„Það versta sem kemur fyrir fjölskyldu er þegar rithöfundur fæðist“
Viðtal

„Það versta sem kem­ur fyr­ir fjöl­skyldu er þeg­ar rit­höf­und­ur fæð­ist“

Segja má að danski rit­höf­und­ur­inn Thom­as Kors­ga­ard jaðri við að vera undra­barn. Korn­ung­ur sló hann í gegn með fyrstu bók­inni í þrí­leik inn­blásn­um af lífi hans sem lýs­ir barni á harð­gerðu heim­ili í dönsku sveita­sam­fé­lagi, ólíku þeim smart lifn­að­ar­hátt­um sem glitra gjarn­an í sög­um frá Kaup­manna­höfn. Hann er sagð­ur einn hæfi­leika­rík­asti höf­und­ur sem skrif­ar á dönsku.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“
Nösk á að bjóða höfundum áður en þeir fá Nóbelinn
ViðtalBókmenntahátíð 2025

Nösk á að bjóða höf­und­um áð­ur en þeir fá Nó­bel­inn

Al­þjóð­lega bók­mennta­há­tíð­in í Reykja­vík er byrj­uð en hún var­ir til 27. apríl. Há­tíð­in er nú hald­in í sautjánda skipti og á 40 ára af­mæli í ár. Segja má að há­tíð­in sé fyr­ir löngu orð­in skáld­leg saga, út af fyr­ir sig. Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir og Örn­ólf­ur Thors­son segja frá þessu lygi­lega æv­in­týri sem hófst ár­ið 1985.
„Ég var bara glæpamaður“
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið undanfarið ár