Þorsteinn V. Einarsson

Jákvæð karlmennska: SKÖMM - Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur
Karlmennskan#81

Já­kvæð karl­mennska: SKÖMM - Guð­brand­ur Árni Ís­berg sál­fræð­ing­ur

Guð­brand­ur Árni Ís­berg sál­fræð­ing­ur fer yf­ir óþægi­legu og oft erf­iðu til­finn­ing­una skömm, hvers vegna við upp­lif­um skömm og hvað má gera ef skömm­in er yf­ir­þyrm­andi. „Þeg­ar við upp­lif­um að ein­hver ger­ir lít­ið úr okk­ur, lít­ill­lækk­ar eða nið­ur­læg­ir, þá er skömm­in við­bragð við þeirri upp­lif­un. Það er kall­að ytri skömm. Innri skömm er þeg­ar við upp­lif­um að við göng­um á ein­hver gildi sem eru okk­ur mik­il­væg.“ Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Átak­ið já­kvæð karl­mennska er fjár­magn­að af VÍS, BSRB, Ís­lands­banka, for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu.
Jákvæð karlmennska: ÁFÖLL - Hulda Tölgyes sálfræðingur
Karlmennskan#79

Já­kvæð karl­mennska: ÁFÖLL - Hulda Tölgyes sál­fræð­ing­ur

Hulda Tölgyes sál­fræð­ing­ur og ein af höf­und­um átaks­ins um já­kvæða karl­mennsku út­skýr­ir áföll, af­leið­ing­ar áfalla, birt­inga­mynd­ir og leið­ir til úr­vinnslu á áföll­um. „Karl­ar og dreng­ir í okk­ar sam­fé­lagi hafa ekki sama rými til þess að tala um og læra á til­finn­ing­ar sín­ar eins og stúlk­ur og kon­ur. Ekki vegna þess hvernig þeir fæð­ast held­ur vegna þess hvernig sam­fé­lag­ið er. Þeir leita sér síð­ur að­stoð­ar og að vera litl­ir í sér, dapr­ir eða hrædd­ir sam­ræm­ist ekki karl­mennskuímynd­inni sem get­ur haft skað­leg áhrif.“ Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Átak­ið já­kvæð karl­mennska er fjár­magn­að af VÍS, BSRB, Ís­lands­banka, for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu.
„Finnst þetta bara ofboðslegt ónæði“ - Bragi Páll Sigurðarson
Karlmennskan#78

„Finnst þetta bara of­boðs­legt ónæði“ - Bragi Páll Sig­urð­ar­son

Bragi Páll Sig­urð­ar­son er rit­höf­und­ur og sjómað­ur, tveggja barna fað­ir, maki Berg­þóru Snæ­björns­dótt­ir rit­höf­und­ar og son­ur fyrr­ver­andi þing­manns Mið­flokks­ins. Bragi Páll gaf út bók­ina Arn­ald­ur Ind­riða­son deyr fyr­ir síð­ustu jól sem naut tölu­verðra vin­sælda. Við rædd­um samt ekk­ert um bæk­ur, held­ur um karl­mennsk­una á sjón­um, klórdrekk­andi sam­særis­kenn­inga­sinna, heim­il­is­störf og glím­una við að vera karl­mað­ur í jafn­rétt­is­sam­fé­lagi, Bjarna Ben og Sjálf­stæð­is­flokk­inn og hvernig það er að eiga pabba sem var þing­mað­ur fyr­ir Mið­flokk­inn. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son / Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) / Við­mæl­andi: Bragi Páll Sig­urð­ar­son Veg­an­búð­in, The Bo­dy Shop, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á hlað­varp­ið Karl­mennsk­an.
„Fljót að droppa prinsippum fyrir rétta hópinn“ - Andrés Ingi Jónsson og Sema Erla Serdar
Karlmennskan#77

„Fljót að droppa prinsipp­um fyr­ir rétta hóp­inn“ - Andrés Ingi Jóns­son og Sema Erla Ser­d­ar

Fátt ann­að er fjall­að um í fjöl­miðl­um hér­lend­is og út­um all­an heim þessa dag­ana en inn­rás Rússa í Úkraínu. Hafa nán­ast all­ar þjóð­ir heims­ins for­dæmt að­gerð­ir Rússa og virð­ast þeir al­gjör­lega ein­angr­að­ir í sjálf­titl­aðri „frið­ar­gæslu sinni” og frels­un Úkraínsku þjóð­ar­inn­ar en millj­ón manns hafa flú­ið heim­ili sín frá Úkraínu og er bú­ist við að millj­ón­ir muni flýja í við­bót. Andrés Ingi Jóns­son al­þing­is­mað­ur og hern­að­ar­and­stæð­ing­ur og Sema Erla Ser­d­ar stofn­andi Solar­is, hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Ís­landi setja þessa at­burði í sam­hengi við mál­efni fólks á flótta, ras­is­mann sem hald­ið er á lofti af ráða­fólki á Ís­landi og víð­ar og hvaða þýð­ingu stríðs­rekst­ur Rússa hef­ur eða gæti haft á Ís­landi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son / Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto Við­mæl­end­ur: Andrés Ingi Jóns­son al­þing­is­mað­ur og hern­að­ar­and­stæð­ing­ur og Sema Erla Ser­d­ar stofn­andi Solar­is, hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Ís­landi Þátt­ur­inn er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar, Dom­in­os, The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja)
„Þú lítur ekki út fyrir að vera hommi“ - Jafet Sigfinnsson
Karlmennskan#76

„Þú lít­ur ekki út fyr­ir að vera hommi“ - Jafet Sig­finns­son

Jafet Sig­finns­son hef­ur held­ur bet­ur feng­ið að finna fyr­ir líf­inu og upp­lif­að röð áfalla sem hann hef­ur deilt með fylgj­end­um sín­um á Twitter. Þar hef­ur hann sagt frá því þeg­ar hann var stadd­ur á æsku­heim­ili sínu á Seyð­is­firði þeg­ar hann lenti í miðri aur­skriðu, þeirri stærstu sem fall­ið hef­ur á þétt­býli á Ís­landi. Jafet hef­ur orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi og sta­f­rænu einelti þeg­ar trún­að­ar­sam­tali var dreift um all­an mennta­skól­ann sem hann var í og hef­ur Jafet tjáð sig um þetta á ein­læg­an hátt á Twitter. Þetta er eitt magn­að­asta við­tal sem ég hef tek­ið því Jafet er svo ein­læg­ur, op­inn og kem­ur vel frá sér hvers­kon­ar áhrif það hef­ur að upp­lifa end­ur­tek­in áföll. Í ofanálag varp­ar Jafet svo sterku ljósi á áhrif stað­al­mynda, gagn­kyn­hneigð­ar­hyggju, for­dóma og rót­gró­inna karl­mennsku­hug­mynda. Þátt­ur­inn er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar, The Bo­dy Shop, Dom­in­os og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son / Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs)
„Ég hafði svo margar spurningar“ - Steinunn, Linda og Hafdís - Stígamót, Vettvangur glæps
Karlmennskan#75

„Ég hafði svo marg­ar spurn­ing­ar“ - Stein­unn, Linda og Haf­dís - Stíga­mót, Vett­vang­ur glæps

Þo­lend­ur kyn­bund­ins of­beld­is eru meira en vett­vang­ur glæps er yf­ir­skrift átaks á veg­um Stíga­móta sem felst í að skora á dóms­mála­ráð­herra að gera brota­þola að að­il­um eig­in máls, en ekki bara að vitn­um. Átak­ið og ákall Stíga­móta bygg­ir á reynslu fimm kvenna af rétt­ar­kef­inu - hvernig þær voru vitni að eig­in of­beldi og lík­ami þeirra þar með vett­vang­ur glæps. Í þess­um þætti ræði ég við Stein­unni Gyðu- og Guð­jóns­dótt­ir talskonu Stíga­móta og Haf­dísi Arn­ar­dótt­ur og Lindu Björg Guð­munds­dótt­ur sem eru tvær af þeim fimm kon­um sem hafa lán­að reynslu sína og and­lit fyr­ir ákall­ið til dóms­mála­ráð­herra. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Bo­dys­hop, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á hlað­varp­ið Karl­mennsk­an.
„Alltaf einhver sem borgar fyrir fréttirnar þínar“ - Ingibjörg Dögg og Jón Trausti stofnendur Stundarinnar
Karlmennskan#73

„Alltaf ein­hver sem borg­ar fyr­ir frétt­irn­ar þín­ar“ - Ingi­björg Dögg og Jón Trausti stofn­end­ur Stund­ar­inn­ar

Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir og Jón Trausti Reyn­is­son hafa ára­tuga reynslu af blaða­mennsku og eru stofn­end­ur Stund­ar­inn­ar. En Stund­in var stofn­uð ár­ið 2015 af fyrr­um fjöl­miðla­fólki hjá DV eft­ir „fjand­sam­lega yf­ir­töku á miðl­in­um vegna um­fjall­ana“ eins og stend­ur á vef stund­ar­inn­ar. Fjöl­miðl­ar, blaða­menn og rit­stjór­ar fá reglu­lega yf­ir sig harða gagn­rýni, ým­ist frá valda­fólki sem mis­lík­ar um­fjöll­un þeirra eða frá valda­litlu fólki sem mis­lík­ar skort á um­fjöll­un um til­tek­in mál­efni. Þessa gagn­rýni þekkja stofn­end­ur Stund­ar­inn­ar vel, enda hafa þau þurft að þola lög­bann á um­fjöll­un sína og þurft reglu­lega að standa fyr­ir máli sínu fyr­ir dóm­stól­um. Markmið þessa þátt­ar er að öðl­ast inn­sýn í reynslu og störf stofn­enda Stund­ar­inn­ar, velta upp fyr­ir­bær­inu hlut­leysi í fréttaum­fjöll­un­um og valdi eða vald­leysi fjöl­miðla og blaða­manna.
„Ég er frelsaður til femínismans“ - Árni Matthíasson
Karlmennskan#72

„Ég er frels­að­ur til femín­ism­ans“ - Árni Matth­ías­son

Árni Matth­ías­son er síð­mið­aldra hvít­ur karl­mað­ur, fyrr­ver­andi tog­ara­sjómað­ur, blaða­mað­ur á Mogg­an­um til 40 ára, vara­formað­ur stjórn­ar Kvenna­at­hvarfs­ins og femín­isti sem hef­ur reglu­lega skrif­að pistla um jafn­rétt­is­mál. Við ræð­um um það að vera femín­ísk­ir gagn­kyn­hneigð­ir hvít­ir ófatl­að­ir karl­menn, lífs­verk­efn­ið sem það er að aflæra inn­rædda for­dóma og gagn­litl­ar karl­mennsku­hug­mynd­ir ásamt ýmsu því ská­tengdu. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar, Dom­ino´s, The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar.
Aukaþáttur: Trúnó í Veganúar 2022
Karlmennskan

Auka­þátt­ur: Trúnó í Veganú­ar 2022

Auka­þátt­ur með upp­töku af Trúnó á veg­um Veganú­ar í boði Land­vernd­ar, Saffr­an og Veg­an­búð­ar­inn­ar. Ég leiddi sam­töl við fimm veg­an ein­stak­linga og frædd­ist um veg­ferð þeirra í veg­an­ism­an­um í beinni út­send­ingu á Face­book síðu Veganú­ar. Við­mæl­end­ur eru Ax­el F. Frið­riks­son hreyfigrafíker og með­stjórn­andi í sam­tök­um grænkera, Rag­hneið­ur Grön­dal tón­list­ar­kona, Bjarni Snæ­björns­son leik­ari, Anna Hulda Ólafs­dótt­ir íþrótta­kona og verk­fræð­ing­ur og Sæ­unn Ingi­björg Marínós­dótt­ir veg­an braut­ryðj­andi og eig­andi Veg­an­mat­ar, Vega­búð­ar­inn­ar og Jömm.
„Það er verið að fylgjast með ykkur“ - Edda Falak og Ólöf Tara
Karlmennskan#70

„Það er ver­ið að fylgj­ast með ykk­ur“ - Edda Falak og Ólöf Tara

Edda Falak stjórn­andi hlað­varps­ins Eig­in kon­ur og Ólöf Tara stjórn­ar­kona í Öfg­um hafa ver­ið ansi áhrifa­mikl­ar und­an­farna mán­uði og að mörgu leiti leitt aðra bylgju met­oo og þær sam­fé­lags­hrær­ing­ar, ef svo má segja, sem orð­ið hafa und­an­farna daga og vik­ur. Við sett­umst nið­ur og velt­um fyr­ir okk­ur hvort nú vær­um við að horfa fram á raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar, al­vöru af­stöðu valda­fólks og fyr­ir­tækja eða hvort meint­ir gerend­ur muni bara fara að rúlla til baka í mak­ind­um sín­um og jafn­vel með árás­um á þo­lend­ur og bar­áttu­fólk. Edda Falak og Ólöf Tara lýsa upp­lif­un sinni af akív­isma og til­raun­um fólks til að þagga nið­ur í þeim en þær lýsa líka vænt­ing­um sín­um til þess að hið op­in­bera og fyr­ir­tæki verji raun­veru­legu fjár­magni í bar­áttu gegn of­beldi, bæði til að mæta af­leið­ing­um þess en einkum til að fyr­ir­byggja frek­ara of­beldi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Mús­ík: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar, The Bo­dy Shop, Dom­in­os og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar.
Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Margrét Pétursdóttir
Karlmennskan#69

Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir

Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir pró­fess­or í kynja­fræði í Há­skóla Ís­lands rýn­ir í, skýr­ir og set­ur í sam­hengi vatna­skil­in sem hafa átt sér stað und­an­farna daga í bar­átt­unni gegn kyn­bundnu of­beldi og til­kalli karla til lík­ama kvenna. Af­leið­ing ára­tuga bar­áttu kvenna gegn nauðg­un­ar­menn­ingu, feðra­veldi og þo­lenda­skömm en vatna­skil­in má skamm­laust til­einka frá­sögn Vítal­íu í hlað­varps­þætt­in­um Eig­in kon­ur með Eddu Falak. Gyða Mar­grét lýs­ir undr­un og feg­in­leik og seg­ir í raun ótrú­legt hve hröð þró­un hafi orð­ið í að losa um þo­lenda- og druslu­skömm, af­stöðu fyr­ir­tækja og í um­fjöll­un fjöl­miðla. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Mús­ík: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar, The Bo­dy Shop, Dom­in­os og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar.
„Feðraveldið hafnar ekki tækifæri til að sparka í konur“ - Hildur Lilliendahl
Karlmennskan#68

„Feðra­veld­ið hafn­ar ekki tæki­færi til að sparka í kon­ur“ - Hild­ur Lilliendahl

Hild­ur Lilliendahl er braut­ryðj­andi í ís­lensku sam­fé­lagi og femín­ísk­ur bylt­inga­leið­togi sem á stór­an þátt í að varpa ljósi á og hreyfa við djúp­stæðri kven­fyr­ir­litn­ingu og karllægni. Það er eng­in spurn­ing að henn­ar bar­átta hef­ur skap­að að­stæð­ur sem síð­an hafa leitt af sér allskon­ar mis­stór­ar bylt­ing­ar síð­ustu ár­in. Þakk­irn­ar sem Hild­ur hef­ur feng­ið fyr­ir sitt fram­lag til jafn­rétt­is hafa þó að­al­lega ver­ið í formi nið­ur­læg­inga, árása, hót­ana og fyr­ir­litn­ing­ar. Óum­beð­ið varð Hild­ur hættu­leg­asti óvin­ur feðra­veld­is á einni nóttu og í kjöl­far­ið nokk­urs­kon­ar hold­gerv­ing­ur femín­ism­ans í aug­um ansi margra Ís­lend­inga. Um­mæli sem hún lét aldrei frá sér, um tjald­hæl, hafa síð­an ver­ið eign­uð henni og stöð­ugt not­uð til að níða og nið­ur­lægja. Við ræð­um mál­efn­ið sem trigger­ar Hildi hvað mest, áhrif­in sem óum­beð­in smellifrétta­mennska, hót­an­ir og and­úð hef­ur haft á líf henn­ar, kon­ur sem hata kon­ur, hvaða áskor­an­ir eru mik­il­væg­ast­ar að yf­ir­stíga í bar­átt­unni gegn kyn­bundnu of­beldi og ým­is­legt fleira. Veg­an­búð­in, Dom­in­os, The Bo­dy Shop og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Mús­ík: Mr Silla - Nar­uto (án söngs)
„Við látum ekki kúga okkur“ - Katrín Oddsdóttir, baráttukona fyrir nýrri stjórnarskrá
Karlmennskan#67

„Við lát­um ekki kúga okk­ur“ - Katrín Odds­dótt­ir, bar­áttu­kona fyr­ir nýrri stjórn­ar­skrá

Katrín Odds­dótt­ir út­skýr­ir í temmi­lega ein­föld­uðu máli hvers vegna við sem sam­fé­lag þurf­um nýja stjórn­ar­skrá. Hún bend­ir á mik­il­vægi þess að líta á stjórn­ar­skrána sem leið­ar­vísi og í senn leið­bein­ing­ar. Við ræð­um hvers vegna mál­efn­ið er um­deilt og af hverju ný stjórn­ar­skrá birt­ist mörg­um okk­ar sem ein­hvers­kon­ar tog­streita um ann­að hvort eða. Við Katrín mæt­umst síð­an í aktív­ism­an­um, metn­aðn­um og tog­streit­unni sem felst í því að reyna að hafa áhrif, breyta og bæta sam­fé­lag­ið. Eft­ir­vinnsla: Unn­ur Gísla­dótt­ir Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (instrumental) Dom­in­os, Veg­an­búð­in, The Bo­dy Shop og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á hlað­varp­ið Karl­mennsk­an. Þátt­ur­inn er sá síð­asti sem tek­inn var upp í stúd­íó Mac­land.
„Menn eru hræddir við að konur taki valdið þeirra frá þeim“ - Reykjavíkurdætur (Steiney og Salka)
Karlmennskan#66

„Menn eru hrædd­ir við að kon­ur taki vald­ið þeirra frá þeim“ - Reykja­vík­ur­dæt­ur (Steiney og Salka)

Reykja­vík­ur­dæt­ur urðu til upp úr rapp­konu­kvöld­um fyr­ir tæp­um ára­tug, fyrst sem sam­k­url allskon­ar kvenna en síð­ar sem hljóm­sveit með ákveðn­um fjölda og til­tekn­um ein­stak­ling­um. Þær mættu mik­illi mót­spyrnu til að byrja með, en yf­ir­stigu and­spyrn­una og hafa meik­að það er­lend­is und­ir nafn­inu Daug­hters of Reykja­vik. Þótt flest­ir Ís­lend­ing­ar hafi heyrt um hljóm­sveit­ina Reykja­vík­ur­dæt­ur hafa mun færri séð þær á tón­leik­um eða hlustað á plöt­urn­ar þeirra - eins og þær sjálf­ar hafa bent á. Er það vegna þess að þær eru kon­ur, rót­tæk­ar óþægi­leg­ar femín­ísk­ar kon­ur eða er mús­ík­in ekki sam­boð­in ís­lenskri menn­ingu? Steiney Skúla­dótt­ir og Salka Vals­dótt­ir úr Reykja­vík­ur­dætr­um fara í gegn­um grýtt­an fer­il hljóm­sveit­ar­inn­ar á Ís­landi, upp­haf­ið sem mark­aði þær djúpt og er í raun helsta ástæða þess að þær hafa ein­beitt sér að er­lend­um mark­aði. Við ræð­um upp­haf­ið, mús­ík­ina, för­um inn í karllægni og karla­sam­stöð­una í tón­list­ar­sen­unni, feðra­veldi og femín­isma, ræð­um um kyn­ferð­isof­beldi, Twitter og fram­tíð­ina í mús­ík­inni. Um­sjón og eft­ir­vinnsla: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (instrumental) Dom­in­os, Veg­an­búð­in, The Bo­dy Shop og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á hlað­varp­ið Karl­mennsk­an.
„Hvað er meira sexý en jafnrétti inni á heimilinu?“ - Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Hulda Tölgyes
Karlmennskan#65

„Hvað er meira sexý en jafn­rétti inni á heim­il­inu?“ - Alma Dóra Ríkarðs­dótt­ir og Hulda Tölgyes

Þriðja vakt­in, hug­ræn byrði eða mental load kall­ast sú ólaun­aða ábyrgð, yf­ir­um­sjón og verk­stýr­ing sem er órjúf­an­leg­ur hluti af heim­il­is- og fjöl­skyldu­haldi. Ósýni­leg verk­efni sem eru van­met­in og jafn­vel álit­ið sjálfsagt að kon­ur sinni frek­ar en karl­ar. Enda fell­ur þriðja vakt­in, þessi hug­ræna byrði, marg­falt þyngra á kon­ur þótt þær séu í sam­bandi (með körl­um) eða í fullri vinnu. Kon­ur standa þriðju vakt­ina og hug­ræna byrð­in fell­ur á þær sem hindr­ar at­vinnu­þátt­töku þeirra, fram­gang í starfi, veld­ur streitu, álagi og stuðl­ar að kuln­un og er eitt helsta ágrein­ings­efni í gagn­kynja para­sam­bönd­um. Hulda Tölgyes sál­fræð­ing­ur og Alma Dóra Ríkarðs­dótt­ir sér­fræð­ing­ur í jafn­rétt­is­mál­um fara of­an í saum­ana á átak­inu „Þriðja vakt­in“ á veg­um VR. Þær út­skýra hug­tök­in fyrsta, önn­ur og þriðja vakt­in og hvers vegna og hvernig ein­stak­ling­ar í gagn­kynja para­sam­bönd­um geta jafn­að verka­skipt­ingu inni á eig­in heim­ili. Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (instrumental) Dom­in­os, Veg­an­búð­in, The Bo­dy Shop og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á hlað­varp­ið Karl­mennsk­an en þessi þátt­ur var auk þess unn­inn í sam­starfi við VR.
„Fyrirtæki mega kannski skammast sín“ - Þorbjörg Sandra Bakke sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Karlmennskan#64

„Fyr­ir­tæki mega kannski skamm­ast sín“ - Þor­björg Sandra Bakke sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un

Hef­ur þú velt fyr­ir þér tengsl­um tex­tíl og kyns? Sú stað­reynd að kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem fram­leiða, kaupa, nota, nýta, henda og þvo tex­tíl krefst nán­ari skoð­un­ar. Í þætt­in­um fæ ég til mín Þor­björgu Söndru frá Um­hverf­is­stofn­un sem teym­ir mig í gegn­um virð­iskeðju tex­tíl, svo við get­um bet­ur átt­að okk­ur á því hvernig þetta um­hverf­is­mál er í raun kynj­að. Við fá­um að­stoð við hvað við get­um gert til að bæta heim­inn og karl­menn fá góð ráð til að gera bet­ur í þess­um mála­flokki. Eft­ir­vinnsla: Unn­ur Gísla­dótt­ir Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (instrumental) Þátt­ur­inn er tek­inn upp í stúd­íó Mac­land og er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar (karl­mennsk­an.is/styrkja). Þessi þátt­ur var auk þess unn­inn í sam­starfi við Um­hverf­is­stofn­un til þess að vekja at­hygli á sam­an­gegn­soun.is/textil.

Mest lesið undanfarið ár