Aðalsteinn Kjartansson

Blaðamaður

Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn biðst af­sök­un­ar en seg­ir að­eins Jó­hann­es hafa brot­ið lög

Sam­herji og Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar biðj­ast af­sök­un­ar á starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu. Þetta ger­ir fé­lag­ið í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um sem aug­lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag. Full­yrt er að eng­inn starfs­mað­ur nema upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son hafi fram­ið refsi­verð brot og að tengda­son­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu hafi veitt raun­veru­lega ráð­gjöf.
Bandarísk stjórnvöld banna Esau og Shanghala að ferðast til landsins
FréttirSamherjaskjölin

Banda­rísk stjórn­völd banna Es­au og Shang­hala að ferð­ast til lands­ins

Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna hef­ur bann­að Bern­h­ard Es­au, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, að ferð­ast til lands­ins. Ástæð­an er þátt­taka þeirra í spill­ingu. Þeir sitja í varð­haldi vegna við­skipta sinna við Sam­herja.
Namibíska lögreglan bað Interpol að hafa uppi á nýráðnum fjármálastjóra Orkusölunnar
FréttirSamherjaskjölin

Namib­íska lög­regl­an bað In­terpol að hafa uppi á ný­ráðn­um fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar

Elísa­bet Ýr Sveins­dótt­ir kom að milli­færsl­um Sam­herja­fé­laga á Kýp­ur inn á leyni­reikn­ing James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Fis­hcor, í Dúbaí. Til­kynnt var í dag um ráðn­ingu henn­ar í starf fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar, sem er að fullu í eigu ís­lenska rík­is­ins.

Mest lesið undanfarið ár