Karlmennskan

„Hvað­an ertu?“ - Chanel Björk Sturlu­dótt­ir

„Í staðinn fyrir að fara í vörn að fólk sé bara tilbúið til að hlusta, læra og aflæra þessar hugmyndir.“ segir Chanel Björk Sturludóttir umsjónarkona Mannflórunnar sem er útvarps- og hlaðvarpsþáttur á Rúv og Instagram, þar sem hún leitast við að svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel er blandaður Íslendingur og kannast við á eigin skinni hvernig við flokkum fólk eftir ríkjandi hugmyndakerfi. Þótt enginn munur sé á fólki eftir uppruna og kynþætti þá verðum við að taka inn í myndina hvernig nýrasismi hefur félagsleg áhrif á fólk. Chanel gagnrýnir gerendafókus í umræðu um menningarnám og rasisma og telur fólk ekki nægjanlega meðvitað um eigin fordóma. Jafnvel upplýst róttækt fólk eigi til að nota orðfæri úr poppmenningunni án þess að tengja það við yfirtöku ráðandi hóps á menningareinkennum undirokaðra hópa. Chanel, ásamt Miriam Petru, bjóða skólum, félagsmiðstöðvum og vinnustöðum upp á fræðslu um kynþáttahyggju og menningarfodóma á Íslandi. Í 51. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar fræðumst við um rasisma, nýrasisma, öráreitni, fordóma, menningarnám, AAVE og kynþáttahyggju í íslensku samfélagi. Intro: Futuregrapher Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental) Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Eldsvoði aldarinnar
Eitt og annað

Elds­voði ald­ar­inn­ar

Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
Pressa

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Það sem ég á Bjarna Ben að þakka
Sif

Það sem ég á Bjarna Ben að þakka

Hvenær hefðu fyrrum forsetar átt að nýta málskotsréttinn?
Pressa

Hvenær hefðu fyrr­um for­set­ar átt að nýta mál­skots­rétt­inn?