inga

Litla Gunna í Kristjaníu, litli Jón á Kvíabryggju
Sif #12

Litla Gunna í Kristjan­íu, litli Jón á Kvía­bryggju

Arnar Þór: „Manneskja getur ekki verið köttur“
Pressa

Arn­ar Þór: „Mann­eskja get­ur ekki ver­ið kött­ur“