Karlmennskan

„Plís, vilj­iði bregð­ast við þess­um yf­ir­lýs­ing­um okk­ar“ - Líf án of­beld­is (Gabrí­ela Bryn­dís og Sigrún Sif)

Sigrún Sif Jóelsdottir er með meistarargráðu í sálfræði og starfar við rannsóknir í Háskóla Íslands og Gabríela Bryndís Ernudóttir sjálfstætt starfandi sálfræðingur eru forsvarskonur Lífs án ofbeldis. Líf án ofbeldis er „baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.” Gabríela og Sigrún Sif eru þolendur ofbeldis og þekkja þessi mál af eigin reynslu. Gabríela sem barn í kjölfar skilnaðar sem var þvinguð í umgengni og Sigrún Sif er þolandi heimilisofbeldis sem barn og fullorðin. Báðar upplifðu að yfirvöld hafi brugðist þeim og telja þær að kerfið sé gallað og verndi ekki börn fyrir ofbeldi. Við ræðum ítarlega sjónarmið Lífs án ofbeldis út frá uppákomu á Barnaspítala Hringsins þar sem aðför var gerð að barni í lyfjagjöf, það fjarlægt úr höndum móður með aðkomu lögfræðingi föður, sýslumanni, lögreglu og barnavernd, gegn vilja barnsins. Markmiðið, að sögn Sigrúnar og Gabríelu, til að uppfylla umgengnisrétt föður, þrátt fyrir sögu um ofbeldi, en ekki vegna slælegs aðbúnaðar barns hjá móður. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Vinaþjóðir leggja til vopn og peninga
    Úkraínuskýrslan #4

    Vina­þjóð­ir leggja til vopn og pen­inga

    Litla Gunna í Kristjaníu, litli Jón á Kvíabryggju
    Sif #12

    Litla Gunna í Kristjan­íu, litli Jón á Kvía­bryggju

    Arnar Þór: „Manneskja getur ekki verið köttur“
    Pressa

    Arn­ar Þór: „Mann­eskja get­ur ekki ver­ið kött­ur“

    Arnar Þór um Alþingi og málskotsréttinn
    Pressa

    Arn­ar Þór um Al­þingi og mál­skots­rétt­inn