Erla Hlynsdóttir

Veffréttastjóri

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Stórfelldar líkamsárásir „aldrei verið fleiri“
Fréttir

Stór­felld­ar lík­ams­árás­ir „aldrei ver­ið fleiri“

Lands­menn eru slegn­ir eft­ir að 17 ára stúlka, Bryn­dís Klara, lést eft­ir hnífa­árás. For­seti Ís­lands, rík­is­stjórn­in og fjöl­marg­ir aðr­ir hafa kall­að eft­ir þjóðar­átaki gegn of­beld­is­brot­um barna. Sex­tán ára pilt­ur, sem var hand­tek­inn eft­ir árás­ina, er vist­að­ur í fang­els­inu á Hólms­heiði. Sam­kvæmt gögn­um frá lög­regl­unni hafa aldrei fleiri stór­felld­ar lík­ams­árás­ir ver­ið framd­ar af ung­menn­um en nú og fleiri börn en áð­ur fremja ít­rek­uð of­beld­is­brot.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Við vitum að þetta er hættulegt“ – en enginn ber ábyrgðina
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Við vit­um að þetta er hættu­legt“ – en eng­inn ber ábyrgð­ina

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veð­ur­stof­unni og drög­um að áhættumati úr skýrslu Jarð­vís­inda­stofn­un­ar hefðu ís­hella­ferð­ir átt að vera bann­að­ar dag­inn sem bana­slys varð á Breiða­merk­ur­jökli, sök­um hita­stigs. Hug­mynd­ir um bætt ör­yggi ferða­manna hafa strand­að, áhættumat hef­ur ekki ver­ið fram­kvæmt og hver bend­ir á ann­an þeg­ar kem­ur að end­an­legri ábyrgð. Enda er eng­in stök stjórn­sýslu­stofn­un sem ber ábyrgð á ör­yggi ferða­manna hér á landi.
„Hugur okkar er hjá aðstandendum þess sem lést og öllum þeim sem lentu í slysinu“
FréttirBanaslys á Breiðamerkurjökli

„Hug­ur okk­ar er hjá að­stand­end­um þess sem lést og öll­um þeim sem lentu í slys­inu“

Stofn­end­ur Ice Pic Jour­neys hafa sent frá sér til­kynn­ingu þar sem þeir harma bana­slys­ið sem varð í ferð á þeirra veg­um um helg­ina á Breiða­merk­ur­jökli. „Við lít­um mál­ið al­var­leg­um aug­um og mun­um halda áfram að vinna ná­ið með lög­reglu og yf­ir­völd­um til að tryggja að mál­ið verði rann­sak­að af fyllstu kost­gæfni,“ seg­ir þar.
Stofnanda Ice Pic Journeys vikið úr stjórn Félags fjallaleiðsögumanna
FréttirBanaslys á Breiðamerkurjökli

Stofn­anda Ice Pic Jour­neys vik­ið úr stjórn Fé­lags fjalla­leið­sögu­manna

Stjórn Fé­lags fjalla­leið­sögu­manna Ís­lands hef­ur ákveð­ið að víkja Mike Reid, öðr­um stofn­anda Ice Pic Jour­neys, tíma­bund­ið úr stjórn­inni á með­an rann­sókn stend­ur yf­ir á slys­inu sem varð í Breiða­merk­ur­jökli á sunnu­dag þar sem einn ferða­mað­ur lét líf­ið. Mike hef­ur einnig ver­ið sett­ur af sem kenn­ari hjá fé­lag­inu.
„Saman ákváðu þessir tveir klikkuðu Bandaríkjamenn að stofna Ice Pic Journeys“
FréttirBanaslys á Breiðamerkurjökli

„Sam­an ákváðu þess­ir tveir klikk­uðu Banda­ríkja­menn að stofna Ice Pic Jour­neys“

Setn­ing­in „Toget­her these two crazy Americans decided to start the Ice Pic Jour­neys team“ er með­al þess sem hef­ur ver­ið fjar­lægt af síðu fyr­ir­tæk­is­ins sem sá um jökla­ferð­ina á sunnu­dag þar sem einn lést og ein slas­að­ist al­var­lega. Ann­ar stofn­and­inn hef­ur kennt nám­skeið í jökla­ferð­um þar sem var­að er við ferð­um í ís­hella á sumr­in. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir ár­ið 2023 kem­ur fram að rekstr­ar­tekj­ur fé­lags­ins hafi hækk­að um ná­lega 150 pró­sent á milli ára.
Fjöldi presta „óskar nafnleyndar“ vegna umsókna
Fréttir

Fjöldi presta „ósk­ar nafn­leynd­ar“ vegna um­sókna

Tutt­ugu og tvær um­sókn­ir hafa borist þjóð­kirkj­unni vegna fjög­urra prestakalla þar sem aug­lýst er eft­ir prest­um til þjón­ustu. Á vef kirkj­unn­ar eru hins veg­ar að­eins birt nöfn átta um­sækj­enda þar sem hinir óska nafn­leynd­ar. Heim­ild til þessa má rekja til breyt­inga á lög­um um þjóð­kirkj­una en sam­kvæmt þeim eru prest­ar ekki leng­ur op­in­ber­ir starfs­menn.
„Þær ljósmyndir sem birtust með greininni sýndu því miður ekki slíkar aðstæður“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Þær ljós­mynd­ir sem birt­ust með grein­inni sýndu því mið­ur ekki slík­ar að­stæð­ur“

„Ráð­herra tel­ur af­ar mik­il­vægt að fólk búi við við­un­andi hús­næð­is­að­stæð­ur. Þær ljós­mynd­ir sem birt­ust með grein­inni sýndu því mið­ur ekki slík­ar að­stæð­ur,“ seg­ir í svari frá fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu þar sem ósk­að var eft­ir við­brögð­um ráð­herra við hvernig að­bún­að­ur fólks sem bjó á áfanga­heim­il­um Betra lífs hef­ur ver­ið, í kjöl­far um­fjöll­un­ar Heim­ild­ar­inn­ar. Vinna stend­ur yf­ir í ráðu­neyt­inu við að kort­leggja hvaða vel­ferð­ar- og fé­lags­leg þjón­usta ætti að vera háð rekstr­ar­leyfi og eft­ir­liti.
Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.
„Samt sáum við íslensku konurnar sem fóru út þegar þeim ofbauð“
Fréttir

„Samt sáum við ís­lensku kon­urn­ar sem fóru út þeg­ar þeim of­bauð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir seg­ir það hafa ver­ið virð­ing­ar­vert þeg­ar ís­lensk­ar kon­ur fóru til Gaza að bjarga það­an fjöl­skyld­um sem höfðu feng­ið dval­ar­leyfi á Ís­landi. Það var fyrst eft­ir það sem ís­lensk stjórn­völd brugð­ust við stöð­unni og seg­ir Agnes að ut­an frá séð „þá finnst mér að þau hefðu getað brugð­ist fyrr við“

Mest lesið undanfarið ár