Þorsteinn V. Einarsson

Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan, hlaðvarp#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Plís, viljiði bregðast við þessum yfirlýsingum okkar“ - Líf án ofbeldis (Gabríela Bryndís og Sigrún Sif)
Karlmennskan, hlaðvarp#95

„Plís, vilj­iði bregð­ast við þess­um yf­ir­lýs­ing­um okk­ar“ - Líf án of­beld­is (Gabrí­ela Bryn­dís og Sigrún Sif)

Sigrún Sif Jó­els­dott­ir er með meist­ar­ar­gráðu í sál­fræði og starfar við rann­sókn­ir í Há­skóla Ís­lands og Gabrí­ela Bryn­dís Ernu­dótt­ir sjálf­stætt starf­andi sál­fræð­ing­ur eru for­svars­kon­ur Lífs án of­beld­is. Líf án of­beld­is er „bar­áttu­sam­tök mæðra og upp­kom­inna barna sem krefjast þess að börn séu vernd­uð gegn of­beldi í um­gengn­is- og for­sjár­mál­um.” Gabrí­ela og Sigrún Sif eru þo­lend­ur of­beld­is og þekkja þessi mál af eig­in reynslu. Gabrí­ela sem barn í kjöl­far skiln­að­ar sem var þving­uð í um­gengni og Sigrún Sif er þol­andi heim­il­isof­beld­is sem barn og full­orð­in. Báð­ar upp­lifðu að yf­ir­völd hafi brugð­ist þeim og telja þær að kerf­ið sé gall­að og verndi ekki börn fyr­ir of­beldi. Við ræð­um ít­ar­lega sjón­ar­mið Lífs án of­beld­is út frá uppá­komu á Barna­spítala Hrings­ins þar sem að­för var gerð að barni í lyfja­gjöf, það fjar­lægt úr hönd­um móð­ur með að­komu lög­fræð­ingi föð­ur, sýslu­manni, lög­reglu og barna­vernd, gegn vilja barns­ins. Mark­mið­ið, að sögn Sigrún­ar og Gabrí­elu, til að upp­fylla um­gengn­is­rétt föð­ur, þrátt fyr­ir sögu um of­beldi, en ekki vegna slæl­egs að­bún­að­ar barns hjá móð­ur. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar, Dom­in­os, The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar.
„Mestu persónunjósnir sem fram hafa farið á Íslandi“ - Alma Ómarsdóttir
Karlmennskan, hlaðvarp#94

„Mestu per­són­unjósn­ir sem fram hafa far­ið á Ís­landi“ - Alma Óm­ars­dótt­ir

„Ástands­ár­in“ hef­ur tím­inn ver­ið kall­að­ur í sögu­bók­un­um okk­ar þeg­ar Bret­ar her­námu Ís­land í seinni heims­styrj­öld­inni. Færri kann­ast þó kannski við að ís­lensk stjór­völd of­sóttu ung­ar kon­ur, sviptu þær sjálfræði með því að hækka sjálfræðis­ald­ur úr 16 ár í 20 ár til þess að geta dæmt þær í fang­elsi fyr­ir að eiga í sam­skipt­um við her­menn. Land­lækn­ir, for­sæt­is­ráð­herra, Al­þingi, lög­regl­an, fjöl­miðl­ar og al­menn­ing­ur tóku þátt í ein­um mestu per­són­unjósn­um sem fram hafa far­ið á Ís­landi til þess að ná tök­um á þeim „saurlifn­aði“ að ís­lensk­ar kon­ur sýndu bresk­um her­mönn­um áhuga. Tíma­bil sem aldrei hef­ur ver­ið gert upp af ís­lensk­um stjórn­völd­um. Alma Óm­ars­dótt­ir gerði heim­ilda­mynd­ina Stúlk­urn­ar að Klepp­járns­reykj­um um þenn­an tíma, sem væg­ast sagt er smán­ar­blett­ur í sögu Ís­lands. Alma fer yf­ir hvers­kon­ar að­far­ir áttu sér stað, hvernig njósn­að var um ís­lensk­ar stúlk­ur, þær send­ar í fang­elsi eða upp­töku­heim­ili, smán­að­ar, út­skúf­að­ar og lok­að­ar í glugga­laus­um rým­um svo dög­um skipti. Allt með sam­þykki yf­ir­valda og stutt af al­menn­ingi og fjöl­miðl­um. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, The Bo­dy Shop, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
„En Bjarni minn, við vissum þetta alltaf“ - Bjarni Snæbjörnsson
Karlmennskan, hlaðvarp#93

„En Bjarni minn, við viss­um þetta alltaf“ - Bjarni Snæ­björns­son

Bjarni Snæ­björns­son er leik­ari hjá Þjóð­leik­hús­inu og í þessu spjalli kryfj­um við sjálfsævi­sögu­lega heim­ilda­söng­leik­inn hans „Góð­an dag­inn, faggi“ sem sýnd­ur er í Þjóð­leik­hús­kjall­ar­an­um. Við ræð­um ferl­ið við sýn­ing­una, við­brögð­in sem hafa ver­ið væg­ast sagt áhrifa­mik­il, sárs­auk­ann og gleð­ina, sam­kennd og skiln­ings­leysi, gagn­kyn­hneigð­ar­hyggju, trans­fób­íu og kven­fyr­ir­litn­ingu sem sam­ein­ast oft í sam­fé­lags­legri homofób­íu eða gagn­kyn­hneigð­ar­hyggju. Bjarni seg­ir að sá tími sé lið­inn sem karl­ar fái að segja sög­ur kvenna, al­veg eins og sá tími er lið­inn þar sem gagn­kyn­hneigð­ir fái að segja sög­ur hinseg­in fólks, hinseg­in fólk þarf að fá rými til að gera það sjálft. Um­sjón: Þosteinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) The Bo­dy Shop, Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Konur í karlastörfum
Karlmennskan, hlaðvarp#92

Kon­ur í karla­störf­um

Hver er reynsla kvenna af karla­störf­um? Í þess­um þætti er varp­að ljósi á reynslu 13 kvenna sem eiga það sam­eig­in­legt að haf­að starf­að á vett­vangi þar sem karl­ar eru í meiri­hluta eða starfs­vett­vangi sem telst karllæg­ur. Þótt nokk­uð fari fyr­ir átök­um og hvatn­ingu til kvenna að sækja í karla­störf þá eiga flest­ar, ef ekki all­ar, þess­ar kon­ur sam­eig­in­legt að hafa ein­fald­lega áhuga og löng­un til að starfa á sínu sviði. Við­mót­ið og menn­ing­in sem flest­ar lýsa er þó væg­ast sagt fjand­sam­legt sem lit­að er af for­dóm­um, öráreiti, kyn­hyggju, smán­un, hlut­gerv­ingu með þeim af­leið­ing­um að flest­ar töldu sig þurfa að sanna sig, harka af sér, að­laga sig en sum­ar þeirra hafa brunn­ið út. Þurft að hætta störf­um eða ein­fald­lega misst all­an áhuga eft­ir reynslu sína. Þessi þátt­ur er sér­staklaga fyr­ir karla sem starfa á karllæg­um vinnu­stöð­um, stjórn­end­ur þeirra og öll sem hafa áhuga á að upp­ræta kyn­hyggju (sex­isma) og inn­gróna karllægni, sem er að finna víða. Við­mæl­end­ur: 2:49 Dagný Lind lag­er­starfs­mað­ur 10:15 Guð­rún Mar­grét bíla­sali 16:50 Þór­unn Anna bif­véla­virki 23:50 Helga Dögg graf­ísk­ur hönn­uð­ur 29:36 Hólm­fríð­ur Rut mark­aðs- og sam­skipta­fræð­ing­ur 35:20 Sara Ísa­bel einka­flug­manns­nám 41:45 Sigga Svala doktor í gagna­verk­fræði 46:30 Ing­unn verk­fræð­ing­ur 54:09 Aníta Þula renn­ismið­ur 1:00:18 Fjóla Dís bif­véla­virki 1:08:36 Helga Rós versl­un fyr­ir iðn­að­ar­menn 1:23:47 Na­tal­ía raf­virkja­nemi 1:27:40 Sæ­dís Guðný við­skipta­fræð­ing­ur í hug­bún­að­ar­geira 1:31:57 Nið­ur­lag Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os, The Bo­dy Shop og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
„INCEL hugmyndafræðin er útum allt“ - Arnór Steinn Ívarsson
Karlmennskan, hlaðvarp#91

„INCEL hug­mynda­fræð­in er út­um allt“ - Arn­ór Steinn Ívars­son

„Kon­ur skulda okk­ur kyn­líf - Kven­hat­ur ein­hleypra karl­manna á net­inu“ er heiti á B.A. rit­gerð í fé­lag­fræði eft­ir Arn­ór Stein Ívars­son þar sem sam­töl með­lima INCEL (hóp­ur karla sem upp­lifa sig svipta rétti sín­um ti kyn­lífs með kon­um) voru orð­ræðu­greind. Arn­ór fer yf­ir grunn­inn í hug­mynda­fræði INCEL, hvað­an þeir koma og hvert ein­kenni þess­ar­ar orð­ræðu er. Við tengj­um hug­mynda­fræð­ina við þekkt stef í ís­lensku sam­fé­lagi, svo sem í comm­enta­kerf­um, spjallsvæð­um og á Al­þingi Ís­lend­inga. Í grunn­inn snýr INCEL hug­mynda­fræð­in að því að frelsi kvenna sé ein helsta ógn við sið­að sam­fé­lag og því þurfi að ná yf­ir þeim völd­um. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) The Bo­dy Shop, Dom­in­os, Veg­an­búð­in og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
„Samt var ég rosa skotinn í henni“ - Guðmundur Arnar Guðmundsson
Karlmennskan, hlaðvarp#90

„Samt var ég rosa skot­inn í henni“ - Guð­mund­ur Arn­ar Guð­munds­son

Guð­mund­ur Arn­ar Guð­munds­son er hand­rits­höf­und­ur og leik­stjóri kvik­mynd­anna Hjarta­steinn og Ber­d­reymi. Í þessu spjalli not­um við Ber­d­reymi og æsku Guð­mund­ar, sem er fóð­ur hand­rits Ber­d­reym­is, til að kryfja karl­mennsku, karl­mennsku­hug­mynd­ir, vináttu stráka, kven­fyr­ir­litn­ingu og hír­arkíu milli stráka. Við velt­um fyr­ir okk­ur hvað þurfi til að skapa já­kvæð­ari karl­mennsku, mik­il­vægi stuðn­ings í skóla­kerf­inu og hvort fé­lags­mið­stöðv­astarf ætti að efla til að ná ut­an um krakka sem eiga erfitt með að fóta sig. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og The Bo­dy Shop bjóða upp á þenn­an þátt ásamt bak­hjörl­um Karl­mennsk­unn­ar.
„Af hverju má ég ekki vera bæði?“ - Lenya Rún Taha Karim
Karlmennskan, hlaðvarp#89

„Af hverju má ég ekki vera bæði?“ - Lenya Rún Taha Karim

Lenya Rún Taha Karim er fimmti yngsti vara­þing­mað­ur í sögu Ís­lands og hef­ur ver­ið nokk­uð áber­andi und­an­farna mán­uði eða frá því hún var kos­in inn á þing en datt svo út eft­ir taln­inga­klúð­ur. Lenya á kúr­díska for­eldra og hef­ur vegna þess og húðlitar síns feng­ið að upp­lifa for­dóma, þjóð­ern­is­hyggju og and­úð á eig­in skinni. Við ræð­um þó ekki bara ras­isma held­ur einnig stétta­skipt­ingu, póli­tík­ina, mik­il­vægi sam­tals milli grasrót­ar, aktív­ista og stjórn­mála, kúr­díska blóð­ið og kröf­una sem Lenya hef­ur upp­lif­að að þurfa að velja á milli hvaða hluta hún megi gang­ast við í sjálfri sér. Af hverju hún geti ekki feng­ið að vera bæði ís­lensk og kúr­dísk og út­ensk og hinseg­in. Eitt­hvað sem, að henn­ar sögn, há­vær minni­hluti þjóð­ar­inn­ar elsk­ar að hata. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) The Bo­dy Shop, Dom­in­os, Veg­an­búð­in og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
„Fólk elskar að hata konur“ - Öfgar
Karlmennskan, hlaðvarp#88

„Fólk elsk­ar að hata kon­ur“ - Öfg­ar

„Við er­um komn­ar með nóg af of­beldi sem fjórða vald­ið hef­ur ver­ið að beita kon­ur, þá sér­stak­lega aktív­ista og þo­lend­ur.“ segja Öfga-kon­urn­ar Þór­hild­ur Gyða og Hulda Hrund í spjalli um ástæð­ur þess að hóp­ur­inn ákvað að rita pistlaröð og beindi spjót­um sín­um m.a. að fjöl­miðl­um. Við spjöll­um al­mennt um bar­átt­una, stöð­una, áhuga er­lendra fjöl­miðla á hópn­um Öfg­ar, að­ferða­fræði og odda­flug, ár­ang­ur­inn sem hef­ur sést á sl. mán­uð­um eft­ir ára­tuga bar­áttu gegn þo­lenda­skömm­un og með­virkni, yf­ir­læt­is­full­ar al­hæf­ing­ar sumra karla um leið­ir fyr­ir brota­þola að heil­un og hvort gerend­ur séu að fara að taka frá­sagn­ar­vald­ið strax aft­ur til sín. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur í boði Veg­an­búð­ar­inn­ar, The Bo­dy Shop, Dom­in­os og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar.
„Hvenær ertu búinn að axla ábyrgð?“ - Hildur Fjóla Antonsdóttir
Karlmennskan, hlaðvarp#87

„Hvenær ertu bú­inn að axla ábyrgð?“ - Hild­ur Fjóla Ant­ons­dótt­ir

Við­tal við tón­list­ar­mann­inn Auð­ur í Ís­landi í dag 12. apríl sl. er ákveð­ið leið­ar­stef í þess­um þætti þar sem við leit­umst við að svara því hvernig gerend­ur geti axl­að ábyrgð á of­beldi, einkum kyn­ferð­isof­beldi, og hvort tíma­bært sé að gerend­ur stígi fram líkt og Auð­unn. Munu radd­ir gerenda yf­ir­gnæfa frá­sagn­ir þo­lenda og hann­úð­in yf­ir­taka um­ræð­una? Er tíma­bært að hlusta á gerend­ur? Hild­ur Fjóla Ant­ons­dótt­ir er doktor í rétt­ar­fé­lags­fræði og hef­ur rannskað rétt­læti í hug­um brota­þola kyn­ferð­isof­beld­is og vann með­al ann­ars skýrslu fyr­ir dóms­mála­ráð­herra um úr­bæt­ur í rétt­ar­kerf­inu. Við not­um við­tal Auð­unns sem leið­ar­stef í að ræða al­mennt um rétt­læti þo­lenda, leið­ir til rétt­læt­is og mögu­leg­ar leið­ir gerenda til að axla ábyrgð. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, The Bo­dy Shop, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á hlað­varp­ið Karl­mennsk­an.
„Samfélag án aðgreiningar er ekki til“ - Leifur Leifsson
Karlmennskan, hlaðvarp#86

„Sam­fé­lag án að­grein­ing­ar er ekki til“ - Leif­ur Leifs­son

Leif­ur Leifs­son er aflrauna­mað­ur, cross­fitt­ari, fyrr­ver­andi uppist­and­ari og ræðu­mað­ur og starfs­mað­ur í þjón­ustumið­stöð Vest­ur­bæj­ar, Mið­borg­ar og Hlíða. Leif­ur varp­ar ljósi á ráð­andi karl­mennsku­hug­mynd­ir út frá sín­um reynslu­heimi sem ein­stak­ling­ur með hreyfi­höml­un sem not­ast við hjóla­stól. Á af­skap­lega kó­mísk­an hátt dreg­ur Leif­ur fram krí­tískt sjón­ar­horn á able-ískt sam­fé­lag­ið, stétta­skipt­ingu inn­an hreyfi­haml­aðra ein­stak­linga, for­dóma og stað­al­mynd­ir fólks gagn­vart hreyfi­höml­uð­um. Hann tel­ur skóla án að­grein­ing­ar ekki vera til, ekki frek­ar en sam­fé­lag án að­grein­ing­ar og finnst öll sér­tæku úr­ræð­in sem hugs­uð séu einkum og sér­stak­lega fyr­ir ein­stak­linga með fötl­un minna óþægi­lega á að­skiln­að­ar­stefnu. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son. Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs). Þátt­ur­inn er í boði: Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar, The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar.
„Mín kynslóð er markalausa kynslóðin“ -  Bubbi Morthens
Karlmennskan, hlaðvarp#85

„Mín kyn­slóð er marka­lausa kyn­slóð­in“ - Bubbi Mort­hens

Bubbi Mort­hens hef­ur sann­ar­lega sveifl­ast með tíð­ar­anda okk­ar sam­fé­lags fram og aft­ur, ver­ið gagn­rýnd­ur fyr­ir tæki­færis­mennsku og fyr­ir að sýna af sér karlrembu en er einn af fá­um sem þó gengst oft við því þeg­ar hann rugl­ast, sem myndi telj­ast gott for­dæmi um já­kvæða karl­mennsku. Bubbi seg­ist þó upp­lifa sig oft sem utangátta, ut­an­velta og stein­gert tröll enda al­inn upp, að eig­in sögn, í eitr­aðri karl­mennsku og kvennakúg­un. Við för­um yf­ir sjálfs­vinn­una, kyn­ferð­isof­beld­ið sem Bubbi varð fyr­ir 14 ára gam­all, af­leið­ing­ar þess, úr­vinnslu og leið­ina til sátt­ar. Töl­um um klám og hvernig Bubba tókst að af­klám­væða sig, töl­um um kyn­líf og nánd, karl­mennsku og hvað þurfi til svo að karl­ar axli ábyrgð á hegð­un sinni og við­horf­um að mati Bubba. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) [Þátt­ur tek­inn upp 25. mars 2022.] Veg­an­búð­in, The Bo­dy Shop, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á hlað­varp­ið Karl­mennsk­an.
„Of ungleg eða of gömul og með of djúpa rödd“ - Aldís Amah Hamilton
Karlmennskan, hlaðvarp#84

„Of ung­leg eða of göm­ul og með of djúpa rödd“ - Al­dís Amah Hamilt­on

Al­dís Amah Hamilt­on er leik­kona og hand­rits­höf­und­ur sem með­al ann­ars lék að­al­hlut­verk­ið og skrif­aði þætt­ina Svörtu sand­ar. Þá lék Al­dís Amah einnig stórt hlut­verk í net­flix serí­un­um Katla og Brot eða The Val­halla Mur­ders. Við töl­um að­eins um veg­an­isma og hvenær ein­hver er nógu veg­an til að vera veg­an, tæki­færi og ald­urs­for­dóma, hvenær kona hætt­ir að vera efni­leg og verð­ur öf göm­ul, töl­um um lík­ams­ímynd og fitu­for­dóma, hvernig það er að leika í nánd­ar og nekt­ar­sen­um og hvernig sam­fé­lags­gerð­in mót­ar hugs­un manns og við­horf. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar, The Bo­dy Shop og bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar.
„Halda kjafti og lifa til 42 ára aldurs“ - Gísli Kort sérfræðingur í geðhjúkrun
Karlmennskan, hlaðvarp#83

„Halda kjafti og lifa til 42 ára ald­urs“ - Gísli Kort sér­fræð­ing­ur í geð­hjúkr­un

Dom­in­os, Veg­an­búð­in, The Bo­dy Shop og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt. Gísli Kort Kristó­fers­son er sér­fræð­ing­ur í geð­hjúkr­un á sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri og dós­ent við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri. Gísli fór af járn­smíða­verk­stæði í vinnu á hjúkr­un­ar­heim­ili og hef­ur ekki lit­ið til baka síð­an eða í 23 ár. Í dag kenn­ir Gísli við há­skól­ann á Ak­ur­eyri, stund­ar rann­sókn­ir og sinn­ir auk þess með­ferð­a­starfi, einkum með körl­um sem glíma við geð­ræn­ar áskor­an­ir. Við spjöll­um um geð­ræn­ar áskor­an­ir, karl­mennsku og hvernig það get­ur ver­ið byllt­inga­kennd upp­götv­un fyr­ir karla að það að setja til­finn­ing­ar sín­ar í orð geti bætt líð­an þeirra. Við ræð­um djúp­stæða kven­fyr­ir­litn­ingu sem birt­ist í gild­is­mati og við­horf­um til hefð­bund­inna kvenn­astarfa, reif­um ástæð­ur þess að karl­ar sækja ekki í hjúkr­un­ar­fræð­ina og hve mik­il­vægt er að sýna auð­mýkt fyr­ir því sem mað­ur ekki veit í ört breyt­andi heimi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist. Mr. Silla - Nar­uto (án söngs)
Jákvæð karlmennska: Sjálfsvígshugsanir - Tómas Kristjánsson sálfræðingur
Karlmennskan, hlaðvarp#80

Já­kvæð karl­mennska: Sjálfs­vígs­hugs­an­ir - Tóm­as Kristjáns­son sál­fræð­ing­ur

Tóm­as Kristjáns­son sál­fræð­ing­ur út­skýr­ir þung­lyndi, sjálfs­vígs­hugs­an­ir og leið­ir til að vinna úr erf­ið­um til­finn­ing­um. Ef þú finn­ur þig von­laus­an er vert að leita sér að­stoð­ar t.d. í sím­anu­mer­inu 1717 og 1717.is sem er op­ið all­an sóla­hring­inn, hjá Píeta sam­tök­un­um, Berg­inu (fyr­ir ungt fólk til 25 ára), hjá sál­fræð­ing­um víða um land en mik­il­væg­ast er að segja ein­hverj­um sem þú treyst­ir að þér líði illa. „Stund­um seg­ist fólk vera þung­lynt en er í raun að vísa til dep­urð­ar. En þung­lyndi er rösk­un, vissu­lega er dep­urð og leiði ein­kenn­andi í þeirri rösk­un. Þung­lyndi snýst um miklu meira og hef­ur áhrif á hegð­un, lík­am­leg ein­kenni og er sam­bland af víta­hringj­um sem halda okk­ur föst­um.“ Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Átak­ið já­kvæð karl­mennska er fjár­magn­að af VÍS, BSRB, Ís­lands­banka, for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu.
Jákvæð karlmennska: REIÐI - Henrietta Ósk Gunnarsdóttir sálfræðingur
Karlmennskan, hlaðvarp#82

Já­kvæð karl­mennska: REIÐI - Henrietta Ósk Gunn­ars­dótt­ir sál­fræð­ing­ur

Henrietta Ósk Gunn­ars­dótt­ir sál­fræð­ing­ur hjá fang­els­is­mála­stofn­un fer yf­ir til­finn­ing­una reiði, hvers vegna við verð­um reið og hvenær reiði er orð­in of sterk svo hún veld­ur okk­ur og öðr­um vand­ræð­um. „Reið­in er í raun mjög góð, þetta er rétt­læt­istilfinn­ing. Við upp­lif­um reiði þeg­ar við finn­um að brot­ið er á rétt okk­ar og hún get­ur ver­ið mjög hjálp­leg og þurf­um á henni að halda. Gott dæmi er rétt­inda­bar­átt­ur, þar er reið­in að kikka inn og hún er ákveð­ið dri­ve sem við þurf­um á að halda til að fara fram á við.“ Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Átak­ið já­kvæð karl­mennska er fjár­magn­að af VÍS, BSRB, Ís­lands­banka, for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið undanfarið ár