Átján ára afmælið litað af andláti barnungrar frænku
Ægir Þór Jähnke telur í fyrstu að hann hafi frá litlu að segja þegar blaðamaður spyr um atvik sem breytti lífi hans. Svo spretta tvær sterkar minningar fram: 18 ára afmæli stuttu eftir að 12 ára frænka hans lést vegna heilablóðfalls og hins vegar þegar hann var átta ára og sá afa sinn kveðja þennan heim.