
193. spurningaþraut: Hér koma við sögu Erwin Schrödinger, Zlatan Ibrahimovic, Spencer Perceval og Nikolay Przhevalsky
Hér eru spurningarnar frá í gær. Gleymduði nokkuð að svara þeim? *** Fyrri aukaspurning: Hver er karlinn lengst til vinstri á myndinni hér að ofan? *** Aðalspurningar: 1. Hvað er fokka? Ég meina nafnorðið, ekki sagnorðið. 2. Eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger var einu sinni að basla við að útskýra furður skammtafræðinnar svokölluðu í eðlisfræði, og bjó þá til hugmynd um ákveðið...










