Georg Gylfason

Blaðamaður

Þetta eru þau sem höfða mál vegna lögregluofbeldis
Fréttir

Þetta eru þau sem höfða mál vegna lög­reglu­of­beld­is

Heim­ild­in náði tali af sex ein­stak­ling­um sem sam­an standa að hóp­máls­sókn gegn rík­inu vegna of­beld­is af hálfu lög­reglu á mót­mæl­um sem hald­in voru 31. maí. Þau segja lög­reglu hafa far­ið fram úr sér á um­rædd­um mót­mæl­um og höfða mál­ið fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir svo þær geti mót­mælt án þess að verða fyr­ir harð­ræði lög­reglu.
Leita réttar síns fyrir næstu kynslóðir mótmælenda
Fréttir

Leita rétt­ar síns fyr­ir næstu kyn­slóð­ir mót­mæl­enda

Níu ein­stak­ling­ar sem all­ir voru við­stadd­ir mót­mæli Fé­lags Ís­land-Palestínu sem hald­in voru fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund við Skugga­sund þann 31. maí höfða mál gegn rík­inu vegna of­beld­is af hálfu lög­reglu. Á mót­mæl­un­um beitti lög­regla lík­am­legu valdi og piparúða til þess að kveða nið­ur mót­mæl­in og greiða för ráð­herra­bíls. Níu­menn­ing­arn­ir telja lög­reglu hafa brot­ið á tján­ing­ar- og funda­frelsi sínu.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.
Leyfisveitingin kom Bjarna ekki á óvart - „Ágætis stemming með þessa niðurstöðu“
Fréttir

Leyf­is­veit­ing­in kom Bjarna ekki á óvart - „Ágæt­is stemm­ing með þessa nið­ur­stöðu“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ákvörð­un Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um að heim­ila hval­veið­ar hafi ekki kom­ið sér á óvart. Ákvörð­un­in er að hans mati í sam­ræmi við nú­gild­andi lög og regl­ur. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ir Bjarni velti þurfi fyr­ir sér hvort stjórn­sýsl­an hafi ver­ið nægi­lega skil­virk og fyr­ir­sjá­an­leg í þessu máli.
Matvælaráðherra segir fiskeldi vera „varasama atvinnustarfsemi“
FréttirFiskeldi

Mat­væla­ráð­herra seg­ir fisk­eldi vera „vara­sama at­vinnu­starf­semi“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sagði sjókvía­eldi vera „mjög vara­sama at­vinnu­starf­semi,“ sem þurfi að koma bönd­um á með lög­um. Óvissa rík­ir um sekt­ar­á­kvæði frum­varps­ins sem kveð­ur áum há­ar fjár­sekt­ir á fyr­ir­tæki sem ger­ist upp­vís um vinnu­brögð sem hafa í för með sér slæm­ar af­leið­ing­ar fyr­ir um­hverf­ið og líf­rík­ið hér á landi.
Stendur keik frammi fyrir kjósendum
ViðtalForsetakosningar 2024

Stend­ur keik frammi fyr­ir kjós­end­um

Helga Þór­is­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi stend­ur keik frammi fyr­ir kjós­end­um á kjör­dag. Flest­ir í nán­asta um­hverfi Helgu koma úr heil­brigð­is­geir­an­um og um langt skeið kom ekk­ert ann­að til greina en að verða lækn­ir. Þó svo að hún hafi á end­an­um val­ið lög­fræði seg­ir hún að grunn­gildi sín séu að hlúa að sam­fé­lag­inu og gera það betra.

Mest lesið undanfarið ár