265. spurningaþraut: Deildartunguhver, Bibba, nátttröll og voðalegt naut
Spurningaþrautin

265. spurn­inga­þraut: Deild­artungu­hver, Bibba, nátttröll og voða­legt naut

Hér er þraut gær­dags, gær­dags. * Auka­spurn­ing núm­er eitt: Nátttröll­ið á glugg­an­um heit­ir verk­ið hér að of­an. Hver mál­aði? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Priti Patel heit­ir stjórn­mála­kona ein, sem nú er mjög um­deild­ur inn­an­rík­is­ráð­herra í heimalandi sínu. Hvaða land er það? 2.   Heims­meist­ara­mót­ið í hand­bolta stend­ur nú yf­ir. Hvaða þjóð mun freista þess að verja heims­meist­ara­titil sinn frá 2019? 3.   Johanna...
Tíræður Blíðfari
Mynd dagsins

Tí­ræð­ur Blíð­fari

„Hann var á grá­sleppu í fyrra­vor, en þá fór skrúf­an af, orð­in gegn­ryðg­uð. Enda er hann Blíð­fari kom­inn á tí­ræðis­ald­ur,“ sagði Hlöðver Krist­ins­son þar sem hann var að huga að bátn­um nið­ur við höfn­ina á Vog­um á Vatns­leysu­strönd fyrr í dag. Nái frum­varp Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra fram, sem var lagt fram á Al­þingi nú um dag­inn, verð­ur mik­il breyt­ing á veið­un­um. Í stað veiði­daga, eins og ver­ið hef­ur mörg und­an­far­in ár, verð­ur út­gef­inn kvóti á grund­velli veiða und­an­far­inna ára. Grá­sleppu­ver­tíð­in hefst venju­lega upp úr miðj­um mars.
264. spurningaþraut: Caligula, Jesus Christ Superstar, Lína langsokkur og Álfheiður Ingadóttir
Spurningaþrautin

264. spurn­inga­þraut: Caligula, Jes­us Christ Su­per­st­ar, Lína lang­sokk­ur og Álf­heið­ur Inga­dótt­ir

Hér er þraut­in sú síð­an í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða trú­ar­brögð tengj­ast mann­virk­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hver var Caligula? 2.   Hvaða fræga söng­lag hefst á þessa leið  (í laus­legri ís­lenskri þýð­ingu): „Ungi mað­ur, það er eng­in ástæða til að vera nið­ur­lút­ur, ég segi, ungi mað­ur, taktu þér nú tak, ég segi, ungi mað­ur, því þú ert...
Sigtryggur gíraffi
Mynd dagsins

Sig­trygg­ur gír­affi

Það er einn gír­affi í Hlíð­un­um, hann heit­ir Sig­trygg­ur og er úr járni. Í Afr­íku eru um 70.000 villt­ir gír­aff­ar og hef­ur þeim fækk­að um 40% á síð­ustu ár­um. Þetta eru stór­ar skepn­ur, full­orðn­ir vega þeir tonn og karldýr­in verða um 5,5 metra há, kven­dýr­in eru 40 cm lægri. Gír­aff­ar eru hæstu skepn­ur jarð­ar og verða að með­al­tali 35 ára gaml­ir. IUCN sam­tök­in hafa ný­ver­ið sett gír­affa á lista yf­ir þau dýr sem eru í al­var­legri hættu, næsta stig er rautt: út­rým­ing­ar­hætta.
263. spurningaþraut: 007, Blondie, þrjú afmælisbörn og fleira
Spurningaþrautin

263. spurn­inga­þraut: 007, Blondie, þrjú af­mæl­is­börn og fleira

Þraut­in í gær! * Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir fjall­ið sem sjá má á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Þessi á líka við mynd­ina hér að of­an. Fjall­ið á mynd­inni prýð­ir al­kunn­ugt vörumerki. Hvaða vörumerki er það? 2.   Í hvaða landi er höf­uð­borg­in Can­berra? 3.   Hver skrif­aði leik­rit­ið um Ríkarð III? 4.   Hvað merk­ir 00 í ein­kenn­is­núm­eri bresku njósna­hetj­unn­ar...
Brunarústir á Bræðra­borg­ar­stíg
Mynd dagsins

Bruna­rúst­ir á Bræðra­borg­ar­stíg

Það eru að nálg­ast sjö mán­uð­ir síð­an kveikt var í hús­inu á horni Vest­ur­götu og Bræðra­borg­ar­stígs, þar sem þrjú ung­menni lét­ust. Óskilj­an­legt er að hús­ið standi enn, eins og minn­is­varði um þenn­an hörmu­lega at­burð. Í skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sem birt var í lok síð­asta árs, kem­ur fram að hús­ið var „óbyggi­legt frá bruna­tækni­legu sjón­ar­horni“. Þeg­ar brun­inn varð þann 25. júní voru 73 ein­stak­ling­ar með lög­heim­ili í hús­inu.

Mest lesið undanfarið ár