Karlmennskan

„Feðra­veld­ið hafn­ar ekki tæki­færi til að sparka í kon­ur“ - Hild­ur Lilliendahl

Hildur Lilliendahl er brautryðjandi í íslensku samfélagi og femínískur byltingaleiðtogi sem á stóran þátt í að varpa ljósi á og hreyfa við djúpstæðri kvenfyrirlitningu og karllægni. Það er engin spurning að hennar barátta hefur skapað aðstæður sem síðan hafa leitt af sér allskonar misstórar byltingar síðustu árin. Þakkirnar sem Hildur hefur fengið fyrir sitt framlag til jafnréttis hafa þó aðallega verið í formi niðurlæginga, árása, hótana og fyrirlitningar. Óumbeðið varð Hildur hættulegasti óvinur feðraveldis á einni nóttu og í kjölfarið nokkurskonar holdgervingur femínismans í augum ansi margra Íslendinga. Ummæli sem hún lét aldrei frá sér, um tjaldhæl, hafa síðan verið eignuð henni og stöðugt notuð til að níða og niðurlægja. Við ræðum málefnið sem triggerar Hildi hvað mest, áhrifin sem óumbeðin smellifréttamennska, hótanir og andúð hefur haft á líf hennar, konur sem hata konur, hvaða áskoranir eru mikilvægastar að yfirstíga í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ýmislegt fleira. Veganbúðin, Dominos, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Músík: Mr Silla - Naruto (án söngs)
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Litla Gunna í Kristjaníu, litli Jón á Kvíabryggju
    Sif #12

    Litla Gunna í Kristjan­íu, litli Jón á Kvía­bryggju

    Arnar Þór: „Manneskja getur ekki verið köttur“
    Pressa

    Arn­ar Þór: „Mann­eskja get­ur ekki ver­ið kött­ur“

    Arnar Þór um Alþingi og málskotsréttinn
    Pressa

    Arn­ar Þór um Al­þingi og mál­skots­rétt­inn

    Þrír forsetaframbjóðendur mætast
    Pressa #22

    Þrír for­setafram­bjóð­end­ur mæt­ast

    Loka auglýsingu